Bæjarstjórn Fjallabyggðar

150. fundur 18. október 2017 kl. 12:00 - 13:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Helga Helgadóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Forföll boðaði Hilmar Þór Hreiðarsson.

Fundarmenn minntust Ríkharðs Hólm Sigurðssonar bæjarfulltrúa sem varð bráðkvaddur þann 10. október 2017 með mínútuþögn.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017

Málsnúmer 1709008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Primex ehf sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl.
    Í erindi Primex eru gerðar tillögur um sameiginlegar úrbætur Fjallabyggðar og Primex vegna útrása beggja aðila út í sjó. Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra er lagt til að útrás við Primex verði lengd til austurs á dýpra vatn svo minnka megi mengun í Siglufjarðarhöfn. Enn fremur er lagt til að Primex setji upp hreinsibúnað í verksmiðjunni til að sía frá litaðan lífmassa.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða tillögurnar við forsvarsmenn Primex.

    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Tekið fyrir tilboð frá Systrafélagi og Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju f.h. Kirkjugarða Siglufjarðar, í aflagðan vinnubíl þjónustumiðstöðvarinnar. Hyggjast Kirkjugarðar Siglufjarðar breyta bifreiðinni í líkbíl. Tilboðið hljóðar upp á 700.000 kr., sem greiðist í tvennu lagi.

    Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessu lið af fundi.
    Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis um ágang búfjár í landi Brimness í Ólafsfirði, sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 12. september sl.
    Var þess krafist að Fjallabyggð brygðist við ágangi búfjár og að þéttbýli Fjallabyggðar yrði girt af.

    Í umsögn deildarstjóra kemur fram að þéttbýlið í Ólafsfirði er girt af og nær girðingin að Brimnesá til norðurs. Í sumar hafi búfénaður sótt yfir ána og þannig komist inn í þéttbýlið. Til að koma í veg fyrir þennan ágang þarf að framlengja girðinguna yfir Brimnesá og norður fyrir Múlagöng. Áætlaður kostnaður við girðinguna er 2-2,5 milljón kr.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við Vegagerðina um mögulega kostnaðarþátttöku og samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð fór fram 4. september sl. Eftirfarandi verktakar buðu í snjómokstur og hálkuvarnir í Ólafsfirði: Árni Helgason ehf., Magnús Þorgeirsson ehf. og Smári ehf.. Í snjómokstur og hálkuvarnir á Siglufirði barst eitt tilboð frá Bás ehf.

    Í umsögn deildarstjóra tæknideildar er lagt til að samið verði við verktaka sem hér segir:

    Bás ehf. á Siglufirði.
    Árni Helgason ehf. - stórar vinnuvélar í Ólafsfirði.
    Smári ehf. - minni vélar í fyrsta forgangi í Ólafsfirði.
    Magnus Þorgeirsson ehf. - minni vélar í öðrum forgangi í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga samkvæmt tillögu deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna tilboða í hraðhleðslustöð í Fjallabyggð. Vistorka ehf. sótti um styrk til Orkusjóðs í samstarfi við 11 sveitarfélög á Norðurlandi og fékkst styrkur til uppsetningar hraðhleðslustöðva. Sveitarfélögum var í sjálfsvald sett að semja við Orku Náttúrunnar, Ísorku og Íslenska gámafélagið, eða Hlöðu.
    Í umsögn deildarstjóra tæknideildar er lagt til að taka tilboði Ísorku og Íslenska gámafélagsins, þar sem þeir bjóðast til þess að sjá um uppsetningu og rekstur stöðvarinnar.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ræða við Ísorku og Íslenska gámafélagið um mögulega staðsetningu hraðhleðslustöðvar í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2017, þar sem ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 á grundvelli 10 gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 15. október nk..

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.

    Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lagðar fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. september 2017, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 12. september 2017, til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna vinnu starfshóps um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum. Starfshópurinn hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar og og er m.a. fjallað um tímabundnar svæðalokanir fyrir dragnót sem settar voru á árið 2010. Aðildarsveitarfélögum er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið til og með 26. september n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 14. september 2017, er varðar umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga fyrir Rebel sf. kt. 620285-0219, Suðurgötu 10, 580 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017

Málsnúmer 1709012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Lögð fram drög að umsóknum bæjarstjóra f.h. Fjallabyggðar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsóknirnar til ráðuneytisins. Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 20. september 2017, er varðar kosningar til Alþingis þann 28. október n.k.
    Í erindinu kemur fram að samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni er 23. september. Stefnt er að því að kjörskrárstofninn verði tilbúinn til afhendingar í lok vikunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Tekið fyrir erindi Helenu Hansdóttur Aspelund þar sem óskað er eftir því að fasteignagjöld af Kirkjuvegi 19, Ólafsfirði, verði felld niður. Er bent á að húsið sé 120 ára gamalt og sé friðað. Er þess óskað að fasteignagjöld verði felld niður frá og með árinu 2018 og að fasteignagjöld fyrir árið 2017 fáist endurgreidd.

    Bæjarráð hafnar beiðninni þar sem húsið er einungis friðað sökum aldurs en ekki friðlýst. Í lögum um menningarminjar er kveðið á um að heimilt sé að lækka eða fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum, sbr. 19 gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Sama á ekki við um friðaðar fasteignir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Guðrún Sif Guðbrandsdóttir vék undir þessum lið.

    Tekið fyrir erindi frá Guðbrandi J. Ólafssyni, tómstundarbónda á Siglufirði, dags. 20. september 2017, vegna sauðfjársmölunar og fjallskila í umdæmi Fjallabyggðar. Er óskað eftir svörum um fyrirkomulag og greiðslur fyrir smölun í Ólafsfirði og Siglufirði.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 5. og 6. október n.k. á Hilton hótelinu í Reykjavík.

    Bæjarráð felur formanni og varaformanni að sækja ráðstefnuna auk deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 4. október n.k. á Hilton hótelinu í Reykjavík.
    Fulltrúi Fjallabyggðar verður Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Morgunverðarfundur um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi verður haldinn á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins þann 27. september n.k. kl. 9:00-10:15.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá SÍBS Líf og heilsa, sem er forvarnarverkefni um lífstíl og heilbrigði þar sem SÍBS og Hjartaheill heimsækja hvert bæjarfélag og bjóða ókeypis heilsufarsmælingu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Heilsufarsmælingar í Fjallabyggð verða í Heilsugæslunni í Ólafsfirði þann 5. október n.k. kl. 15-17 og í Heilsugæslunni á Siglufirði þann 6. október kl. 9-12. Óskað er eftir styrk að upphæð 50-100 þús. kr.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000 kr. til verkefnisins. Styrkupphæðin verði færð á liðinn “Annar kostnaður 21810-9291 aðrir styrkir og framlög.

    Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur bæjarbúa til að nýta sér þjónustuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Tekið fyrir erindi frá átakinu Á allra vörum, sem í ár styrkir Kvennaathvarfið. Er óskað eftir styrk til uppbyggingar á varanlegu húsnæði fyrir konur og þeirra börn sem eiga ekki í öruggt hús að venda að lokinni dvöl í Kvennathvarfinu.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka.

    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Upplýsingafundur um A-deild Brúar lífeyrissjóðs og kjaramál hjúkrunarheimila verður haldinn á vegum stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu þann 29. september n.k. kl. 14:30-16 á Hrafnistu í Reykjavík.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Lagt fram til kynningar fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 17. september 2017 og fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 25. september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26. september 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 12. september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 520. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017

Málsnúmer 1709014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

    Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.


    Tekið fyrir bréf Hrannar Hafþórsdóttur forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar, dags. 22.9.2017, þar sem hún óskar eftir því að draga uppsögn sína til baka og taka aftur til starfa að loknu sumarleyfi. Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna málsins.

    Bæjarráð samþykkir beiðni Hrannar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins og nánari útfærsla verði lögð fyrir bæjarráð í næstu viku.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.

    Lagður fram undirritaður samningur við Hópferðabifreiðar Akureyrar um skóla- og frístundaakstur árin 2017-2020. Tekin var ákvörðun um að setja sæti með þriggja punkta beltum í hópferðabílinn, sem er umfram það sem lög og reglur kveða á um. Því tekur Fjallabyggð þátt í kostnaði með HBA við að skipta um sæti í bílnum sem tryggir öllum farþegum í rútunni aukið öryggi.

