Bæjarstjórn Fjallabyggðar

197. fundur 10. febrúar 2021 kl. 17:00 - 19:50 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19. janúar 2021

Málsnúmer 2101008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra ásamt fylgiskjölum, dags. 05.01.2021 þar sem lagt er til að innan stjórnsýslu Fjallabyggðar verði stofnuð starfs- og kjaranefnd og skuli hún skipuð bæjarstjóra, deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og launafulltrúa. Nefndin gegni m.a. því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu og fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum. Ekki er um að ræða fastanefnd í skilningi sveitarstjórnarlaga þar sem fulltrúar eru ekki skipaðir af bæjarstjórn. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi nefndarinnar þar sem hlutverk hennar er skilgreint nánar.

    Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfs- og kjaranefnd innan stjórnsýslu Fjallabyggðar og samþykkir framlögð drög að erindisbréfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 680. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19. janúar 2021 Lögð fram eftirfarandi bókun 972. fundar byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 07.01.2020 - framtíðarfyrirkomulag brunavarna - viðræður:
    „Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember sl. var samþykkt að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um mögulega sameiningu slökkviliðanna. Lögð var á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar innanhúss vegna viðræðna frá 4. - 6. janúar sl. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum og vinnu á milli funda byggðaráðs.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef að sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.“

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi starfsmannahalds Slökkviliðs Fjallabyggðar með það að leiðarljósi að efla brunavarnir og samræma og sameina starf slökkviliðsins í báðum byggðarkjörnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 680. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, ásamt fylgiskjali launafulltrúa, dags 17.01.2021 er varðar upplýsingar um launakostnað sveitarfélagsins vegna 2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna minnisblað um viðverustjórnun og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 680. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19. janúar 2021 Lagt fram erindi Elíasar Péturssonar fh. stafræns ráðs sveitarfélaga, dags. 29.12.2020 er varðar tillögur til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra um þátttökukostnað sveitarfélaga vegna miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sinna á innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagnvart öllum sveitarfélögum á landinu. Kostnaðarhluti Fjallabyggðar er kr. 468.354 á árinu 2021 verði af stofnun teymisins.

    Bæjarráð samþykkir greiðslu kr. 468.354 vegna miðlægs tækniteymis sambandsins, verði af stofnun þess. Kostnaði verður vísað til viðauka nr. 1/2021 við málaflokk 21730 og lykill 4390 við fjárhagsáætlun 2021 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 680. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 07.01.2021 er varðar endurnýjun á skráningu Siglufjarðarflugvallar sem lendingarstaðar í samræmi við umsókn dags. 20.07.2018. Tegund umferðar: NTL-VFR-NS-P-E. Viðmiðunarkóði flugbrautar: 1. Útgáfudagur leyfis er 07.01.2021 og gildir leyfið til 24.07.2024 nema það sé afturkallað eða fellt úr gildi af Mannvirkja- og leiðsögusviði Samgöngustofu. Bókun fundar Afgreiðsla 680. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021

Málsnúmer 2101009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Undanfarið hafa Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu. Vegna lokana nú sem og ítrekaðra lokana á síðasta vetri vill bæjarráð Fjallabyggðar leggja á það ríka áherslu að nú þegar verði brugðist við af hálfu ríkisvaldsins, þess aðila sem ber ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi samgangna. Það er með öllu óásættanlegt að fram undan séu, ef ekkert er að gert og áætlunum ekki breytt, áratugir án úrbóta í samgöngumálum sveitarfélagsins. Þar er vísað til fyrirliggjandi samgönguáætlunar og þess að ríkisvaldið hefur með áætluninni markað þá stefnu að einungis skuli unnið að einum jarðgöngum á hverjum tíma.

