Bæjarstjórn Fjallabyggðar

200. fundur 14. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.

Málsnúmer 2103008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram til kynningar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að vatnstjón varð í golfskálanum í Skeggjabrekku mánudaginn 15.03.2021. Tjónamatsmaður hefur komið en tjónið verður metið endanlega í þessari viku. Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lögð fram til kynningar svör deildarstjóra tæknideildar, dags 16.03.2021 við spurningum starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um börn og samgöngur sem tengist fyrirhugaðri uppfærslu á samgönguáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram erindi Fjársýslu ríkisins, dags. 15.03.2021 er varðar uppgjör frestunar staðgreiðslu vegna ársins 2020.

    Endurgreiðsla Fjallabyggðar er kr. 19.150.961.- sem greiðist í þremur jöfnum greiðslum í mars, apríl og maí.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 10/2021 við fjárhagsáætlun 2021 kr. 19.150.961.- við deild 00010 og lykil 0021 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lögð fram drög að samningi Norðurár bs. og Flokkunar Eyjafjarðar um urðun úrgangs til 31.12.2030. Einnig lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Flokkunar Eyjafjarðar frá 28.08.2021 og fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar frá 16.03.2021.

    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram erindi Samtaka iðnaðarins, dags. 15.03.2021 þar sem skorað er á sveitarfélög að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2020 og 34/2020 og leiðbeininga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fyrst voru gefnar út árið 2017.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, dags. 17.03.2021 þar sem óskað er eftir afslætti í sundlaugar í Fjallabyggð fyrir þátttakendur (listamenn og aðstoðarfólk) á listahátíðinni Leysingar sem Alþýðuhúsið stendur fyrir dagana 2. - 4. apríl nk.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við því að veita afslátt í sundlaugar í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að landsþingi sem vera átti 26. mars nk. hefur verið frestað fram í maí. Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs.

    Meginmarkmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt, á árunum 2021 og 2022, að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög til:
    Úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða.
    Úrbóta þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.
    Úrbóta sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru skv. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

    Umsóknir um þessi sérstöku framlög, árin 2021 og 2022, skulu berast Jöfnunarsjóði ásamt fullnægjandi gögnum eigi síðar en 31. desember 2022. Jöfnunarsjóður tekur afstöðu til umsókna eftir því sem þær berast og gerir tillögu til ráðherra um úthlutanir að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar sjóðsins.

    Eins og gildir um önnur framlög Jöfnunarsjóðs eru sveitarfélögin umsækjendur og viðtakendur framlaga. Eðlilegt er að sveitarfélög sem starfa saman á vettvangi þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks hafi samráð sín á milli varðandi umsóknir til þess að tryggja jafnræði íbúa.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar og felur deildarstjóra að fá fram sjónarmið Dalvíkurbyggðar til þess hvort sækja eigi um styrk til að bæta aðgengismál á þjónustusvæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram erindi H- listans, dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir því að bæjarstjóra verði falið að senda formlegt erindi til Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra og forsætisráðherra þar sem þeirri hugmynd verði komið á framfæri að varðskipið Týr fái framtíðarhöfn í Ólafsfirði þar sem það yrði gert að safni. Einnig yrði hægt að vera með leiðsögn um skipið. Forsenda þess að farið yrði í að skoða málið er að fjármunir frá hinu opinbera fylgdu verkefninu. Þá er talið að sveitarfélagið eigi að hafa forgöngu um að kanna málið formlega, enda reiknað með að Fjallabyggð bjóði frítt legupláss fyrir skipið.

    Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarráð hafni þeirri málaleitan H-lista að bæjarstjóra verði falið að hafa, f.h. sveitarfélagsins, formlegt frumkvæði að því að leita annars vegar eftir því að varðskipinu Tý verði fundinn framtíðar legustaður í Ólafsfjarðarhöfn og skipið gert að safni og hins vegar að sækjast eftir fjárhagslegum stuðningi ríkissjóðs til undirbúnings og framtíðarrekstrar umrædds safns og skips. Einnig samþykkir meirihluti bæjarráðs að beina því til hafnarstjórnar að ef, á einhverjum tímapunkti, fram kemur útfærð og fjármögnuð hugmynd um varðveislu skipsins og uppsetningu safns í Ólafsfjarðarhöfn að þá verði horft til þess að styrkja verkefnið með fjárhæð sem nemur viðlegugjöldum.

