Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

35. fundur 20. september 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála

1.Ráðstefna um ferðamál - eftirfylgni

Málsnúmer 1706057Vakta málsnúmer

Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var bókað að stefnt skyldi að stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í september.

Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð voru boðnir á þennan stöðufund. Alls mættu 14 fulltrúar ferðaþjónustuaðila á fundinn.

Formaður nefndarinnar bauð gesti velkomna og kynnti tilgang fundarins sem hugsaður var sem stuðningur við þá aðila sem stunda ferðaþjónstu í sveitarfélaginu.

Umræða varð um hvað er í boði fyrir ferðamenn í Fjallabyggð og hvað má betur fara í aðstæðum fyrir ferðamenn og þjónustu við þá.

Unnið verður úr umræðupunktum og framkomnum athugasemdum og hugmyndum m.a. í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 18:30.