    Bæjarráð óskar eftir því að á næsta fundi bæjarráðs verði lögð fram upphæð á auknum kostnaði vegna skólaaksturs, sem vísað verður til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Guðbrands J. Ólafssonar um fyrirkomulag sauðfjársmölunar í Fjallabyggð. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Í minnisblaði deildarstjóra kemur fram að fjallskilastjórn hafi ekki skilað samantekt um fjallskil 2017 en búist er við að hún sé væntanleg innan tíðar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að deildarstjóri tæknideildar gangi eftir því að samantektinni verði skilað sem fyrst. Eftir að hún berst mun bæjarráð svara fyrirspurn Guðbrands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.

    Tekið fyrir bréf frá Birgittu Þorsteinsdóttur, Hólmfríði Ósk Norðfjörð og Sunnu Björgu Valsdóttur þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð leggi meiri áherslu á hinsegin málefni í sveitarfélaginu. Lýsa þær sig reiðubúnar til þess að koma að þeirri vinnu og ræða við bæjaryfirvöld.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við bréfritara um þeirra hugmyndir.

    Bókun fundar Valur Þór Hilmarsson vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Lagt fram til kynningar upplýsingar vegna gerðar nýrrar persónuverndarlöggjafar. Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að gerð minnisblaðs sem sent verður til allra sveitarfélaga til að kynna helstu breytingar og auðvelda undirbúning á innleiðingu nýrrar löggjafar.

    Einnig lagt fram til kynningar erindi frá Þekkingu þar sem kynnt er aðstoð við innleiðingu löggjafarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Ólafsfirði, dags. 27. september 2017, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna kostnaðar við viðgerð á aðaldyrum húsnæðis félagsins.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og felur formanni bæjarráðs að ræða við formann félags eldri borgara í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Lagt fram erindi frá Birnu Hjaltalín og Emil Morávek, dags. 26. september 2017, þar sem óskað er eftir afnotaleyfi vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærðar sem tekin verður upp á Siglufirði og hefjast tökur 14. október n.k.

    Vinna við upptökur krefst m.a. þess að götum og bílastæðum verði lokað tímabundið og leikmynd verði komið upp þar sem hún þjónar tilgangi sögunnar. Þá er óskað eftir sérstöku leyfi til þess að loka bílastæðum við ráðhústorg tímabundið, til þess að setja dautt fé á ráðhústorgið og til þess að fjarlægja málningu af stæði fyrir hreyfihamlaða við Ráðhúsið en það yrði málað aftur að upptökum loknum. Íbúar verða upplýstir um gang mála í formi dreifibréfa og/eða á samfélagsmiðlum.

    Bæjarráð samþykkir að veita leyfi fyrir sitt leyti en leggur áherslu á að aðstandendur þáttaraðarinnar eigi í góðu samstarfi við lögreglu, Vegagerðina, Matvælastofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og aðra aðila sem við á hverju sinni. Þá leggur bæjarráð áherslu á að upplýsingum verði komið til íbúa þegar við á og felur deildarstjóra tæknideildar og markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar að vera tengiliðir sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 3. október 2017 Lögð fram fundargerð 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar sem var haldinn 2.október 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 521. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017

Málsnúmer 1710002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

    Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

    Á fundi bæjarráðs þann 3. október var óskað eftir nánari útfærslu á starfsmannahaldi Bókasafns Fjallabyggðar í kjölfar þess að forstöðumaður bókasafnsins dróg uppsögn sína til baka. Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til að starfshlutfall forstöðumanns verði 100% frá og með 15. október.

    Bókavörður við bókasafnið hefur sagt upp störfum. Er lagt til að ráðinn verði þjónustufulltrúi í 50% starf sem mun þjónusta bókasafn, héraðsskjalasafn og þjónustumiðstöð ferðamanna, með möguleika á aukningu starfshlutfalls um 25% frá áramótum. Einnig er lagt til að forstöðumaður bókasafns vinni að gerð stefnumótunar fyrir bóka- og héraðsskjalasafnið til næstu 3-5 ára í samvinnu við deildarstjóra.

    Bæjarráð samþykkir tillögur deildarstjóra og vísar auknum launakostnaði vegna starfs forstöðumanns til viðauka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

    Lagður fram viðauki við samning Fjallabyggðar og Hópferðabifreiða Akureyrar um skóla- og frístundaakstur árin 2017-2020. Í honum gera aðilar samningsins með sér samkomulag um kaup og ísetningu á sætum með þriggja punkta sætisbeltum í öll sæti hópferðabílsins.

