Bæjarráð Fjallabyggðar

520. fundur 26. september 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1709048Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018

Málsnúmer 1709045Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsóknum bæjarstjóra f.h. Fjallabyggðar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsóknirnar til ráðuneytisins.

3.Alþingiskosningar - 2017

Málsnúmer 1709061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 20. september 2017, er varðar kosningar til Alþingis þann 28. október n.k.
Í erindinu kemur fram að samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni er 23. september. Stefnt er að því að kjörskrárstofninn verði tilbúinn til afhendingar í lok vikunnar.

4.Umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 1709059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Helenu Hansdóttur Aspelund þar sem óskað er eftir því að fasteignagjöld af Kirkjuvegi 19, Ólafsfirði, verði felld niður. Er bent á að húsið sé 120 ára gamalt og sé friðað. Er þess óskað að fasteignagjöld verði felld niður frá og með árinu 2018 og að fasteignagjöld fyrir árið 2017 fáist endurgreidd.

Bæjarráð hafnar beiðninni þar sem húsið er einungis friðað sökum aldurs en ekki friðlýst. Í lögum um menningarminjar er kveðið á um að heimilt sé að lækka eða fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum, sbr. 19 gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Sama á ekki við um friðaðar fasteignir.

5.Fyrirspurn vegna sauðfjársmölunar og fjallskila í umdæmi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1709065Vakta málsnúmer

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir vék undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá Guðbrandi J. Ólafssyni, tómstundarbónda á Siglufirði, dags. 20. september 2017, vegna sauðfjársmölunar og fjallskila í umdæmi Fjallabyggðar. Er óskað eftir svörum um fyrirkomulag og greiðslur fyrir smölun í Ólafsfirði og Siglufirði.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 1709058Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 5. og 6. október n.k. á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Bæjarráð felur formanni og varaformanni að sækja ráðstefnuna auk deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1709068Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 4. október n.k. á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Fulltrúi Fjallabyggðar verður Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs.

8.Er fiskeldi áhættunnar virði

Málsnúmer 1709071Vakta málsnúmer

Morgunverðarfundur um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi verður haldinn á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins þann 27. september n.k. kl. 9:00-10:15.

Lagt fram til kynningar.

9.SÍBS Líf og heilsa á Norðurlandi - samstarf við sveitarfélög

Málsnúmer 1709067Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá SÍBS Líf og heilsa, sem er forvarnarverkefni um lífstíl og heilbrigði þar sem SÍBS og Hjartaheill heimsækja hvert bæjarfélag og bjóða ókeypis heilsufarsmælingu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Heilsufarsmælingar í Fjallabyggð verða í Heilsugæslunni í Ólafsfirði þann 5. október n.k. kl. 15-17 og í Heilsugæslunni á Siglufirði þann 6. október kl. 9-12. Óskað er eftir styrk að upphæð 50-100 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000 kr. til verkefnisins. Styrkupphæðin verði færð á liðinn “Annar kostnaður 21810-9291 aðrir styrkir og framlög.

Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur bæjarbúa til að nýta sér þjónustuna.

10.Á allra vörum - landssöfnun

Málsnúmer 1709069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá átakinu Á allra vörum, sem í ár styrkir Kvennaathvarfið. Er óskað eftir styrk til uppbyggingar á varanlegu húsnæði fyrir konur og þeirra börn sem eiga ekki í öruggt hús að venda að lokinni dvöl í Kvennathvarfinu.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka.

11.Upplýsingafundur um A-deild Brúar lífeyrissjóðs og kjaramál hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1709073Vakta málsnúmer

Upplýsingafundur um A-deild Brúar lífeyrissjóðs og kjaramál hjúkrunarheimila verður haldinn á vegum stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu þann 29. september n.k. kl. 14:30-16 á Hrafnistu í Reykjavík.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 17. september 2017 og fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 25. september 2017.

13.Fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1611031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 12. september 2017.

Fundi slitið - kl. 13:00.