Alþingiskosningar - 2017

Málsnúmer 1709061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26.09.2017

Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 20. september 2017, er varðar kosningar til Alþingis þann 28. október n.k.
Í erindinu kemur fram að samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni er 23. september. Stefnt er að því að kjörskrárstofninn verði tilbúinn til afhendingar í lok vikunnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10.10.2017

Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu bæjarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017.

Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17.10.2017

Lagðar fram upplýsingar um fjölda kjósenda á kjörskrá í Fjallabyggð. Alls eru 1606 kjósendur á kjörskrá.

Einnig lagt fram erindi frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 9. október 2017, varðandi aðgengi á kjörstað. Ráðuneytið hefur fundað með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar um aðgengismál og fylgir minnisblað frá Sjálfsbjörgu með erindinu, þar sem gert er grein fyrir grundvallaratriðum er varðar aðgengi hreyfihamlaðra.

Ráðuneytið óskar eftir því að sveitarfélög sendi ráðuneytinu upplýsingar um kjörstaði í sveitarfélaginu og hvernig aðgengi þar sé háttað.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 150. fundur - 18.10.2017

Til máls tók Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 11. október 2017, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Tvö eintök af kjörskrárstofni hafa borist og eru 1606 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 624.

Bæjarstjórn samþykkir að gera þrjár breytingar á framlögðum kjörskrárstofni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum svo breytta kjörskrá.
1605 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 623.

Kjörskrár vegna alþingiskosninga þann 28. október 2017 verða lagðar fram 18. október almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 525. fundur - 27.10.2017

Á 150. fundi bæjarstjórnar, 18. október 2017, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

1604 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 622.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 07.11.2017

Lagt fram til kynningar erindi frá Dómsmálaráðuneytinu er varðar greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga sem fram fóru 28. október sl. Samkvæmt 123. gr. c liðar laga um kosningar til Alþingis ber að greiða úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað við m.a. störf undirkjörstjórna og kjörstjórna.