Háspennustrengslögn

Málsnúmer 1008089

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 08.09.2010

Valgeir M. Valgeirsson fyrir hönd Rarik ohf. óskar eftir leyfi landeigenda (Fjallabyggðar) fyrir háspennustrengslögn frá spennistöð flugvelli að spennistöð dælustöð, þessi lögn er u.þ.b. 750 m. skv. meðfylgjandi loftmynd.   Þessi háspennustrengslögn bætir til muna rekstraröryggi á vatnsdælumannvirkjum í Skarðdal og á skíðasvæðum.

Erindi samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdin stangist ekki á við lax og silungsveiðilög óskað er eftir að RARIK fái umsögn Fiskistofu fyrir framkvæmdinni og leggi niðurstöðurnar fyrir tæknideild Fjallabyggðar.