    Bæjarráð leggur á það ríka áherslu að nú þegar verði, með skýrum hætti, hafist handa við undirbúning framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að leysa af hólmi, annars vegar veginn um Ólafsfjarðarmúla og hins vegar veginn um Almenninga.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma bókun bæjarráðs á framfæri.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lagt fram erindi Magnúsar Þorgeirssonar, dags. 17.01.2021 þar sem tilkynnt er að hann segir sig frá verkinu Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn þar sem forsendur og tímasetning verksins eru breyttar.

    Bæjarráð samþykkir erindið og felur deildarstjóra að hefja undirbúning að nýrri verðkönnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar ásamt fylgigögnum, dags. 20.01.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun á holræsahreinsun í Fjallabyggð.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; Hreinsitækni ehf., og Verkval ehf.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun í holræsahreinsun í Fjallabyggð og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Helga Helgadóttir vék af fundi.

    Lögð fram niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsmanna ráðhússins á tillögu bæjarstjóra og vinnutímanefndar á vinnutímafyrirkomulagi vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

    Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag til þriggja mánaða líkt og hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins og verður reynslan að fyrirkomulaginu metin að þeim tíma liðnum.


    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.

    Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Tómas Atli Einarsson D-lista leggur fram bókun :

    Á fundi bæjarstjórnar þann 15.1.2021 var þetta sama mál í annarri útfærslu afgreitt með eftirfarandi bókun:
    “Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur stofnana/vinnustaða að fyrirkomulagi vinnutímaskipulags vegna styttingar vinnuvikunnar með einni undantekningu og er bæjarstjóra falið að útfæra vinnuskipulag í Ráðhúsi þannig að ekki komi til þjónustuskerðingar."
    Þessa afgreiðslu staðfestu sex bæjarfulltrúar. Með þjónustuskerðingu er átt við styttri opnunartíma á skrifstofu með tilheyrandi skerðingu á þjónustu við bæjarbúa.
    Nú er þetta mál lagt fyrir bæjarstjórn í annað sinn til samþykktar eða synjunar. Í ljósi ofangreindrar bókunar og þeirrar staðreyndar að þjónustuskerðing hefur aldrei verið samþykkt af kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn er mér nauðugur einn kostur að greiða atkvæði gegn afgreiðslu bæjarráðs.

    Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs felld á 197. fundi bæjarstjórnar með 4 atkvæðum, Tómasar Atla Einarssonar, S. Guðrúnar Hauksdóttur, Ingibjargar G. Jónsdóttur og Særúnar Hlín Laufeyjardóttur gegn 2 atkvæðum Nönnu Árnadóttur og Jóns Valgeirs Baldurssonar.




  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Í framhaldi af bókun 679. fundar bæjarráðs. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar varðandi mögulegar staðsetningar á hleðslustöðvum og áætluðum kostnaði við uppsetningu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lagt fram erindi Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur fh. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins á Íslandi, dags. 18.01.2121 þar sem óskað er eftir styrk sem nemur kostnaði við stöðuleyfi 20 feta gáms, kr. 27.800, sem stendur á lóð SR- Vélaverkstæðis. Gámurinn er notaður til að hýsa fatnað sem safnast í fatagám Rauða krossins á Siglufirði.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi félags- og barnamálaráðherra og forstjóra Húsnæðis-og mannvirkjastofnun (HMS)er varðar Húsnæðisþing 2021 - Húsnæði undirstaða velsældar sem haldið verður í streymi 27. janúar nk. frá kl. 13 - 15.

    Bæjarráð vísar erindinu til félagsmáladeildar og tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Eyþórs Björnssonar framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 15.01.2021 er varðar skipan stjórnar SSNE í undirnefnd umhverfismála SSNE í samræmi við samþykkt aukaþings SSNE 11.12.2020 auk tillögu að hlutverki nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lagt fram til kynningar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 21.01.2021 frumvarp til umsagnar til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar Norðurlandi eystra (SSNE) frá 13. janúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð 128. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 15. janúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021.

