Bonn-áskorun um útbreiðslu skóga.

Málsnúmer 2105031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 696. fundur - 18.05.2021

Lagt fram erindi Skógræktarinnar, dags. 10.05.2021 þar sem fram kemur að Skógræktin og Landgræðslan leita til sveitarfélaga til að taka þátt í Bonn- ákorun um útbreiðslu skóga sem er alþjóðlegt átaki um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka þessari áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Landgræðslan og Skógræktin óska nú eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lagt fram erindi Skógræktarinnar, dags. 10.05.2021 þar sem fram kemur að Skógræktin og Landgræðslan leita til sveitarfélaga til að taka þátt í Bonn - áskorun um útbreiðslu skóga sem er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka þessari áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Landgræðslan og Skógræktin óska nú eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið.
Nefndin hvetur skógræktarfélög í Fjallabyggð að kynna sér málið.