Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

97. fundur 08. september 2010 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Beitarhóf

Málsnúmer 1008090Vakta málsnúmer

Helga Lúðvíksdóttir óskar eftir að fá að hafa beitarhólf sem Gunnar Guðmundsson var með.  Helga hefur fengið að hafa hrossin sín í beitarhólfunum síðastliðin 15 - 20 ár og keypti helming af öllu girðingarefni sem notað hefur verið í beitarhólfin. Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um breytt afnot af svæðinu.

2.Breytingar á Bátastöðinni, Gránugötu

Málsnúmer 1008127Vakta málsnúmer

Hörður Júlíusson fyrir hönd Rauðku óskar eftir leyfi til að lyfta húseign við Gránugötu 19, Bátastöðinni um 50 cm. Erindi samþykkt

3.Breytingar á Hafnargötu 20

Málsnúmer 1008102Vakta málsnúmer

Sigríður Halldórsdóttir fyrir hönd eigenda húseignar við Hafnargötu 20, Siglufirði óskar eftir leyfi til að gera útlitsbreytingar á húseigninni skv. meðfylgjandi teikningum dags. 05.09. 2010.  Erindi samþykkt með fyrirvara um að umboð berist frá eiganda.

4.Framkvæmdir í Héðinsfirði.

Málsnúmer 0910037Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun sendir inn niðurstöðu vegna vega að Héðinsfjarðarvatni, Fjallabyggð.  Ákvörðun um matsskyldu.

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að vegir frá þjóðvegi í Héðinsfirði að Héðinsfjarðarvatni skuli ekki háðir mati á umhverfisáhrifum.

Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. hefur Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Fjallabyggðar, Vegagerðarinnar og eigenda jarðanna Víkur, Vatnsenda og Grundarkots við tilkynningu, umsagnar og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra.  Á grundvelli þessara gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að það þjóni ekki tilgangi að meta umhverfisáhrif vega að Héðinsfjarðarvatni þar sem framkvæmdirnar eru komnar það langt að áhrif framkvæmdanna á umhverfið eru að mestu komin fram.

Skipulagsstofnun vekur athygli á að framkvæmdirnar eru háðar framkvæmdaleyfi Fjallabyggðar skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.   Þar sem framkvæmdirnar eru á verndarsvæði þarf að vinna deiliskipulag fyrir mannvirkin og skal það hafa hlotið samþykki áður en framkvæmdaleyfi er veitt.  Deiliskipulagið er háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra.  Kærufrestur er til 28. september 2010.

Nefndin leggur til að framkvæmdum verði frestað þar til deiliskipulag hefur verið unnið s.br. bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. ágúst 2010

Undir þessum lið vék Elín af fundi

5.Frístundabúskapur á Siglufirði

Málsnúmer 1008097Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar sendi inn erindi dags. 04.08. 2010 og 02.09.2010 þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að byggja fjárhús austan fjarðarins, á gamla flugvellinum.  Nefndin vísar til svars á 94. fundi 7. liðar og svars á 96. fundi 2. liðar þar sem nefndin samþykkir að setja svæði við hesthús á Siglufirði í deiliskipulag. Fullur vilji er hjá skipulags- og umhverfisnefnd að ljúka þessu máli sem fyrst, þess vegna var óskað eftir að deiliskipuleggja svæði fyrir frístundabúskap.

6.Háspennustrengslögn

Málsnúmer 1008089Vakta málsnúmer

Valgeir M. Valgeirsson fyrir hönd Rarik ohf. óskar eftir leyfi landeigenda (Fjallabyggðar) fyrir háspennustrengslögn frá spennistöð flugvelli að spennistöð dælustöð, þessi lögn er u.þ.b. 750 m. skv. meðfylgjandi loftmynd.   Þessi háspennustrengslögn bætir til muna rekstraröryggi á vatnsdælumannvirkjum í Skarðdal og á skíðasvæðum.

Erindi samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdin stangist ekki á við lax og silungsveiðilög óskað er eftir að RARIK fái umsögn Fiskistofu fyrir framkvæmdinni og leggi niðurstöðurnar fyrir tæknideild Fjallabyggðar.

7.Samráðsfundur sveitarfélaga og Skipulagsstofnun

Málsnúmer 1009015Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun stendur fyrir samráðsfundi sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar 16. og 17. september n.k. í Reykholti í Borgarbyggð.  Skipulagsstofnun telur mjög mikilvægt að formenn skipulags- og bygginganefnda, aðrir nefndarmenn og starfsmenn nefnda, mæti á fundinn til að hlusta á sjónarmið og skiptast á skoðunum. Nefndin vísar erindinu til bæjarstjóra og bæjarráðs til ákvarðanatöku.

8.Túngata 18, Siglufirði

Málsnúmer 1008128Vakta málsnúmer

Jóhanna Þorsteinsdóttir óskar eftir leyfi til að skipta um ytra byrði kjallara á Túngötu 18, Siglufirði.  Þar sem miklar múr og málningarskemmdir eru á kjallaranum fer Jóhanna fram á að mega klæða kjallarann með standandi viðarklæðningu á lektum og mála síðan hvíta.

Nefndin sér sér ekki fært að samþykkja erindið þar sem það breytir útliti hússins verulega, nefndin leggur til að fyrirhugaðar framkvæmdir taki mið af upprunalegu útliti hússins.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009025Vakta málsnúmer

Sölvi Sölvason og Sverrir Jónson eigendur hesthúsa við Fákafen 6 og 8 óska eftir leyfi til að byggja við hesthús sín í vestur skv. meðfylgjandi teikningu.  Samþykki eiganda hesthússins að Fákafeni 4 liggur fyrir. Nefndin samþykkir erindið, en óskar eftir fullnægjandi teikningum.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009027Vakta málsnúmer

Sveinn Ástvaldsson óskar eftir leyfir til að byggja sólskála við vestur hlið húseignar sinnar að Suðurgötu 84, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindið samþykkt.

11.Mengunarmál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1009026Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi óskar eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd álykti varðandi mengun í Fjallabyggð.

Nefndin ætlast til að farið sé eftir lögum og reglum um mengunarmál og starfsmenn bæjarins framfylgi þeim.

12.Hjólabrautir -ósk um aðstöðu

Málsnúmer 1009029Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúa barst ósk frá ungum áhugamönnum um hjólaíþróttir sem hafa fengið leyfi eiganda af gömlu bílaþvottaplani við Ægisgötu til að setja upp rampa og annars til að iðka hjólasport, reiðhjól, hjólabretti og línuskauta.  Nú eru þeir að óska eftir því að fá aðstöðu á auðu svæði vestan við planið til að setja niður nokkra malarhauga sem ætlunin er að gera hjólabrautir úr.

Nefndin samþykkir erindið en fer fram á grenndarkynningu Ólafsvegi 26, 28 og 30 og óskar umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar. Tæknideild falið að framkvæma kynninguna.

13.Breyting á lagspennulögnum, Siglufirði

Málsnúmer 1008129Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar endurskoðaðar teikningar af heimtaugum, og lögnum milli tengiskápa, á Eyrinni á Siglufirði, sem er hluti af útboðsverki Rarik 10004, sem nú er unnið að.

14.Staðfesting um áframhaldandi setu fulltrúa í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1006070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá bæjarráði þar sem samþykkt er að tilnefna Kristinn Gylfason formann skipulags- og umhverfisnefndar og Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúa í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjarfjarðar.

Fundi slitið - kl. 16:30.