Málsnúmer 2101012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Í framhaldi af bókun 680. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar var falið að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi starfsmannahalds Slökkviliðs Fjallabyggðar.

    Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 29.01.2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að auglýsa starf Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar laust til umsóknar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lögð fram vinnuskjöl deildarstjóra tæknideildar dags. 03.11.2020 og 27.01.2021 auk samantektar Raftákns ehf. á útfærslu og kostnaði vegna varaaflsstöðvar í Hornbrekku.

    Bæjarráð samþykkir að valin verði leið B og að kostnaði kr. 2.550.000 verði vísað í viðauka nr. 2/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókast á málaflokk 75210, lykill 4960 og verður mætt með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.01.2021 þar sem fram kemur að tvö tilboð bárust í endurbætur á vigtarhúsi á hafnarvog á Siglufirði, frá :

    Berg ehf. kr. 4.998.855.-
    L7 ehf. kr. 3.249.960.-

    Við yfirferð tilboða kom í ljós villa í samlagningu hjá Berg ehf. og lækkaði tilboð þeirra í 4.973.855.-

    Kostnaðaráætlun er kr. 3.198.000.-

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram vinnuskjal skipulags- og tæknifulltrúa, dags. 29.01.2021 þar sem fram kemur að þrjú tilboð bárust í verkefnið „Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar“ frá Eflu hf., Mannviti hf. og Verkís hf..

    Að höfðu samráði við tengilið verkefnisins hjá Vegagerðinni er lagt til að gengið verði til samninga við Mannvit hf.. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 6.000.000 án vsk. sem skiptist jafnt á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við Mannvit hf.. Áætluðum kostnaði sveitarfélagsins 3 mkr. er vísað til viðauka nr.3/2021 á málaflokk 09230, lykill 4321 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lögð fram drög að samkomulagi milli Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýlum Fjallabyggðar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir þjóðvegi í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð með það að markmiði að móta heildstæða ásýnd og auka umferðaröryggi. Stefnt er að því að afgreiðslu skipulags verði lokið haustið 2021.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lögð fram drög að rekstrarsamningi milli Fjallabyggðar og Félags um Ljóðasetur Íslands vegna reksturs Ljóðaseturs Íslands fyrir rekstrarárin 2021-2022.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Í framhaldi af bókun 196. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna erindis Leyningsáss ses., dags. 12.01.2021.

    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 27.01.2021 þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindi Leyningsáss ses.

    Bæjarráð samþykkir erindi Leyningsáss ses. og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram svar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), dags. 29.01.2021 við erindi Fjallabyggðar, dags. 31.08.2020 varðandi brunavarnir í jarðgöngum og álitamál varðandi lagalega ábyrgð sveitarfélaga annars vegar og eiganda samgöngumannvirkja hins vegar.

    HMS leggur til að stofnaður verði samráðsvettvangur Fjallabyggðar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem ætlað er að stuðla að samtali og samvinnu þeirra sem starfa við brunavarnir, eiga mannvirkin og fara með eftirlit með samgöngumannvirkjum.

    Bæjarráð tekur jákvætt í að stofnaður verði samráðsvettvangur þessara aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26.01.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.01.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.01.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28.01.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28.01.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu, dags 26.01.2021 þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn: Tryggjum lýðræðislega þátttöku - Gátlisti við skipulagningu viðburða. Um er að ræða handhægan rafrænan bækling þar sem farið er yfir atriði sem hafa ber í huga þegar skipuleggja á viðburð sem hefur lýðræði og fjölbreytileika að leiðarljósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.01.2021 þar sem fram kemur að XXXVI landsþing sambandsins verður haldið þann 26. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík ef aðstæður leyfa, annars verður þingið rafrænt þann sama dag. Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fh. Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, dags, 28.01.2021 þar sem tilkynnt er að verkefni Fjallabyggðar hlutu ekki styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 2. febrúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags frá 28. janúar sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 682. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021

Málsnúmer 2102003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 02.02.2021 þar sem lagt er til að þjónustusamningar við Kaffi Klöru ehf. um tjaldsvæði í Fjallabyggð, á Siglufirði og Ólafsfirði, verði framlengdir skv. 10. gr. samninga.

    Einnig lögð fram drög að framlengdum samningum.

    Bæjarráð samþykkir að framlengja þjónustusamninga, um tjaldsvæði Fjallabyggðar, fyrir árið 2021 skv. 10. gr. samnings frá 2019 og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 120.284.819. eða 99,99% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands og Hagstofu Íslands, dags. 27.01.2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum um athugun á búsetu í Fjallabyggð ef heimilisfang er ótilgreint.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga; til sveitarfélaga, landshlutasamtaka og framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, dags. 03.02.2021 er varðar uppfærð drög sambandsins að umsögn um frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lögð fram til kynningar 10. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 28.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 11. tbl. janúar 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 893. og 894 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.2020 og 29.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 27.01.2021 Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leyningsáss ses. frá 30.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 683. fundur - 9. febrúar 2021 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    118. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 02.02.2021
    264. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 03.02.2021
    Bókun fundar Afgreiðsla 683. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021

Málsnúmer 2101007FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir sem tók gildi 13. janúar sl. er unnt að taka upp þráðinn með dagskrá félagsstarfs aldraðra og starfsemi dagdvalar eldri borgara. Starfsemin verður að sjálfsögðu innan þeirra takmarkana sem reglugerðin segir til um.
    Þeir sem hyggjast taka þátt í vatnsleikfiminni eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í síma 464-9250 (Ólafsfjörður) eða 464-9170 (Siglufjörður).
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. janúar sl.. Hjá vaktavinnufólki tekur styttingin gildi 1. maí næstkomandi. Innleiðingarferlið hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar hefur gengið að óskum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Hafin er vinna við uppfærslu húnsæðisáætlunar Fjallabyggðar 2020-2027, sem samþykkt var af bæjarstjórn þann 12. mars 2020. Húsnæðisáætlunin er endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem verði á forsendum á milli ára. Leitað hefur verið til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um uppfærslu á viðeigandi stuðningsgöngum. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Lögð fram til kynningar lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning, dags. í nóvember 2020. Í skýrslunni leggur HMS til að almennar húsnæðisbætur ríkisins og sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga verði sameinaðar í eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er ætlað að stuðla að samvinnu aðila. Þar er fjallað um samþættingu þjónustu margra þjónustukerfa sem starfa með stoð í lögum og veita þjónustu sem skiptir máli fyrir farsæld barns, þ.m.t. menntun, heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta og löggæsla. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 16. fundur - 28. janúar 2021.

Málsnúmer 2101011FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 16. fundur - 28. janúar 2021 Ármann Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar kynnti framkvæmdaáætlun Fjallabyggðar 2021, einkum þær framkvæmdir sem tengjast heilsueflandi samfélagi beint og óbeint. Stýrihópurinn þakkar deildarstjóra fyrir góða og upplýsandi kynningu. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 16. fundur - 28. janúar 2021 Haldið áfram með vinnu við mat á gátlistum v. heilsueflandi samfélags inn á þar til gerðu vinnusvæði sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021.

Málsnúmer 2101010FVakta málsnúmer

  • 7.1 2004048 Aflatölur 2020
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur fyrir árið 2020 með samanburði við árið 2019. Á Siglufirði hefur verið landað 23.603 tonnum í 1.951 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 28.830 tonnum í 1.873 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 517 tonnum í 300 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 389 tonnum í 363 löndunum. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 7.2 2101067 Aflatölur 2021
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 31. janúar með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 658 tonnum í 29 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 480 tonnum í 15 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir málið, endurnýja þarf hluta búnaðar og er áætlaður kostnaður við uppsetningu búnaðar og yfirferð eldri búnaðar kr. 1.000.000,-

