Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

197. fundur 08. febrúar 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Leirutangi

Málsnúmer 1503007Vakta málsnúmer

Í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október -1.desember 2015 þar sem áfram er gert ráð fyrir athafnasvæði á lóð Bás ehf. við Egilstanga 1 í samræmi við gildandi lóðarleigusamning.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

Nefndin leggur til að auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallbyggðar 2008-2028 verði samþykkt af bæjarstjórn og afgreidd í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr.123/2010.

2.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október -1.desember 2015. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.
Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er lóð Bás ehf., Egilstangi 1, í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning.

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni:
Á athafnalóð við Egilstanga 1 er notkun byggingar ekki tilgreind, almenn bílastæði og jarðmön eru færð út fyrir lóðarmörk. Mótun víkur er lagfærð með aukinni fjarlægð frá lóð Egilstanga 5.
Annað í áður auglýstu deiliskipulagi verði óbreytt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1510108Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir að tæknifulltrúi kæmi með nýjar tillögur að staðsetningu grillsvæðis á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Lagðar fram þrjár nýjar tillögur.

Nefndin samþykkir framlagða tillögu númer 3.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Aðalgata 28 Siglufirði

Málsnúmer 1601109Vakta málsnúmer

Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt aðaluppdrætti fyrir hönd Aðalbakarans ehf. við Aðalgötu 28 Siglufirði. Óskað er eftir leyfi fyrir 70,46fm viðbyggingu norðan við húsið sem mun koma í stað tveggja gáma sem staðsettir eru þar í dag.

Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Lögð fram byggingarleyfisumsókn frá Rúnari Marteinssyni vegna Gránugötu 13b Siglufirði. Óskað er eftir leyfi fyrir 241 fm viðbyggingu suður af núverandi húsnæði.

Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna.

6.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir því að að tæknifulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Lögð fram til kynningar staða verkefnisins.

Fundi slitið.