Umhverfisverkefni 2021

Málsnúmer 2102016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 03.03.2021

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir 10 milljónum til sérstakra umhverfisverkefna. Nefndarmenn fóru yfir tillögur að verkefnum sem hægt væri að vinna sumarið 2021.
Tæknideild er falið að kostnaðarmeta verkefnin og gera drög að hönnun á völdum verkefnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna umhverfisverkefna sem nefndarmenn lögðu til á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar og rætt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lagðar fram tillögur skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisverkefnum og kostnaðaráætlun verkefna.
Nefndin samþykkir að farið verði í eftirtalin verkefni sumarið 2021:

Stigi settur upp á grjótgarð við Hvanneyrarkrók á Siglufirði. Endurnýja gönguleið og dvalarstað meðfram tjörninni í Ólafsfirði. Setja niður tvö útiæfingatæki, eitt í hvort þéttbýli.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Nefndin fór yfir stöðu umhverfisverkefna sem samþykkt voru á síðasta fundi þann 2. júní sl.