Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

264. fundur 03. febrúar 2021 kl. 16:30 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Drög vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjallabyggðar voru kynnt íbúum og aðliggjandi sveitarfélögum með rafrænum hætti og með útgáfu kynningarbæklings sem var dreift á öll heimili í sveitarfélaginu ásamt því að vera birt á heimasíðu Fjallabyggðar. Óskað var eftir ábendingum eða athugasemdum á tímabilinu 21. október til 20. nóvember 2020. Teknar voru saman ábendingar sem bárust og fjallað um á fundinum.
Nefndin samþykkir ábendingar nr. 1 og 4 sem lagðar eru til í minnisblaði skipulagsráðgjafa og leggur til að leið E verði valin við ábendingu 2. Varðandi ábendingu 3 leggur nefndin til að göngustígur fyrir enda Ólafsfjarðarvatns að sunnanverðu verði færður til móts við Kálfsá.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.

2.Breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmda við Skarðsveg

Málsnúmer 2101059Vakta málsnúmer

Vegna umsóknar Vegagerðarinnar þann 11. september 2020 um breytingar á framkvæmdum við Skarðsveg, þarf að gera breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal og gera þar ráð fyrir námu til að vinna efni sem notað verður í fyllingu fyrir veg og bílastæði. Einnig verður gerð breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem verður auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Lagður fram breytingaruppdráttur sem unninn var á tæknideild, dags.20.01.2021.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 1806074Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breyttum lóðarmörkum við Hornbrekku 19 í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir tillögu að breyttum lóðamörkum fyrir Hornbrekku 19 en áréttar að Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) er með gönguskíðabraut sem liggur inni á lóðinni samkvæmt deiliskipulagi. Nefndin leggur til að í lóðarleigusamningi verði sett kvöð á um fullt og ótakmarkað aðgengi SÓ að skíðagöngubrautinni.

4.Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Á 681.fundi bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar varðandi mögulegar staðsetningar á hleðslustöðvum og áætluðum kostnaði við uppsetningu. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.

5.Lóð skilað inn - Pálsbergsgata 1a

Málsnúmer 1710085Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Þorgeirssyni dags. 17.janúar 2021 þar sem hann skilar inn lóð sem hann hafði fengið úthlutað við Pálsbergsgötu 1a, Ólafsfirði. Einnig lögð fram drög að samkomulagi um skil á lóð.
Nefndin samþykkir skil á lóðinni að Pálsbergsgötu 1a.

6.Umsókn um lóð-Skógarstígur 12

Málsnúmer 2101019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 6. janúar 2021 þar sem Edda Hafsteinsdóttir sækir um frístundalóðina Skógarstíg 12, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um lóð að Bakkabyggð 2

Málsnúmer 2101025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 8. janúar 2021 þar sem Ester Harpa Vignisdóttir og Björn Sigurðsson sækja um lóðina Bakkabyggð 2, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2101095Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 27. janúar 2021, um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Háveg 28. Einnig lögð fram drög að breyttum lóðarmörkum.
Erindi samþykkt.

9.Ósk um leyfi til að fjarlægja rústir skíðaskálans í Skarðsdal

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Valtýs Sigurðssonar f.h. Leyningsáss ses., dagsett 29. janúar 2021 þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að fjarlægja rústir skíðaskálans í Skarðsdal sem varð fyrir snjóflóði þann 20. janúar sl.
Erindi samþykkt.

10.Erindi vegna umferðaröryggis við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegs

Málsnúmer 2101063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur dagsett 25. janúar 2021 þar sem lýst er yfir áhyggjum af umferðaröryggi við syðri gatnamót Hlíðarvegar og Hólavegar. Þar er blint horn, vegurinn upp á Hólaveg er þröngur og engin gangstétt er fyrir gangandi vegfarendur.
Nefndin felur tæknideild að vinna að bættu umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.

11.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102007Vakta málsnúmer

Tekin umræða um hraðaminnkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar við Hvanneyrarbraut á Siglufirði og Ólafsveg í Ólafsfirði.
Nefndin felur tæknideild að útfæra og framkvæma hraðatakmarkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar.

12.Beitarhólf á Siglufirði

Málsnúmer 2101070Vakta málsnúmer

Umræða tekin í nefndinni um beitarhólf á Siglufirði.

13.Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 - í Samráðsgátt.

Málsnúmer 2101040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Hægt er að senda inn athugasemdir við drögin í Samráðsgátt til 23. febrúar nk. undir samradsgatt.island.is.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.