Lausar lóðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2105080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lögð fram svohljóðandi tillaga Helga Jóhannssonar:

1. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að einbýlishúsalóðir við Bakkabyggð í Ólafsfirði, austan við nr. 5 og 8 verði að nýju lausar til úthlutunar.

2. Komið verði upp betra korti á vef Fjallabyggðar yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu þannig að með auðveldum hætti sé hægt að sjá hvar lausar lóðir eru staðsettar.

3. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 verði gert ráð fyrir að klára Bakkabyggð austur að Mararbyggð með malbikun, í stað þess að skilja helming eftir eins og nú er lagt upp með.

Það er alls ekki boðlegt að bjóða íbúum í nágrenni við Bakkabyggð upp á ókláraða götu með tilheyrandi foki á jarðvegi yfir nágrennið. Svo eigum við að sína metnað í að svæðið líti vel út svo þeir sem eru að spá í lausar lóðir fái betri mynd af því þegar götur og gangstéttar eru fullbúnar.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að einbýlishúsalóðir austan við Bakkabyggð nr. 5 og 8 verði auglýstar til úthlutunar. Hvað varðar annan lið tillögunnar þá er það mál í vinnslu hjá tæknideild. Að síðustu leggur nefndin til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 verði gert ráð fyrir að malbika Bakkabyggð.