Samráðsfundur sveitarfélaga og Skipulagsstofnun

Málsnúmer 1009015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 08.09.2010

Skipulagsstofnun stendur fyrir samráðsfundi sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar 16. og 17. september n.k. í Reykholti í Borgarbyggð.  Skipulagsstofnun telur mjög mikilvægt að formenn skipulags- og bygginganefnda, aðrir nefndarmenn og starfsmenn nefnda, mæti á fundinn til að hlusta á sjónarmið og skiptast á skoðunum. Nefndin vísar erindinu til bæjarstjóra og bæjarráðs til ákvarðanatöku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 183. fundur - 14.09.2010

Skipulagsstofnun stendur fyrir samráðsfundi sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn hefst eftir hádegi 16. september og lýkur um hádegisbil 17. september í Reykholti í Borgarbyggð.
Skipulagsstofnun telur mikilvægt að formenn skipulags- og byggingarnefnda, aðrir nefndarmenn og starfsmenn nefndanna, mæti á fundinn til að hlusta á sjónarmið og skiptast á skoðunum.

Bæjarráð leggur áherslu á að formaður Skipulags- og byggingarnefndar og starfsmaður fagráðsins fari á umræddan samráðsfund. Ákvörðun bæjarráðs byggir m.a. á tillögu skipulags og umhverfisnefndar.