Bæjarráð Fjallabyggðar

380. fundur 17. febrúar 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Snjóflóðavarnir Siglufirði - Uppsetning stoðvirkja í Hafnarfjalli

Málsnúmer 1502052Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráð kom Sigurður Hlöðvesson, verkefnastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og kynnti stöðu verkefnisins.

2.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið.

3.Aðalfundur Samorku 2015

Málsnúmer 1502074Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja verður haldinn 20. febrúar 2015 í Reykjavík.

Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson, verði fulltrúi Fjallabyggðar.

4.Framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Siglunesi

Málsnúmer 1301032Vakta málsnúmer

112. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.

5.Lóðir undir eldsneytisafgreiðslu, Vesturtangi 18 og 20

Málsnúmer 1403067Vakta málsnúmer

Kynntir möguleikar á lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar á Ólafsfirði og Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd á eftir að fjalla um málið og síðan kemur það fyrir bæjarráð.

6.Neysluvatn Skálarhlíð

Málsnúmer 1502046Vakta málsnúmer

Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, dagsettu 10. febrúar 2015 þarf að fara í endurnýjun á neysluvatnslögnum í átta leiguíbúðum í Skálarhlíð Siglufirði. Áætlaður kostnaður er 3.000.000.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 1.370.000. Fresta þarf áætluðum verkefnum að upphæð 1.000.000 og færa fjármagn á milli viðhaldsliða að upphæð 630.000.

Ennfremur er samþykkt að vísa ákvörðun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

7.Endurnýjun einingaverðs vegna malbikunar 2015

Málsnúmer 1502077Vakta málsnúmer

Malbikun K-M ehf hefur lýst sig reiðubúið til að vinna malbiksvinnu 2015, fyrir bæjarfélagið, á sömu einingarverðum samkv. tilboði síðasta árs.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um malbikun við Malbikun K-M ehf. um eitt ár og leggur áherslu á að yfirlagnir og viðgerðir verði unnar fyrri hluta sumars.

8.Framkvæmdaáætlun fráveitu 2015-2018

Málsnúmer 1502030Vakta málsnúmer

Lagt fram kostnaðarmat frá VSÓ ráðgjöf dagsett 9. febrúar 2015 er varðar hönnun á endurnýjun hluta Lækjargötu á Siglufirði, Álalækjaræsi og vegna yfirfalls frá Tjarnarborgartjörn í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra tæknideildar að fá tilboð frá VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna þessara tveggja áfanga og leggja fyrir bæjarráð.

9.Tímavinna fyrir Fjallabyggð - Vélar og tæki

Málsnúmer 1502078Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera verðkönnun í einingaverð fyrir vélar og tæki í ýmis viðvik fyrir bæjarfélagið, annað en snjómokstur.

10.Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð

Málsnúmer 1501052Vakta málsnúmer

Bæjarráð mælist til þess við atvinnumálanefnd að ákvörðun um fyrirtækjaþing verði tekin þegar nefndin hefur lokið við heimsóknir sínar til fyrirtækja í Fjallabyggð.

11.Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 1502060Vakta málsnúmer

Lagðir fram undirskriftarlistar frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.

Bæjarráð samþykkir að boða deildarstjóra fjölskyldudeildar og íþrótta- og tómstundafulltrúa á næsta fund bæjarráðs.

12.Hreinlætisvörur fyrir stofnanir bæjarfélagsins

Málsnúmer 1502068Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu innkaup á hreinlætis- og ræstivörum fyrir stofnanir bæjarfélagsins.

Innkaup á hreinlætis- og ræstivörum og klór nam rúmum 3 millj. á árinu 2014, aðallega í íþróttamiðstöðvum og skólum.

Bæjarráð leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana leiti hagstæðustu verða hverju sinni.