    Hafnarstjórn samþykkir að fara í verkefnið og að myndir úr vefmyndavélum verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir málið, leitað hefur verið til siglingasviðs Vegagerðarinnar um ráðgjöf ásamt að rætt hefur verið við þá sem seldu sveitarfélaginu núverandi bryggju.
    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að vinna málið áfram í samráði við tæknideild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 7.5 2009064 Gjaldskrár 2021
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn tillögu að breyttri gjaldskrá. Um er að ræða breytingu á 20. grein gjaldskrár. Lagt er til að í stað 1,25 evru farþegagjalds verði gjaldið 175 kr. fyrir árið 2021.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um breytingu á gjaldskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Farið yfir framkvæmdir og viðhald í Fjallabyggðarhöfnum. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 7.7 2011044 Fundadagatöl 2021
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Fram er lagt til kynningar fundadagatal ráða, stjórna og nefnda vegna yfirstandandi árs. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri og deildarstjóri tæknideildar fóru yfir og kynntu niðurstöðu verðkönnunar, tvö tilboð bárust í endurbætur á vigtarhúsi á hafnarvog á Siglufirði, annars vegar frá Berg ehf. að fjárhæð kr. 4.998.855 og hins vegar frá L7 ehf. að fjárhæð kr. 3.249.960. Við yfirferð tilboða kom í ljós villa í samlagningu hjá Berg ehf. og lækkaði tilboð þeirra í 4.973.855. Kostnaðaráætlun tæknideildar er kr. 3.198.000.
    Bæjarráð lagði til á fundi sínum fyrr í dag að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt er fyrir fundinn erindi Brynju Hafsteinsdóttur dags 19. janúar sl.. Í erindinu er óskað upplýsinga um ástæður og forsögu þess að prammi hefur um langa hríð verið til viðgerða á Óskarsbryggju, enn fremur er óskað upplýsinga um hvort eigandi prammans hafi greitt fyrir þá aðstöðu sem hann nýtir, þ.e. hvort greitt hafi verið fyrir stöðuleyfi.

    Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar, í samvinnu við hafnarstjóra, að svara erindinu. Einnig felur hafnarstjórn yfirhafnarverði að skoða fyrirkomulag geymslu lausamuna á hafnarsvæðinu og koma með tillögu að úrbótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að fara yfir og uppfæra viðbragðsáætlanir Fjallabyggðarhafna og skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við innsent erindi Umhverfisstofnunar dags. 22.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021.

Málsnúmer 2102001FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Nefndin samþykkir ábendingar nr. 1 og 4 sem lagðar eru til í minnisblaði skipulagsráðgjafa og leggur til að leið E verði valin við ábendingu 2. Varðandi ábendingu 3 leggur nefndin til að göngustígur fyrir enda Ólafsfjarðarvatns að sunnanverðu verði færður til móts við Kálfsá.
    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Nefndin samþykkir tillögu að breyttum lóðamörkum fyrir Hornbrekku 19 en áréttar að Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) er með gönguskíðabraut sem liggur inni á lóðinni samkvæmt deiliskipulagi. Nefndin leggur til að í lóðarleigusamningi verði sett kvöð á um fullt og ótakmarkað aðgengi SÓ að skíðagöngubrautinni. Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Nefndin samþykkir skil á lóðinni að Pálsbergsgötu 1a. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Nefndin felur tæknideild að vinna að bættu umferðaröryggi á umræddum gatnamótum. Bókun fundar Ingibjörg G. Jónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Nefndin felur tæknideild að útfæra og framkvæma hraðatakmarkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir að fela tæknideild að útfæra og kostnaðarmeta tillöguna og leggja fyrir skipulags- og umhverfisnefnd, samþykkt um 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 3. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 5. febrúar 2021.