    Hlutur Fjallabyggðar er 3.300.000 kr. en auk þess festir Fjallabyggð kaup á sessum með baki að upphæð 600.000 kr. Þannig uppfyllir Fjallabyggð ríkari kröfur um öryggi barna í skólaakstri en reglugerðir kveða á um.

    Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðinum til viðauka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

    Bæjarráð samþykkir einnig að færa fjármagn á milli liða vegna aukins kostnaðar við hverja ferð í skólaakstri samkvæmt núgildandi samningi við Hópferðabifreiðar Akureyrar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók þann 5. október sl. á Ólafsfirði innihéldu Escherichia coli (E.coli) gerla. Vatnsveita á Ólafsfirði fær vatn úr 2 vatnsbólum þ.e. úr Múla og Brimnesdal.
    Niðurstaða sýnatöku gefur til kynna að vatnsbólið sem þjónar einkum nyðri hluta bæjarins m.a. fiskvinnslunum á Ólafsfirði sé í lagi. Íbúum Ólafsfjarðar hefur verið ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Þegar hafa verið gerðar viðeigandi ráðstafanir og er niðurstöðu sýnatöku sem framkvæmd var í gær, mánudag, að vænta síðar í dag.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir tók til máls.
    Helga Helgadóttir tók einnig til máls.

    Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Lögð fram umsókn Golfklúbbs Fjallabyggðar um áframhaldandi rekstrar- og framkvæmdastyrk en núgildandi samningar renna út í ár.

    Bæjarráð óskar eftir því að forsvarsmenn golfklúbbsins mæti á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 samþykkti bæjarráð að fresta ákvörðun um styrk til Slysavarnardeildarinnar Varnar þar til að fundað hefði verið með fulltrúum deildarinnar.
    Sótt var um styrk til endurbóta á húsnæði félagsins og eftir fund með fulltrúa slysavarnardeildarinnar samþykkir bæjarráð að styrkur að upphæð 500.000 kr. verði afgreiddur til Slysavarnardeildarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Lagt fram erindi frá Guðbrandi Jónssyni, dags. 4. október 2017, þar sem greint er frá því að hann hyggist sækja um styrk til Ferðamálastofu til þess að reisa fjórar styttur af landvættum í fjórðungum landsins. Er gert ráð fyrir því að styttan verði við þjóðbraut, þar sem aðgengi er að rafmagni. Er óskað eftir samþykki Fjallabyggðar til þess að reisa styttuna.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra og felur honum að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu bæjarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017.

    Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta bæjarstjórnarfundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Íbúðalánasjóður og Velferðarráðuneytið standa fyrir fyrsta árlega húsnæðisþinginu hér á landi mánudaginn 16. október 2017 að Hilton Nordica við Suðurlandsbraut kl. 10-17.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Lögð fram til kynningar ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla sem haldinn var dagana 28.-29. september á Flúðum. Lýsir félagið yfir áhyggjum af því að samkvæmt skýrslu OECD hafi börn á Íslandi lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári.

    Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu-, og frístundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10. október 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 299. fundi stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 27. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 522. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017

Málsnúmer 1710005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Golfklúbbs Fjallabyggðar til þess að ræða beiðni klúbbsins um rekstrar- og framkvæmdastyrk.

    Lagðar voru fram hugmyndir að uppbyggingu á vellinum og verða þær teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Íris Stefánsdóttir, tæknifulltrúi Fjallabyggðar, kynnti drög að deiliskipulagi á malarvellinum á Siglufirði.

    Deiliskipulagið var kynnt skipulags- og umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 16. október sl.

    Tæknideild hefur verið falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Lögð fram drög að viðauka eitt og tvö við fjárhagsáætlun 2017.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka eitt og tvö við fjárhagsáætlun 2017 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Tekin fyrir drög að samningi við Leikfélag Fjallabyggðar um afnot á Menningarhúsinu Tjarnarborg vegna uppsetningar félagsins á leikritinu Sólarferð sem frumsýnt verður um 10. nóvember n.k.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Ramma hf., dags. 10. október 2017, þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur að skipinu Sigurbjörgu ÓF-4.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Gerð var könnun meðal foreldra leikskólabarna í Fjallabyggð til þess að meta hvaða vikur henta best til sumarlokunar Leikskóla Fjallabyggðar. Hver nemandi þarf að ná 4 vikna samfelldu sumarleyfi. Niðurstaða könnunarinnar er sú að lokun frá 16. júlí - 3. ágúst hentar flestum nemendum best.