13.Samfélagsþjónusta

Málsnúmer 1409032Vakta málsnúmer

Á 355. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar frá 16. september 2014 var lagt fram bréf frá Fangelsismálastofnun þar sem fram kom ósk um að Fjallabyggð verði einn þeirra aðila sem veitir samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

Slíkur samningur væri ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrirvaralaust.

Bæjarráð taldi rétt að kalla eftir áliti deildarstjóra og forstöðumanna hvort hægt sé að verða við fram kominni beiðni.

Niðurstaða kynnt.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við Fangelsismálastofnun.

14.Umsókn um rekstrarleyfi - heimagisting

Málsnúmer 1502065Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Norðurlandi eystra, dagsett 7. febrúar 2015, er leitað umsagnar vegna umsóknar Leós R. Ólasonar kt. 091155-2959, um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Suðurgötu 46, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

15.Trúnaðarlæknir bæjarfélagsins - verklagsreglur

Málsnúmer 1502051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir veikindi síðasta árs.
Langtímaveikindi námu þar um tveimur þriðju af skráðum veikindum.

Rætt var um verklag við aðkomu trúnaðarlæknis bæjarfélagsins að starfsmannaveikinum.

Bæjarráð hafði á 296. fundi sínum 21. maí 2013, samþykkt eftirfarandi tillögu er varðar hlutaveikindi til að skerpa á túlkun:

"Forstöðumenn og yfirmenn stofnana sveitarfélagsins skulu hafa samráð við skrifstofu- og fjármálastjóra (nú deildarstjóra stórnsýslu og fjármála) þegar til skoðunar er að veita starfsmönnum heimild til að vinna skert starf að læknisráði vegna veikinda eða slysa (hlutaveikindi)."

Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sem bæjarfélagið er aðili kemur fram í grein 12.1.1.
"Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem forstöðumanni/yfirmanni stofnunar þykir þörf á."

Bæjarráð samþykkir að starfsmaður leggi fram læknisvottorð frá trúnaðarlækni bæjarfélagsins þegar um veikindi eða óvinnufærni er að ræða í 4 vikur eða lengur.
Bæjarráð minnir á að samkvæmt ákvæðum kjarasamninga má forstöðumaður/yfirmaður stofnunar krefjast læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem er.

16.Hlutfall ríkis í fráveituframvkæmdum - vegur að skíðasvæði

Málsnúmer 1502020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fráveituframkvæmda og færslu á vegi að skíðasvæði í Skarðsdal.

17.Ársreikningur 2014

Málsnúmer 1502055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar verklýsing KPMG við endurskoðun ársreiknings bæjarfélagsins.

18.Innkaupareglur Fjallabyggðar - yfirferð og endurskoðun

Málsnúmer 1501103Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir helstu verksamninga sem eru í gildi hjá bæjarfélaginu.

19.Staðgreiðsluuppgjör 2014

Málsnúmer 1502071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar staðgreiðsluuppgjör 2014 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

20.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - desember 2014

Málsnúmer 1502049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að koma með umsögn.

21.Til umsagnar - Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks, 454.mál

Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

22.Til umsagnar - Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar, 416. mál

Málsnúmer 1502033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

23.Til umsagnar - Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Málsnúmer 1502048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

24.Til umsagnar - Frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455.mál

Málsnúmer 1502034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

25.Til umsagnar - Frumvarp til laga um stjórn vatnsmála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu,EES-reglur),511.mál

Málsnúmer 1502044Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að veita umsögn.
Fylgiskjöl:

26.Til umsagnar - Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum,427.mál

Málsnúmer 1502039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

27.Umræðu- og upplýsingafundur í málefnum fatlaðs fólks

Málsnúmer 1502056Vakta málsnúmer

Fundur verður haldinn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík 19. febrúar 2015 n.k.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúi bæjarfélagsins í stjórn Róta, Steinunn María Sveinsdóttir sæki fundinn.
Fylgiskjöl:

28.Umsókn um lóðir

Málsnúmer 1502072Vakta málsnúmer

Lögð fram lóðaumsókn frá Selvík ehf.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið.