Bæjarráð Fjallabyggðar

523. fundur 17. október 2017 kl. 12:00 - 13:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Valur Þór Hilmarsson varamaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Beiðni um rekstrarstyrk og áframhaldandi framkvæmdarstyrk við Golfklúbb Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1710002Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Golfklúbbs Fjallabyggðar til þess að ræða beiðni klúbbsins um rekstrar- og framkvæmdastyrk.

Lagðar voru fram hugmyndir að uppbyggingu á vellinum og verða þær teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

2.Deiliskipulag malarvallarins

Málsnúmer 1704081Vakta málsnúmer

Íris Stefánsdóttir, tæknifulltrúi Fjallabyggðar, kynnti drög að deiliskipulagi á malarvellinum á Siglufirði.

Deiliskipulagið var kynnt skipulags- og umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 16. október sl.

Tæknideild hefur verið falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1701079Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka eitt og tvö við fjárhagsáætlun 2017.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka eitt og tvö við fjárhagsáætlun 2017 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1708007Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Samningur vegna afnota af Tjarnarborg 2017

Málsnúmer 1710039Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að samningi við Leikfélag Fjallabyggðar um afnot á Menningarhúsinu Tjarnarborg vegna uppsetningar félagsins á leikritinu Sólarferð sem frumsýnt verður um 10. nóvember n.k.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirrita samninginn.

6.Forkaupsréttur fiskiskips

Málsnúmer 1710042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ramma hf., dags. 10. október 2017, þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur að skipinu Sigurbjörgu ÓF-4.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.

7.Skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 1703080Vakta málsnúmer

Gerð var könnun meðal foreldra leikskólabarna í Fjallabyggð til þess að meta hvaða vikur henta best til sumarlokunar Leikskóla Fjallabyggðar. Hver nemandi þarf að ná 4 vikna samfelldu sumarleyfi. Niðurstaða könnunarinnar er sú að lokun frá 16. júlí - 3. ágúst hentar flestum nemendum best.

Bæjarráð samþykkir að Leikskóli Fjallabyggðar verði lokaður 16. júlí til og með 3. ágúst 2018 og að foreldrar hafi val um að nýta vikurnar 9.-13. júlí og 7.-11. ágúst til sumarleyfa.

8.Greiðslutilhögun vegna gatnagerðagjalds

Málsnúmer 1708074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Pétri I. Jónssyni, dags. 4. október 2017, þar sem bæjaryfirvöldum er tilkynnt að hann hyggist falla frá umsókn sinni um lóð nr. 47 við Mararbyggð, þar sem ekki hafi verið samið um niðurfellingu gatnagerðargjalda, samkvæmt ákvörðun bæjarráðs 5. september 2017.

9.Gatnagerðargjöld vegna nýbyggingar

Málsnúmer 1710046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Elísi Hólm Þórðarsyni og Huldu Teitsdóttur, dags. 11. október 2017, þar sem óskað er eftir afslætti á gatnagerðargjöldum vegna mögulegrar nýbyggingar við Bakkabyggð í Ólafsfirði.

Bæjarráð hafnar beiðninni.

10.Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, samningsumboð

Málsnúmer 1710037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 9. október 2017, þar sem Fjallabyggð er boðið að samtökin fari með umboð sveitarfélagsins til gerðar kjarasamninga við Þroskaþjálfafélag Íslands, Fræðagarð, Félagsráðgjafafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag sjúkraþjálfara og Iðjuþjálfafélag Íslands.

Bæjarráð samþykkir að veita samtökunum umboð Fjallabyggðar til gerðar kjarasamninga við ofangreind félög.

11.Landsvæði fyrir styttu af landvætti

Málsnúmer 1710026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Guðbrandi Jónssyni, sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem óskað er eftir samþykki Fjallabyggðar fyrir því að reist verði stytta af landvætti fjórðungsins í sveitarfélaginu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum um útlit styttunnar.

12.Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Húseigendafélaginu f.h. Björgvins Björnssonar, Vesturgötu 5, Ólafsfirði, dags. 19. september 2017., vegna skúrs á baklóð. Í erindinu er farið fram á að bæjarráð endurskoði afstöðu sína í málinu og málið tekið aftur til skoðunar.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um að bæjarfélagið eigi ekki aðkomu að lausn málsins.

13.Ísland ljóstengt - Upplýsingar vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Eyþingi um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á styrkjum til lagningar ljósleiðara í strjálbýlum sveitarfélögum. Alls er úthlutað 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018.

14.Skólaþing sveitarfélaga 6. nóvember 2017

Málsnúmer 1710038Vakta málsnúmer

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið 6. nóvember n.k. á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að sækja þingið fyrir hönd Fjallabyggðar.

15.Alþingiskosningar - 2017

Málsnúmer 1709061Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um fjölda kjósenda á kjörskrá í Fjallabyggð. Alls eru 1606 kjósendur á kjörskrá.

Einnig lagt fram erindi frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 9. október 2017, varðandi aðgengi á kjörstað. Ráðuneytið hefur fundað með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar um aðgengismál og fylgir minnisblað frá Sjálfsbjörgu með erindinu, þar sem gert er grein fyrir grundvallaratriðum er varðar aðgengi hreyfihamlaðra.

Ráðuneytið óskar eftir því að sveitarfélög sendi ráðuneytinu upplýsingar um kjörstaði í sveitarfélaginu og hvernig aðgengi þar sé háttað.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

16.Slysavarnir 2017 - Ráðstefna

Málsnúmer 1710045Vakta málsnúmer

Ráðstefnan Slysavarnir 2017 verður haldin 20. og 21. október n.k. á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er Öryggi ferðamanna.

Lagt fram til kynningar.

17.Ársfundur Náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 1710034Vakta málsnúmer

Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa verður haldinn á Akureyri 9. nóvember n.k.

Lagt fram til kynningar.

18.Evrópska vinnuverndarvikan 2017

Málsnúmer 1710036Vakta málsnúmer

Evrópska vinnuverndarvikan 2017 - ráðstefna á Grand hótel Reykjavík 19. október n.k. kl. 13.00-16.00. Þema ráðstefnunnar er Vinnuvernd alla ævi - eflum sjálfbæra starfsævi.

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 218. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 16. október 2017.

Fundi slitið - kl. 13:45.