Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

269. fundur 02. júní 2021 kl. 17:00 - 19:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 eftir auglýsingu frá 16. apríl - 28. maí sl. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum á kynningartímanum: Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Rarik, Dalvíkurbyggð, Samgöngustofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Umsagnir og ábendingar bárust eftir auglýstan tíma frá Hafnarstjórn Fjallabyggðar og Veðurstofu Íslands. Skipulagsfulltrúi fór yfir samantekt athugasemda sem bárust og hvernig brugðist er við þeim í greinargerð skipulagsins. Einnig var lögð fram og rædd tillaga hafnarstjórnar um útvíkkun landnotkunarflokks hafnarsvæða í þéttbýlum Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á aðalskipulagstillögunni skv. samantekt um breytingar eftir auglýsingu sem er í heftinu Skipulagsákvæði og landnotkun undir kafla 7.3.
Nefndin hafnar tillögu hafnarstjórnar um útvíkkun hafnarsvæðis en leggur til að við gerð deiliskipulags sem liggur að hafnarsvæðum verði haft samráð við hafnarstjórn og að hún hafi umsagnarrétt við gerð deiliskipulags á þeim svæðum.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmda við Skarðsveg

Málsnúmer 2101059Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal. Tillagan sem var auglýst frá 16. apríl - 28. maí felur í sér að staðsetja námu í Skarðsdal vegna vinnu við nýjan veg og bílastæði. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun.
Minjastofnun bendir á að minjavörður þarf að kanna svæðið á vettvangi áður en framkvæmdir hefjast. Ekki reyndist mögulegt að taka svæðið út vegna snjóa á kynningartímanum. Því gerir stofnunin þá kröfu að sett verði inn þau skilyrði í greinargerð deiliskipulagsbreytingarinnar að vettvangskönnun þurfi að fara fram áður en framkvæmdir hefjast, búið er að setja það inn á uppdráttinn.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Undir þessum lið vék Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir af fundi.

3.Deiliskipulagsbreyting vegna dælubrunns við Tjarnargötu 16

Málsnúmer 2105059Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu Hafnarsvæðis á Siglufirði. Breytingartillagan , sem telst óveruleg, nær til Tjarnargötu 16 og utan um nýjan byggingarreit dælubrunns við suðausturhorn lóðarinnar. Ástæða breytingarinnar er færsla dælubrunns sem nær að hluta inn á lóð Tjarnargötu 16 og koma þannig til móts við dóm sem féll 7. apríl sl.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um byggingarleyfi - fjölgun fasteigna í Aðalgötu 34 Siglufirði

Málsnúmer 2105017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 5.5.2021 þar sem Konráð Baldvinsson sækir um leyfi fyrir hönd Selvíkur ehf., fyrir fjölgun fasteignanúmera úr tveimur í sjö skv. meðfylgjandi skráningartöflu og teikningum.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Suðurgata 76 Siglufirði

Málsnúmer 2105055Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi þar sem Björgvin Karl Gunnarsson sækir um leyfi fyrir niðurrifi og byggingu nýs stiga og steyptu plani í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi - niðurrif bensín- og gasolíugeyma við Ránargötu 4, Siglufirði

Málsnúmer 2105042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 12.05.2021 þar sem Ari Elísson sækir um leyfi fyrir hönd Olíudreifingar á niðurrifi tveggja eldsneytisgeyma á lóðinni Ránargötu 4 í tengslum við gildandi byggingarleyfi nr. 1508013. Frágangur og framkvæmd verður í samræmi við fyrirliggjandi leyfi.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Fiskmarkaðurinn Siglufirði

Málsnúmer 2105082Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 31.5.2021 þar sem L-7 ehf. sækir um leyfi fyrir hönd Fiskmarkaðarins fyrir klæðningu á húsið með standandi báruáli, endurnýjun glugga og uppsetningu nýrrar ráphurðar á vesturhlið hússins.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Hafnartún 6

Málsnúmer 2105084Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 31.5.2021 þar sem eigendur Hafnartúns 6 sækja um leyfi fyrir byggingu bíslags í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.
Fylgiskjöl:

9.Skógarstígur 10

Málsnúmer 2010039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 11.5.2021 þar sem Haukur Guðmundsson sækir um frest til að skila inn teikningum fyrir Skógarstíg 10. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2022.
Erindi samþykkt.

