Framkvæmdir í Héðinsfirði

Málsnúmer 0910037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 175. fundur - 06.07.2010

Á fund bæjarráðs mætti skipulags- og byggingarfulltrúi og kynnti framkvæmdir í Héðinsfirði og stöðu tilkynningar til Skipulagsstofnunar frá Vegagerð, Fjallabyggð og fulltrúum Héðinsfirðinga vegna framkvæmdaleyfis.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

Vegir að Héðinsfjarðarvatni í Fjallabyggð.  Tilkynning um matsskyldu.

Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun dagsett 1. júlí 2010 þar sem óskað er eftir umsögn Fjallabyggðar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum og teknu tilliti til 3. viðauka í 6. gr. laga nr. 106/2000 og 11 gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar telur að áhrif framkvæmdarinnar séu háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti 3. viðauka atriða 2 iii. (c) svæða innan 100m fjalægðar frá fornleifum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum, lið 2 iv. (a) votlendissvæði og lið 2 iv. (h) svæða sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fornfræðilegt gildi.

 

Undir þessum lið vék Elín af fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 08.09.2010

Skipulagsstofnun sendir inn niðurstöðu vegna vega að Héðinsfjarðarvatni, Fjallabyggð.  Ákvörðun um matsskyldu.

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að vegir frá þjóðvegi í Héðinsfirði að Héðinsfjarðarvatni skuli ekki háðir mati á umhverfisáhrifum.

Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. hefur Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Fjallabyggðar, Vegagerðarinnar og eigenda jarðanna Víkur, Vatnsenda og Grundarkots við tilkynningu, umsagnar og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra.  Á grundvelli þessara gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að það þjóni ekki tilgangi að meta umhverfisáhrif vega að Héðinsfjarðarvatni þar sem framkvæmdirnar eru komnar það langt að áhrif framkvæmdanna á umhverfið eru að mestu komin fram.

Skipulagsstofnun vekur athygli á að framkvæmdirnar eru háðar framkvæmdaleyfi Fjallabyggðar skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.   Þar sem framkvæmdirnar eru á verndarsvæði þarf að vinna deiliskipulag fyrir mannvirkin og skal það hafa hlotið samþykki áður en framkvæmdaleyfi er veitt.  Deiliskipulagið er háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra.  Kærufrestur er til 28. september 2010.

Nefndin leggur til að framkvæmdum verði frestað þar til deiliskipulag hefur verið unnið s.br. bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. ágúst 2010

Undir þessum lið vék Elín af fundi