    Bæjarráð samþykkir að Leikskóli Fjallabyggðar verði lokaður 16. júlí til og með 3. ágúst 2018 og að foreldrar hafi val um að nýta vikurnar 9.-13. júlí og 7.-11. ágúst til sumarleyfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Lagt fram erindi frá Pétri I. Jónssyni, dags. 4. október 2017, þar sem bæjaryfirvöldum er tilkynnt að hann hyggist falla frá umsókn sinni um lóð nr. 47 við Mararbyggð, þar sem ekki hafi verið samið um niðurfellingu gatnagerðargjalda, samkvæmt ákvörðun bæjarráðs 5. september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Elísi Hólm Þórðarsyni og Huldu Teitsdóttur, dags. 11. október 2017, þar sem óskað er eftir afslætti á gatnagerðargjöldum vegna mögulegrar nýbyggingar við Bakkabyggð í Ólafsfirði.

    Bæjarráð hafnar beiðninni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 9. október 2017, þar sem Fjallabyggð er boðið að samtökin fari með umboð sveitarfélagsins til gerðar kjarasamninga við Þroskaþjálfafélag Íslands, Fræðagarð, Félagsráðgjafafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag sjúkraþjálfara og Iðjuþjálfafélag Íslands.

    Bæjarráð samþykkir að veita samtökunum umboð Fjallabyggðar til gerðar kjarasamninga við ofangreind félög.

    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Guðbrandi Jónssyni, sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem óskað er eftir samþykki Fjallabyggðar fyrir því að reist verði stytta af landvætti fjórðungsins í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum um útlit styttunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Húseigendafélaginu f.h. Björgvins Björnssonar, Vesturgötu 5, Ólafsfirði, dags. 19. september 2017., vegna skúrs á baklóð. Í erindinu er farið fram á að bæjarráð endurskoði afstöðu sína í málinu og málið tekið aftur til skoðunar.

    Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um að bæjarfélagið eigi ekki aðkomu að lausn málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Eyþingi um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á styrkjum til lagningar ljósleiðara í strjálbýlum sveitarfélögum. Alls er úthlutað 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Skólaþing sveitarfélaga verður haldið 6. nóvember n.k. á Hilton Reykjavík Nordica.
    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að sækja þingið fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Lagðar fram upplýsingar um fjölda kjósenda á kjörskrá í Fjallabyggð. Alls eru 1606 kjósendur á kjörskrá.

    Einnig lagt fram erindi frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 9. október 2017, varðandi aðgengi á kjörstað. Ráðuneytið hefur fundað með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar um aðgengismál og fylgir minnisblað frá Sjálfsbjörgu með erindinu, þar sem gert er grein fyrir grundvallaratriðum er varðar aðgengi hreyfihamlaðra.

    Ráðuneytið óskar eftir því að sveitarfélög sendi ráðuneytinu upplýsingar um kjörstaði í sveitarfélaginu og hvernig aðgengi þar sé háttað.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Ráðstefnan Slysavarnir 2017 verður haldin 20. og 21. október n.k. á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er Öryggi ferðamanna.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa verður haldinn á Akureyri 9. nóvember n.k.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Evrópska vinnuverndarvikan 2017 - ráðstefna á Grand hótel Reykjavík 19. október n.k. kl. 13.00-16.00. Þema ráðstefnunnar er Vinnuvernd alla ævi - eflum sjálfbæra starfsævi.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17. október 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 16. október 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 523. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 20. september 2017

Málsnúmer 1709009FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 20. september 2017 Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var bókað að stefnt skyldi að stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í september.

    Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð voru boðnir á þennan stöðufund. Alls mættu 14 fulltrúar ferðaþjónustuaðila á fundinn.

    Formaður nefndarinnar bauð gesti velkomna og kynnti tilgang fundarins sem hugsaður var sem stuðningur við þá aðila sem stunda ferðaþjónstu í sveitarfélaginu.

