Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 20. september 2017

Málsnúmer 1709009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 150. fundur - 18.10.2017

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 20. september 2017 Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var bókað að stefnt skyldi að stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í september.

  Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð voru boðnir á þennan stöðufund. Alls mættu 14 fulltrúar ferðaþjónustuaðila á fundinn.

  Formaður nefndarinnar bauð gesti velkomna og kynnti tilgang fundarins sem hugsaður var sem stuðningur við þá aðila sem stunda ferðaþjónstu í sveitarfélaginu.

  Umræða varð um hvað er í boði fyrir ferðamenn í Fjallabyggð og hvað má betur fara í aðstæðum fyrir ferðamenn og þjónustu við þá.

  Unnið verður úr umræðupunktum og framkomnum athugasemdum og hugmyndum m.a. í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.