Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

183. fundur 06. maí 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi

1.Umsókn um lóð, Lækjargata 6c

Málsnúmer 1404066Vakta málsnúmer

Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir komu til fundar við nefndina til að ræða málefni lóðarinnar við Lækargötu 6c Siglufirði.

2.Umsókn um leyfi til efnistöku

Málsnúmer 1505006Vakta málsnúmer

Bás ehf. sækir um leyfi til efnistöku í Skútudal og Hvanneyrarkrók, Siglufirði.

Nefndin samþykkir efnistöku í Skútudal og Hvanneyrarkrók gegn sama gjaldi og greitt er fyrir efnistöku í grjótnámum Fjallabyggðar.

3.Fólksflutningar á fjöll

Málsnúmer 1402051Vakta málsnúmer

Þórður B. Guðmundsson og Elís Hólm Þórðarson fyrir hönd Artic Freeride ehf, óska eftir leyfi til að lagfæra vegslóða sem liggur frá gamla Múlavegi og upp á Brimnesdal, einnig að fá að setja snjósöfnunargirðingar meðfram hluta slóðans.

Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að sjá um eftirlit með framkvæmdinni.

4.Umsókn um leyfi fyrir svölum við Suðurgötu 47b Siglufirði

Málsnúmer 1504072Vakta málsnúmer

Hörður Rögnvaldsson sækir um leyfi til að reisa svalir við Suðurgötu 47b samkvæmt framlagðri teikningu.

Nefndin samþykkir að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt húseiganda að Suðurgötu 47a.
Vísað til staðfestingar í bæjarráði.

5.Bílskúr við Lindargötu 9 Siglufirði

Málsnúmer 1505007Vakta málsnúmer

Húseigandi við Lindargötu 9 óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugaðri stækkun og endurbyggingu bílskúrs á lóðinni.

Nefndin tekur vel í erindið og bendir á að grenndarkynning þurfi að fara fram Þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir.

6.Varðandi Lindargötu 7c

Málsnúmer 1505002Vakta málsnúmer

Guðrún Inga Bjarnadóttir óskar eftir að fá umráð yfir lóðinni Lindargötu 7c eða að hún sameinist lóð hennar að Lindargötu 9. Markmiðið er að grisja og fegra lóðina.

Nefndin samþykkir að veita Guðrúnu Ingu Bjarnadóttur leyfi til að sjá um umhirðu lóðarinnar Lindargötu 7c.

7.Skábrautir við Lækjargötu 2 Siglufirði

Málsnúmer 1505016Vakta málsnúmer

Hafdís E. Gísladóttir fyrir hönd Sjálfsbjargar Siglufirði, óskar eftir því að lagðar verði tvær skábrautir fyrir aðgengi hjólastóla að Lækjargötu 2 á sama tíma og Lækjargatan verður lagfærð.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að útfæra ósk Sjálfsbjargar um betra aðgengi að Lækjargötu 2 samhliða endurnýjun Lækjargötu.

8.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og óskar eftir að gjöld miðist við byggingarvísitölu (grunnur 2010) í samræmi við gjaldskrá vatnsveitu, í stað vísitölu neysluverðs.

Erindi samþykkt.

9.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Verkáætlun fyrir lýsingu og helstu forsendur endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.