    Umræða varð um hvað er í boði fyrir ferðamenn í Fjallabyggð og hvað má betur fara í aðstæðum fyrir ferðamenn og þjónustu við þá.

    Unnið verður úr umræðupunktum og framkomnum athugasemdum og hugmyndum m.a. í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017

Málsnúmer 1710006FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017 Formaður kynnti fundarmönnum Norrænu strandmenningarhátíðina 2018 sem fyrirhugað er að haldin verði á Siglufirði 4.-8. júlí n.k. Ljóst er að umfang hátíðarinnar er mikið. Umræða varð um strandmenningarhátíðina og um nauðsyn þess að samræma upplýsingagjöf um viðburðinn. Um síðustu helgi kom sendinefnd til Siglufjarðar til að skoða aðstæður. Markaðs- og menningarnefnd vísar í erindi Anítu Elefsen f.h. starfshóps um norrænu strandmenningarhátíðina um sameiginlegan fund og hvetur til slíks samráðsfundar sem fyrst. Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.
    Valur Þór Hilmarsson tók til máls.

    Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017 Markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram og fór yfir skýrslur og uppgjör vegna sjómannadagshátíðar, Trilludaga, 17.júní hátíðar og Berjadaga. Einnig var skýrsla um sumarstarf Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar lögð fram til kynningar. Nefndin þakkar forsvarsmönnum hátíðanna fyrir uppgjör og skýrslur sem borist hafa. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir athugasemdir og áhersluatriði sem fram komu á stöðufundi markaðs- og menningarnefndar með fulltrúum ferðaþjónustuaðila frá 20.september s.l. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að flokka enn frekar og kostnaðargreina þá þætti sem lúta að sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum drög samkomulagi milli Tjarnarborgar og listamanna á vegum Listhús um afnot af menningarhúsinu veturinn 2017-2018. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017 Tekið fyrir innsent erindi frá Bylgju Hafþórsdóttur sumarstarfsmanni upplýsingamiðstöðvar ferðamanna þar sem hún bendir á það sem betur má fara í þjónustu fyrir ferðamenn í Fjallabyggð. Nefndin þakkar Bylgju fyrir ábendingarnar og mun taka þær til greina í tengslum við dagskrárlið 3. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 25. september 2017

Málsnúmer 1709011FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 25. september 2017 Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 25. september 2017 Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar sat þennan fundarlið ásamt Hauki Sigurðsyni forstöðumanni íþróttamiðstöðva.

    Til umfjöllunar var úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum og reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF. ´
    UÍF lagði fram tillögur að breytingum á áðurnefndum reglum. Fræðslu- og frístundanefnd mun fara nánar yfir tillögur UÍF og kynna þeim niðurstöðurnar þegar þeirri vinnu er lokið.
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.
    Steinunn María Sveinsdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 43. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017

Málsnúmer 1709013FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 2. október 2017 Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.
    Helga Helgadóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 44. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017

Málsnúmer 1710004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Drög að deiliskipulagi samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Nefndin felur tæknideild að hafa samráð við landeigendur um mögulega breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að hjallur og skíðageymsla er á lóð Selvíkur ehf. og þarf lóðarleiguhafi að skila inn skriflegu samþykki fyrir byggingum á lóðinni. Jafnframt bendir nefndin Síldarminjasafninu á að byggingarleyfi þarf fyrir húsnæði sem er stærra en 15fm. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Nefndin samþykkir umsókn um lóð fyrir sitt leyti og felur tæknideild að breyta deiliskipulagi í samræmi við lóðarumsókn. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Erindi samþykkt. Tæknideild falið að gera breytingu á lóðarblaði fyrir Hafnargötu 4. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Erindi hafnað og umsækjanda gert að fjarlægja steinabeðið fyrir 1.nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Nefndin samþykkir að stytta af Gústa guðsmanni verði sett á torgið í NA horni þess þar sem Gústi var vanur að standa. Bókun fundar Valur Þór Hilmarsson tók til máls.
    Steinunn María Sveinsdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.