10.Staðfesting landamerkja frístundalóðar úr landi Ósbrekku

Málsnúmer 2105049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ásdísar Gunnlaugsdóttur og Bryngeirs Kristinssonar þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á landamerkjum frístundalóðar úr landi Ósbrekku skv. hnitsettum uppdrætti, einnig að lóðin sem í dag er skráð á þrjú landnúmer verði sameinuð í eitt landnúmer undir nafninu Ósbrekka 2.
Erindi samþykkt.

11.Lausar lóðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2105080Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga Helga Jóhannssonar:

1. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að einbýlishúsalóðir við Bakkabyggð í Ólafsfirði, austan við nr. 5 og 8 verði að nýju lausar til úthlutunar.

2. Komið verði upp betra korti á vef Fjallabyggðar yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu þannig að með auðveldum hætti sé hægt að sjá hvar lausar lóðir eru staðsettar.

3. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 verði gert ráð fyrir að klára Bakkabyggð austur að Mararbyggð með malbikun, í stað þess að skilja helming eftir eins og nú er lagt upp með.

Það er alls ekki boðlegt að bjóða íbúum í nágrenni við Bakkabyggð upp á ókláraða götu með tilheyrandi foki á jarðvegi yfir nágrennið. Svo eigum við að sína metnað í að svæðið líti vel út svo þeir sem eru að spá í lausar lóðir fái betri mynd af því þegar götur og gangstéttar eru fullbúnar.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að einbýlishúsalóðir austan við Bakkabyggð nr. 5 og 8 verði auglýstar til úthlutunar. Hvað varðar annan lið tillögunnar þá er það mál í vinnslu hjá tæknideild. Að síðustu leggur nefndin til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 verði gert ráð fyrir að malbika Bakkabyggð.

12.Umsókn um lóð - Eyrarflöt 30-38 Siglufirði

Málsnúmer 2106004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 1.6.2021 þar sem Sölvi Sölvason og Finnur Ingi Sölvason sækja um raðhúsalóð nr. 30-38 við Eyrarflöt, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

13.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 58

Málsnúmer 2106009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hilmars Þórs Hreiðarssonar f.h. húsfélagsins á Hvanneyrarbraut 58 þar sem óskað er eftir endurnýjun á útrunnum lóðarleigusamning svo hægt sé að þinglýsa afsali vegna sölu íbúðar í húsinu.
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki húsfélagsins við Hvanneyrarbraut 60.

14.Umhverfisverkefni 2021

Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisverkefnum og kostnaðaráætlun verkefna.
Nefndin samþykkir að farið verði í eftirtalin verkefni sumarið 2021:

Stigi settur upp á grjótgarð við Hvanneyrarkrók á Siglufirði. Endurnýja gönguleið og dvalarstað meðfram tjörninni í Ólafsfirði. Setja niður tvö útiæfingatæki, eitt í hvort þéttbýli.

15.Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar.

Málsnúmer 2105021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Áskels Þórissonar f.h. Landgræðslunnar þar sem óskað er eftir umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031.
Nefndin hvetur íbúa til að kynna sér málið og skila inn umsögn.
Undir þessum lið vék Hjördís H. Hjörleifsdóttir af fundi.

16.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2105014Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Múlatinds ehf. um stöðuleyfi gáms sem staðsettur yrði bakvið hús Múlatinds við Múlaveg 13.
Erindi samþykkt.

17.Bonn-áskorun um útbreiðslu skóga.

Málsnúmer 2105031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarinnar, dags. 10.05.2021 þar sem fram kemur að Skógræktin og Landgræðslan leita til sveitarfélaga til að taka þátt í Bonn - áskorun um útbreiðslu skóga sem er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka þessari áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Landgræðslan og Skógræktin óska nú eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið.
Nefndin hvetur skógræktarfélög í Fjallabyggð að kynna sér málið.

18.Vatnsleki í Héðinsfjarðargöngum

Málsnúmer 2105079Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar vegna vatnsleka í Héðinsfjarðargöngum.
Nefndin tekur undir erindi Helga og felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni erindi vegna málsins.

19.Hliðrun byggingarreits-Skógarstígur 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru ákvörðunar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. janúar 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi við Skógarstíg 2 á Saurbæjarási.

20.Breyting á jarðalögum 2021.

Málsnúmer 2105083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum 2021.

Fundi slitið - kl. 19:30.