    Framlögð tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-listans.

    Bókun meirihluta vegna málsins: Um leið og hugmynd H-listans er góðra gjalda verð þá eru á málinu þessháttar meinbugir að ekki er nokkur leið fyrir meirihluta bæjarráðs að samþykkja erindið. Meirihlutanum er t.d. algjörlega hulið hvernig H-listinn hefur hugsað sér framhaldið ef svo vill til að skip og nægjanlegt fjármagn fengist frá ríkisvaldinu. Hvergi í erindi H-listans er þess getið hver hugsanlega muni hafa forgöngu um verkefnið né er í erindinu leitast við að varpa ljósi á það hvort mögulega einhver, félagasamtök eða einkaaðilar, sjái sér hag í rekstri skips og safns. Því er erfitt að ráða annað af erindinu en H-listinn horfi til þess að sveitarfélagið muni með beinum hætti koma að aðstöðusköpun og framtíðarrekstri skipsins sem og safnsins sem H-listinn sér fyrir sér að í skipinu verði. Þessháttar opnar ávísanir getur meirihluti bæjarráðs ekki tekið þátt í að samþykkja.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál

    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. Mál

    Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. Mál

    Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 18.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021. Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    17. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags frá 17.03.2021.
    26. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 19.03.2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 690. fundur - 30. mars 2021.

Málsnúmer 2103010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að endurskoða samþykktir um búfjárhald í Fjallabyggð og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2103065 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2101031 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.5 2103020 Raforka - Samningur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita viðaukann og felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa útboð á raforkukaupum í aðdraganda samningsloka, haustið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af svæðinu líkt og undanfarin sumur. Fjallabyggð mun sjá um slátt á svæðinu þrisvar sinnum yfir tímabilið og mun kostnaður við sláttinn verða færður sem styrkur á Golfklúbb Siglufjarðar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Bæjarráð þakkar erindið en samkvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga er frestur til að óska eftir rökstuðningi liðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.9 2103056 Ársþing SSNE 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 19.03.2021 þar sem fram kemur að Ársþing SSNE 2021 verður haldið 16. og 17. apríl næstkomandi. Vegna samkomutakmarkana verður þingið rafrænt. Þingið verður sett kl 09:00 á föstudeginum og þinglok eru ráðgerð kl 11:30 á laugardegi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 690 Lögð fram til kynningar 12. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 til ráðgefandi aðila, dags. 25.03.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 690. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021.

Málsnúmer 2104004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 nr.11/2021 að upphæð kr. 252.000.- við deild 02430, lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að heimila útboð á skólamáltíðum í samræmi við vinnuskjal og felur deildarstjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Berg ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi og felur deildarstjóra að vinna málið áfram.

    Bæjarráð samþykkir einnig að setja í viðauka nr. 12/2021 við fjárfestingaráætlun 2021 kr. 12.300.000.- og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson víkur af fundi undir þessum lið.

    Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við KPMG og vísar kostnaði vegna ársins 2021 til viðauka nr. 13/2021 að upphæð kr. 1.407.400.- við deild 21400 og lykil 4343 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð vísar erindinu einnig til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn eða tillögum frá bæjarstjóra og deildarstjórum. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að eiga fund með bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð ítrekar afgreiðslu 690. fundar við erindi Golfklúbbs Siglufjarðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að bjóða forsvarsmönnum GKS að koma á fund til þess að fara almennt yfir rekstur og styrki til íþróttamála. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að frestur til að sækja um styrki úr bæjarsjóði er liðin fyrir fjárhagsárið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bæjarráð staðfestir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og felur bæjarstjóra að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.12 1902053 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13. apríl 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 691. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 17. fundur - 17. mars 2021.

