Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017

Málsnúmer 1709008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 150. fundur - 18.10.2017

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Primex ehf sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl.
  Í erindi Primex eru gerðar tillögur um sameiginlegar úrbætur Fjallabyggðar og Primex vegna útrása beggja aðila út í sjó. Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra er lagt til að útrás við Primex verði lengd til austurs á dýpra vatn svo minnka megi mengun í Siglufjarðarhöfn. Enn fremur er lagt til að Primex setji upp hreinsibúnað í verksmiðjunni til að sía frá litaðan lífmassa.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða tillögurnar við forsvarsmenn Primex.

  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Tekið fyrir tilboð frá Systrafélagi og Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju f.h. Kirkjugarða Siglufjarðar, í aflagðan vinnubíl þjónustumiðstöðvarinnar. Hyggjast Kirkjugarðar Siglufjarðar breyta bifreiðinni í líkbíl. Tilboðið hljóðar upp á 700.000 kr., sem greiðist í tvennu lagi.

  Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessu lið af fundi.
  Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

  Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis um ágang búfjár í landi Brimness í Ólafsfirði, sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 12. september sl.
  Var þess krafist að Fjallabyggð brygðist við ágangi búfjár og að þéttbýli Fjallabyggðar yrði girt af.

  Í umsögn deildarstjóra kemur fram að þéttbýlið í Ólafsfirði er girt af og nær girðingin að Brimnesá til norðurs. Í sumar hafi búfénaður sótt yfir ána og þannig komist inn í þéttbýlið. Til að koma í veg fyrir þennan ágang þarf að framlengja girðinguna yfir Brimnesá og norður fyrir Múlagöng. Áætlaður kostnaður við girðinguna er 2-2,5 milljón kr.

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við Vegagerðina um mögulega kostnaðarþátttöku og samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
  Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð fór fram 4. september sl. Eftirfarandi verktakar buðu í snjómokstur og hálkuvarnir í Ólafsfirði: Árni Helgason ehf., Magnús Þorgeirsson ehf. og Smári ehf.. Í snjómokstur og hálkuvarnir á Siglufirði barst eitt tilboð frá Bás ehf.

  Í umsögn deildarstjóra tæknideildar er lagt til að samið verði við verktaka sem hér segir:

  Bás ehf. á Siglufirði.
  Árni Helgason ehf. - stórar vinnuvélar í Ólafsfirði.
  Smári ehf. - minni vélar í fyrsta forgangi í Ólafsfirði.
  Magnus Þorgeirsson ehf. - minni vélar í öðrum forgangi í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga samkvæmt tillögu deildarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna tilboða í hraðhleðslustöð í Fjallabyggð. Vistorka ehf. sótti um styrk til Orkusjóðs í samstarfi við 11 sveitarfélög á Norðurlandi og fékkst styrkur til uppsetningar hraðhleðslustöðva. Sveitarfélögum var í sjálfsvald sett að semja við Orku Náttúrunnar, Ísorku og Íslenska gámafélagið, eða Hlöðu.
  Í umsögn deildarstjóra tæknideildar er lagt til að taka tilboði Ísorku og Íslenska gámafélagsins, þar sem þeir bjóðast til þess að sjá um uppsetningu og rekstur stöðvarinnar.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ræða við Ísorku og Íslenska gámafélagið um mögulega staðsetningu hraðhleðslustöðvar í sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2017, þar sem ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 á grundvelli 10 gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 15. október nk..

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.

  Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lagðar fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. september 2017, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 12. september 2017, til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna vinnu starfshóps um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum. Starfshópurinn hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar og og er m.a. fjallað um tímabundnar svæðalokanir fyrir dragnót sem settar voru á árið 2010. Aðildarsveitarfélögum er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið til og með 26. september n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19. september 2017 Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 14. september 2017, er varðar umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga fyrir Rebel sf. kt. 620285-0219, Suðurgötu 10, 580 Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 519. fundar bæjarráðs staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.