    Steinunn María Sveinsdóttir sat hjá í þessum lið.
  • 10.10 1707061 Fyrirspurn um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Nefndin tekur vel í erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Tæknideild falið að senda bréf á eiganda með ósk um úrbætur. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og leggur til að sett verði stöðvunarskyldumerki í stað biðskyldu á gatnamótum Norðurgötu - Aðalgötu. Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Leyfi til búfjárhalds sem gefin hafa verið út í Fjallabyggð eru öll útrunnin. Tæknideild falið að senda fjáreigendum í Fjallabyggð bréf þess efnis að þeir þurfa að endurnýja leyfi sín til búfjárhalds. Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Nefndin leggur til að sett verði strætóskýli við Múlaveg. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16. október 2017 Deildarstjóra tæknideildar falið að skrifa umsögn vegna málsins fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.

    Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1701079Vakta málsnúmer

Til máls tók Guðrún Sif Guðbrandsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 1 og 2 við fjárhagsáætlun 2017.

12.Alþingiskosningar - 2017

Málsnúmer 1709061Vakta málsnúmer

Til máls tók Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 11. október 2017, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Tvö eintök af kjörskrárstofni hafa borist og eru 1606 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 624.

Bæjarstjórn samþykkir að gera þrjár breytingar á framlögðum kjörskrárstofni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum svo breytta kjörskrá.
1605 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 623.

Kjörskrár vegna alþingiskosninga þann 28. október 2017 verða lagðar fram 18. október almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

13.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Forseti las upp bréf frá Hilmari Þór Hreiðarssyni bæjarfulltrúa þar sem er tilkynnt að hann hafi gengið til liðs við S-lista Jafnaðarmanna úr F-listanum.


a) Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar

Lögð fram tillaga um að Steinunn María Sveinsdóttir S- lista verði 1. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum.

b) Kjör tveggja skrifara og tveggja til vara.

Lögð fram tillaga um Hilmar Þór Elefsen S-lista og Jón Valgeir Baldursson B-lista sem skrifara, og Val Þór Hilmarsson S-lista og S. Guðrúnu Hauksdóttur D-lista til vara.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum.

c) Kosning í nefndir.

Vegna fráfalls Ríkharðs Hólm Sigurðssonar bæjarfulltrúa gerir S-listi Jafnaðarmanna eftirfarandi breytingar á nefndaskipan, sem samþykktar voru samhljóða með 6 atkvæðum.

Lögð fram tillaga um eftirtalda skipan í bæjarráð:

Aðalmaður í bæjarráði:, Hilmar Þór Elefsen S-lista.

Til vara: Hilmar Þór Hreiðarsson S-lista.

Tillagan samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.


Aðalmaður í félagsmálanefnd verði Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir og varamaður Valur Þór Hilmarsson.

Aðalmaður í fræðslu- og frístundanefnd verði Nanna Árnadóttir og varamaður Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir.

Varamaður í hafnarstjórn verði Friðfinnur Hauksson.

Varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd verði Jakob Örn Kárason.

Aðalmaður á aðalfundi Eyþings verði Hilmar Þór Elefsen og varamaður Hilmar Þór Hreiðarsson.

Varamaður á Landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga verði Hilmar Þór Elefsen.

Aðalmaður í stjórn Hornbrekku verði Steinunn María Sveinsdóttir og varamaður Valur Þór Hilmarsson.

Aðalmaður í starfshópi um Menntaskólann á Tröllaskaga verði Hilmar Þór Elefsen.

Varamaður í Fulltrúaráði Eyþings verði Hilmar Þór Hreiðarsson.

Aðalmaður í stjórn Seyru verði S. Guðrún Hauksdóttir og varamaður Steinunn María Sveinsdóttir.

Aðalmaður í Flokkun verði Ármann Viðar Sigurðsson og varamaður Valur Þór Hilmarsson.

Aðalmaður í skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga verði Steinunn María Sveinsdóttir og varamaður verði Jón Valgeir Baldursson.

e) Undirkjörstjórn í Ólafsfirði

Lögð fram tillaga um að varamenn verði Anna María Elíasdóttir og Anna Rósa Vigfúsdóttir í stað Árna Sæmundssonar og G. Jörgínu Ólafsdóttur.

Tillagan samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

f) Undirkjörstjórn á Siglufirði

Lögð fram tillaga um að aðalmaður verði Ólína Þórey Guðjónsdóttir í stað Guðjóns M. Ólafssonar.

Tillagan samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:25.