Umsókn um hliðrun byggingarreits-Skógarstíg 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21.05.2019

Lagt fram erindi Atla Jónssonar dagsett 15. maí 2019. Óskað er eftir leyfi til að hliðra byggingarreit á Skógarstíg 2 um 10 metra til austurs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Einnig óskað eftir heimild til að hefja gröft á lóðinni.
Samþykkt
Með vísun í 5.8.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er erindið samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15.07.2020

Lagt fram að nýju erindi Atla Jónssonar dagsett 15. maí 2019. Óskað er eftir leyfi til að hliðra byggingarreit á Skógarstíg 2 um 10 metra til austurs skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Nefndin felur tæknideild að breyta deiliskipulagi Saurbæjaráss og auglýsa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás þar sem byggingarreit fyrir Skógarstíg 2 er hliðrað til um 10 metra til suð-austurs.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir deiliskipulagsbreytinguna.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir að vísa breytingartillögunni í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að breytingartillagan verði kynnt fyrir öðrum eigendum frístundahúsa á Saurbæjarási.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14.10.2020

Á 257. fundi nefndarinnar þann 26. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás þar sem byggingarreit fyrir Skógarstíg 2 er hliðrað til um 10 metra. Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingunni hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við breytinguna var til 5. október sl. Tvær athugasemdir bárust.
Nefndin fór yfir framkomnar athugasemdir og felur tæknideild að vinna drög að svörum við þeim og leggi fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 06.01.2021

Á 257. fundi nefndarinnar þann 26. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás.
Á 259. fundi þann 14. október sl. fór nefndin yfir þær tvær athugasemdir sem bárust og fól tæknideild að vinna drög að svörum við þeim.
Lögð fram svör byggingarfulltrúa við þeim athugasemdum sem bárust. Skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir framlögð svör og leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags frístundabyggðarinnar að Saurbæjarási verð samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru ákvörðunar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. janúar 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi við Skógarstíg 2 á Saurbæjarási.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lögð fram til kynningar krafa um endurupptöku máls til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, vegna hliðrunar á byggingarreit við Skógarstíg 2. Einnig lagt fram svar Fjallabyggðar vegna kröfunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21.07.2021

Lögð fram til kynningar afgreiðsla Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna beiðni um endurupptöku kærumáls nr. 12/2021.