Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

255. fundur 10. júní 2020 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, viðbygging - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af AVH ehf. á Akureyri.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti og felur tæknideild að grendarkynna tillöguna fyrir íbúum að Hvanneyrarbraut 49, 51, 52 og 53.

2.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 2006009Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 4. júní 2020 óskar Ólafur Meyvant Jóakimsson eftir lóðinni að Bakkabyggð 8 í Ólafsfirði.
Þar sem gatnagerð við Bakkabyggð hefur verið frestað vísar nefndin afgreiðslu málsins til bæjarráðs.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Helgi Jóhannsson greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun: Sótt er um auglýsta lausa lóð og hefði ég viljað samþykkja umsóknina hér og nú.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Tjarnargata 18 á Siglufirði

Málsnúmer 2006013Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 5. júní 2020 óskar Magnús Hauksson fyrir hönd Öryggisfjarskipta ehf. eftir byggingarleyfi fyrir fjarskiptahús, mastur og vararafstöð að Tjarnargötu 18 á Siglufirði.
Samþykkt samhljóða.

4.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bæklingur til dreifingar í Fjallabyggð vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Samkvæmt 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga skal tillaga að aðalskipulagi vera kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með áberandi hætti og er dreifing bæklingsins liður í því. Stefnt er að því að halda opinn kynningarfund á haustdögum áður en tillagan fer til afgreiðslu í sveitarstjórn Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:15.