Málsnúmer 2103007FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 17. fundur - 17. mars 2021. Fjallabyggð hefur fengið úthlutuðum styrk úr Lýðheilsusjóði kr. 300.000- vegna heilsueflandi samfélags. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 17. fundur - 17. mars 2021. Handbók fyrir grunnskólamötuneyti hefur verið endurútgefin. Hún hefur þegar verið send á þjónustuaðila skólamötuneytis grunnskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 17. fundur - 17. mars 2021. Ákveðið að birta auglýsingu með hvatningarorðum til fyrirtækja og vinnustaða í Fjallabyggð um að hlúa að heilsueflingu starfsmanna sinna. Einnig ákvað stýrihópurinn að leita til íbúa Fjallabyggðar eftir hugmyndum um heilsueflingu sem stýrihópurinn gæti unnið út frá.
    Stýrihópurinn hefur mikinn áhuga á að leita leiða til að koma upp skautasvellum í sveitarfélaginu næsta haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 17. fundur - 17. mars 2021. Stýrihópurinn lauk vinnu við að meta gátlistann Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Stjórn Hornbrekku - 26. fundur - 19. mars 2021.

Málsnúmer 2102011FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 26. fundur - 19. mars 2021. Lögð fram drög að stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku Ólafsfirði. Bæjarstjóri leggur til að samningum verði vísað til umsagnar starfs- og kjaranefndar. Stjórn Hornbrekku samþykkir einróma tillögu bæjarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 26. fundur - 19. mars 2021. Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi, s.s. eins og framkvæmd stytting vinnuvikunnar, sumarafleysingar, framkvæmdir við breytingar innanhúss, og væntanlegum fundi stjórnanda Hornbrekku með bæjarstjóra. Hjúkrunarforstjóri sagði frá því því að starfsmannafélag Hornbrekku hefði ákveðið að færa stofnuninni sjónvarp að Gjöf og færir stjórnin starfsmannafélaginu bestu þakkir fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 26. fundur - 19. mars 2021. Lögð fram ályktun frá stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), dags. 16. mars 2021, þar sem stjórnin lýsir yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð stjórnvalda í fjármögnun á rekstri hjúkrunarheimila. Í ályktuninni segir að flest hjúkrunarheimili landsins eru komin í rekstrar- og greiðsluerfiðleika. Undir þessum kringumstæðum hafa mörg sveitarfélög verið að greiða með rekstri hjúkrunarheimila í sinni heimabyggð og þær greiðslur hafa farið hækkandi með auknum rekstrarerfiðleikum heimilanna. Eru þessar greiðslur farnar að sliga mörg sveitarfélög og hafa leitt til þess að sum þeirra hafa talið nauðsynlegt að segja sig frá þessum rekstri, enda hvílir ábyrgðin á rekstrinum samkvæmt lögum á ríkinu.
    Stjórn Hornbrekku tekur undir ályktun stjórnar SFV.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Stjórn Hornbrekku - 27. fundur - 9. apríl 2021.

Málsnúmer 2104003FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 27. fundur - 9. apríl 2021. Heimsóknarreglur Hornbrekku voru hertar 24. mars sl. vegna aukningar á COVID smitum í samfélaginu. Nú eru tveir nánustu ættingjar sem hafa kost á að koma í heimsókn á dag. Börn yngri en 18 ára mega ekki koma í heimsókn á Hornbrekku. Íbúar mega fara í heimsókn til ættingja.
    Töluverð veikindi hafa verið hjá íbúum og mikið um sjúkrahúsferðir.
    Búið er að ráða í sumarafleysingar og unnið er að sumarskýrslum, og eru þær langt komnar.
    Framkvæmdir við breytingar á íbúaherbergjum ganga ágætlega. Haldið verður áfram þar til búið verður að skipta um gólfefni, fataskápa og salerni á öllum herbergjum.
    Hjúkrunarforstjóri er að ganga frá undanþágubeiðni frá kröfulýsingu SÍ vegna iðjuþjálfa, matartækni og næringarrekstrarfræðings.
    Hjúkrunarforstjóri er langt komin með undirbúningsvinnu vegna útboðs á ræstingu á Hornbrekku, en illa hefur gengið að fá afleysingu í veikindum starfsmanns í ræstingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 27. fundur - 9. apríl 2021. Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður haldinn mánudaginn 12. apríl nk.. Hjúkrunarforstjóri mun sækja fundinn en hann verður haldinn í fjarfundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 27. fundur - 9. apríl 2021. Málþing fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga verður haldið mánudaginn 12. apríl nk.. Hjúkrunarforstjóri mun sækja fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 27. fundur - 25. mars 2021.

