Hjólabrautir -ósk um aðstöðu

Málsnúmer 1009029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 08.09.2010

Umhverfisfulltrúa barst ósk frá ungum áhugamönnum um hjólaíþróttir sem hafa fengið leyfi eiganda af gömlu bílaþvottaplani við Ægisgötu til að setja upp rampa og annars til að iðka hjólasport, reiðhjól, hjólabretti og línuskauta.  Nú eru þeir að óska eftir því að fá aðstöðu á auðu svæði vestan við planið til að setja niður nokkra malarhauga sem ætlunin er að gera hjólabrautir úr.

Nefndin samþykkir erindið en fer fram á grenndarkynningu Ólafsvegi 26, 28 og 30 og óskar umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar. Tæknideild falið að framkvæma kynninguna.