Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

193. fundur 04. nóvember 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1510108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi rekstraraðila tjaldsvæðisins í Ólafsfirði, dagsett 20.október 2015. Ásamt skýrslu með fjölda gistinátta á tjaldsvæðinu sumarið 2015 eru gerðar athugasemdir við skipulag svæðisins.

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lögð fram fyrstu drög að hönnun tjaldsvæðisins, unnið af tæknifulltrúa. Þar er gert ráð fyrir gróðri sem rammar inn svæðið með einföldum hætti svo auðvelt sé fyrir útilegugesti að athafna sig á svæðinu. Vinna við tillöguna stendur ennþá yfir og þakkar nefndin rekstraraðilum fyrir framlagðar athugasemdir sem munu verða hafðar til hliðsjónar við frekari hönnun svæðisins.

2.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár fyrir árið 2016:

Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá kattahalds
Gjaldskrá hundahalds
Gjaldskrá frístundalóða
Gjaldskrá sorphirðu

Á fundi bæjarráðs 30.október sl. var samþykkt hækkun sorphirðugjalda í kr. 36.250, nefndin gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Nefndin samþykkir að ofantaldar gjaldskrár fyrir árið 2016 hækki samkvæmt vísitölu í samræmi við ákvæði hverrar gjaldskrár fyrir sig.

3.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Unnið að áherslum nefndarinnar fyrir endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028.

4.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir eftirfarandi málaflokka:

08 - hreinlætismál
09 - skipulagsmál
10 - samgöngumál
11 - umhverfismál
13 - landbúnaðarmál
31 - eignasjóður
33 - þjónustumiðstöð
65 - veitustofnun

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir ofangreinda málaflokka til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.