Málsnúmer 2103009FVakta málsnúmer

  • 7.1 2103004 Ungt fólk og SSNE
    Ungmennaráð Fjallabyggðar - 27. fundur - 25. mars 2021. Borist hefur erindi um að skipa ungmenni frá hverju sveitarfélagi í undirbúningshóp vegna "Ungt fólk og SSNE" (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) fyrir viðburðinn sem fyrirhugað er að halda næsta haust með ungmennum af svæði SSNE. Ungmennaráð tilnefnir Hörð Inga Kristjánsson sem aðalmann í undirbúningshóp og til vara verða þær Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir og Elísabet Ásgerður Heimisdóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 27. fundur - 25. mars 2021. Lagt fram til kynningar.
    SamfésPlús er nýtt verkefni á vegum Samfés. Markhópurinn er allt ungt fólk á Íslandi á aldrinum 10-25 ára, en í byrjun er lögð sérstök áhersla á starfið með ungmennum 16 - 25 ára. Plúsinn sameinar, byggir brú, eflir stuðning og eykur sýnileika á mikilvægu starfi allra aðildarfélaga á landsvísu. Til að byrja með mun SamfésPlús vera að mestum hluta rafrænn og ná að byggja upp öflugan rafrænan vettvang fyrir ungt fólk á Íslandi. Ungmennaráð hvetur ungmenni á þessum aldri til að kynna sér SamfésPlús á https://www.samfes.is/samfes/plusinn



    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 7.3 2011044 Fundadagatöl 2021
    Ungmennaráð Fjallabyggðar - 27. fundur - 25. mars 2021. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021.

Málsnúmer 2103011FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Erindi lagt fram til kynningar, bæjarstjórn fjallar sérstaklega um málið undir lið 12. á dagskrá fundarins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Erindi lagt fram til kynningar, bæjarstjórn fjallar sérstaklega um málið undir lið 13. á dagskrá fundarins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Lagt fram til kynningar og rætt. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Nanna Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Nefndin vísar erindinu til tæknideildar. Bókun fundar Nanna Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.


    Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings en hafnar stækkun á lóðinni vegna þess að sveitarfélagið þarf að hafa aðgengi að sjóvarnargarðinum. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tæknideild yfirfari framlagðar teikningar og mögulega þörf á breytingum á þeim út frá nýtingu hússins nú og líklegum framtíðarþörfum sveitarfélagsins. Einnig leggur nefndin til að kostnaðaráætlun frá 2014 verði uppfærð og að hönnunargögn sem og útboðsgögn verði yfirfarin með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá gerð þeirra. Nefndin óskar eftir því að yfirfarin gögn verði lögð fyrir bæjarráð til kynningar að aflokinni yfirferð. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 8.15 2101098 Lausaganga katta
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Nefndin leggur til að 11. gr samþykktar um kattahald verði breytt þannig að hún verði svohljóðandi:
    Eigendum katta ber skylda til þess að taka tillit til fuglalífs á varptíma, frá 1. maí til 15. júlí, og er lausaganga katta bönnuð á þeim tíma.
    Samþykkt með þremur atkvæðum. Hjördís Hjörleifsdóttir situr hjá og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir greiðir atkvæði á móti.

    Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
    11. gr samþykktar um kattahald verður skerpt með dagsetningu á bjöllunotkun og takmörkun á lausagöngu katta. Þessu yrði svo fylgt eftir með auglýsingu og bréfum til kattareigenda.
    14. greinin yrði útvíkkuð þannig að heimilt væri að handsama bjöllulausa ketti að undangengnu samþykki heilbrigðisnefndar.
    Bókun fundar Forseti bæjarstjórnar bar upp svofellda tillögu um afgreiðslu.
    Bæjarstjórn samþykkir að fela tæknideild að kynna núverandi samþykkt um kattahald fyrir kattaeigendum í Fjallabyggð og öðrum íbúum sveitarfélagsins, sérstök áhersla skal lögð á að kynna þær greinar samþykktar sem snúa að lausagöngu á varptíma, skilyrðum leyfis fyrir kattahaldi og viðurlögum sem í samþykktinni eru. Einnig er tæknideild falið að koma á skilvirku ferli er varðar tilkynningar um ónæði af köttum og að halda utan um tölfræði vegna þeirra tilkynninga. Að síðustu felur bæjarstjórn tæknideild að vinna tillögu að endurskoðun á samþykkt um kattahald og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. nóvember 2021, tillagan skal unnin í nánu samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd og byggð á reynslu af kynningu á núverandi samþykkt og tölfræði sem aflað verður í sumar.

    Tillaga forseta borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur tæknideild að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 7. apríl 2021. Nefndin beinir því til bæjarráðs að fram fari skoðun á þýðingu dómsins og þeim valkostum sem sveitarfélagið hefur til að framfylgja samþykkt um búfjárhald. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 267. fundur - 9. apríl.

Málsnúmer 2104002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 267. fundur - 9. apríl. Nefndin tók afstöðu til nokkurra þátta varðandi ábendingar Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Fundargerð lögð fram til kynningar, bæjarstjórn fjallar sérstaklega um málið undir lið 12. á dagskrá fundarins.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021.

Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætti á fundinn og fór yfir starfið í menningarhúsinu á árinu 2020. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu kærlega fyrir yfirferðina en starfið í Tjarnarborg einkenndist af sóttvarnartakmörkunum og því færri viðburðir í húsinu en venjan er. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Vegna sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru vegna heimsfaraldurs er Barnamenningarhátíð í Fjallabyggð frestað til hausts 2021. Barnamenningarhátíð er haldin í samstarfi við skólana og háð þátttöku listamanna í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.3 2104004 17. júní 2021
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Markaðs- og menningarnefnd vekur athygli á að samkomulag um 17. júní hátíðarhöld sem gert var við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði og undirritað var 15.2.2018 er útrunnið en heimild er til framlengingar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 74. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.4 2104003 Trilludagar 2021
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Markaðs- og menningarnefnd telur ekki raunhæft að halda Trilludaga í júlí 2021 með því sniði sem þeir hafa verið haldnir áður. Nefndin leggur því til að Trilludögum 2021 verði aflýst í ár þar sem mikil óvissa er um gildandi sóttvarnarreglur. Mikið er um sameiginlega snertifleti og mannþröng í bátum og á hátíðarsvæðinu. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

    Jón Valgeir Baldursson H-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með það í huga að bæjarráð skoði hvort mögulegt sé að halda hátíðina til dæmis síðar í sumar.

    Samþykkt samhljóma með 7 atkvæðum.

11.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2101016Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dagsett 12.04.2021, varðandi styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, einnig eru lagðir fram tölvupóstar forstöðumanna sem bárust eftir framlagningu minnisblaðsins. Í framlögðum gögnum kemur fram að allar stofnanir vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi eins og samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 15. janúar sl.

Grunnskóli Fjallabyggðar óskar eftir að vinnufyrirkomulag starfsmanna grunnskólans verði tekið upp aftur í ágúst og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. ágúst.

Bæjarstjórn samþykkir óbreytt fyrirkomulag vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki í öllum stofnunum sveitarfélagsins ásamt og að vinnufyrirkomulag starfsmanna grunnskólans gildi til 1. ágúst í samræmi við ósk Grunnskóla Fjallabyggðar þar um.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 eftir yfirferð skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum þann 9. apríl sl.. Lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.

Til máls tók Tómas Atli Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að skipulagslýsingin verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð - 2021

Málsnúmer 2104021Vakta málsnúmer

Fram eru lögð drög að endurskoðuðum siðareglum kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð, framlögð drög að siðareglum eru afurð vinnu kjörinna fulltrúa á undanförnum vikum.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar þær því til staðfestingar.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að fela stjórnsýslu Fjallabyggðar að kynna samþykktar siðareglur fyrir fulltrúum í nefndum og ráðum ásamt því að birta siðareglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.