Málsnúmer 2102002FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 5. febrúar 2021. Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum Hornbrekku frá síðasta fundi stjórnar. Vinna við Norðurstofu er langt komin. Byrjað er á endurbótum á herbergjum á íbúðargangi.

    Rýmingaráætlun Hornbrekku hefur verið uppfærð.

    Verkfallslisti Hornbrekku hefur verið uppfærður og beðið eftir athugasemdum stéttarfélaga.

    Ekki er enn komin niðurstaða í einingarverð fyrir samninga við hjúkrunarheimilin og daggjald fyrir dagdvöl árið 2021. Heilbrigðisráðuneytið sendi tilkynningu um breytingu á reglugerð um færni og heilsumat til hjúkrunarheimila þann 18. janúar sl., án nokkurs fyrirvara eða samráðs við hjúkrunarheimili landsins eða Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Mikil óánægja er með þessa breytingu og var henni frestað ótímabundið og SFV boðið á fund með starfsfólki heilbrigðisráðuneytisins, þar sem rætt var um nýju reglugerðina og vonast SFV til þess að viðunandi samstaða náist.

    Tilslakanir hafa verð gerðar á heimsóknartímum í Hornbrekku, sem tóku gildi 1. febrúar, tveir heimsóknargestir á dag, íbúar mega fara í heimsókn til þeirra sem þá heimsækja og í bíltúr.

    Þorrablót Hornbrekku var haldið föstudaginn 29. janúar, það gekk vel, starfsfólk duglegt að mæta.

    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 5. febrúar 2021. Hjúkrunarforstjóri fór yfir framvindu við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Vikulegir fundir eru með verkefnastjórn á miðvikudögum, einnig eru fundir með forstöðumönnum hjúkrunarheimila og fundir með smærri hjúkrunarheimilum. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 9. febrúar 2021

Málsnúmer 2102004FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 9. febrúar 2021 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
    Skólastjóri fór yfir minnisblað sitt um skipulag starfsstöðva Grunnskóla Fjallabyggðar sem nefndin hafði óskað eftir á síðasta fundi hennar.
    Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Jón Valgeir Baldursson, Tómas Atli Einarsson, Helga Helgadóttir, Særún Hlín Laufeyjardóttir og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 96. fundar fræðslu-, og frístundanefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 9. febrúar 2021 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
    Vinna grunnskólans, sem stendur yfir um innra mat skólans, var lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tóku Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 96. fundar fræðslu-, og frístundanefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 9. febrúar 2021 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
    Skólastjóri óskar eftir leyfi til að gera breytingu á gildandi skóladagatali leikskólans. Breytingar felast í því að færa skipulagsdaginn sem vera átti 12. maí nk. til 3. júní.
    Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að Leikskóli Fjallabyggðar verði lokaður í 4 vikur og leggur skólastjóri til að sumarlokun 2021 verði frá hádegi föstudagsins 9. júlí til hádegis mánudagsins 9. ágúst, eða 20 virka daga.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir framlagðar tillögur skólastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar fræðslu-, og frístundanefndar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

11.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2009064Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2021 með 7 atkvæðum.

12.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2101016Vakta málsnúmer

Til máls tók Elías Pétursson.

Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn vísar til bókunar í fundargerð þessari, dagskrárliðar 2. liðar númer 4.

13.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Á fundi 264. skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að tillaga aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

14.Breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmda við Skarðsveg

Málsnúmer 2101059Vakta málsnúmer

Á fundi 264. skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

15.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Til máls tóku Ingibjörg G. Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson, Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson og Særún Hlín Laufeyjardóttir.

Særún Hlín Laufeyjardóttir H-lista hefur óskað eftir lausn frá setu í bæjarstjórn. Í hennar stað verður Helgi Jóhannsson H-lista aðalmaður í bæjarstjórn.
Rósa Jónsdóttir H-lista verður varabæjarfulltrúi í stað Helga Jóhannssonar.

Bæjarstjórn þakkar Særúnu Hlín fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 19:50.