Frístundabúskapur á Siglufirði

Málsnúmer 1008097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 08.09.2010

Haraldur Björnsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar sendi inn erindi dags. 04.08. 2010 og 02.09.2010 þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að byggja fjárhús austan fjarðarins, á gamla flugvellinum.  Nefndin vísar til svars á 94. fundi 7. liðar og svars á 96. fundi 2. liðar þar sem nefndin samþykkir að setja svæði við hesthús á Siglufirði í deiliskipulag. Fullur vilji er hjá skipulags- og umhverfisnefnd að ljúka þessu máli sem fyrst, þess vegna var óskað eftir að deiliskipuleggja svæði fyrir frístundabúskap.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 183. fundur - 14.09.2010

Haraldur Björnsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar sendir inn erindi dags. 04.08.2010 og 02.09.2010 þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að byggja fjárhús austan fjarðarins, á gamla flugvellinum.
Nefndin vísar til svars á 94. fundi 7. liðar og svars á 96. fundi 2. liðar þar sem nefndin samþykkir að setja svæði við hesthús á Siglufirði í deiliskipulag.

Fullur vilji er hjá skipulags- og umhverfisnefnd að ljúka þessu máli sem fyrst.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og telur eðlilegt og rétt að hraða vinnslu málsins eins og kostur er.