Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

218. fundur 16. október 2017 kl. 17:00 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi - Malarvöllurinn

Málsnúmer 1710020Vakta málsnúmer

Til umræðu umsagnir og ábendingar skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Einnig lögð fram drög að breytingaruppdrætti.
Samþykkt
Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag malarvallarins

Málsnúmer 1704081Vakta málsnúmer

Til umræðu umsagnir og ábendingar skipulagslýsingar vegna deiliskipulags malarvallarins, Siglufirði. Einnig lögð fram drög að skipulags- og skýringaruppdrætti ásamt greinargerð.
Samþykkt
Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Ytri-Gunnólfsá II - Frístundabyggð

Málsnúmer 1604091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Guðmundar H. Gunnarssonar, f.h. eigenda Ytri-Gunnólfsár 2, dagsett 7.september 2017. Óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar á meðfylgjandi drögum að deiliskipulagi fyrir frístundahús á jörðinni.
Afgreiðslu frestað
Drög að deiliskipulagi samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Nefndin felur tæknideild að hafa samráð við landeigendur um mögulega breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

4.Umsókn um leyfi til að smíða bryggjustúf, naust og hjall við fjöruna fyrir framan Bátahúsið

Málsnúmer 1710032Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Guðmundur Skarphéðinsson af fundi.

Lagt fram erindi Síldarminjafns Íslands, dagsett 9.október 2017, þar sem óskað er eftir samþykki nefndarinnar fyrir leyfi til að smíða bryggjustúf, naust og hjall við fjöruna fyrir framan Bátahúsið skv. meðfylgjandi teikningum. Einnig lögð fram yfirlýsing frá Selvík ehf. þar sem fram kemur vilji til samvinnu um framkvæmdina.
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að hjallur og skíðageymsla er á lóð Selvíkur ehf. og þarf lóðarleiguhafi að skila inn skriflegu samþykki fyrir byggingum á lóðinni. Jafnframt bendir nefndin Síldarminjasafninu á að byggingarleyfi þarf fyrir húsnæði sem er stærra en 15fm.

5.Umsókn um lóð, Bakkabyggð 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 1710047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Elísar Hólm Þórðarsonar og Huldu Teitsdóttur, dagsett 11. október 2017, þar sem sótt er um lóðina Bakkabyggð 2, Ólafsfirði. Einnig er óskað eftir stækkun á byggingarreit og leyfi til að hafa þak hússins einhalla.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn um lóð fyrir sitt leyti og felur tæknideild að breyta deiliskipulagi í samræmi við lóðarumsókn.

6.Umsókn um stækkun lóðarinnar Hafnargötu 4, Siglufirði

Málsnúmer 1710051Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Guðmundur Skarphéðinsson af fundi.

Tekið fyrir erindi Vernharðs Skarphéðinssonar, dagsett 12.október 2017, þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar Hafnargötu 4 til norðurs að Hafnargötu 2.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Tæknideild falið að gera breytingu á lóðarblaði fyrir Hafnargötu 4.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Lindargata 22 Siglufirði

Málsnúmer 1709046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi ÓHK trésmíðar ehf. f.h. húseiganda Lindargötu 22, dagsett 13. september 2017. Óskað er eftir leyfi til að lagfæra stigapall fyrir framan húsið í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Einnig lagt fram samþykki nágranna við Lindargötu 20 og 24.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Leyfi fyrir girðingu og steinabeði á lóðarmörkum Vesturgötu 5, Ólafsfirði

Málsnúmer 1710041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur, dagsett 4. október 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja steinabeð ásamt skjólveggjum við norðurhlið Vesturgötu 5, Ólafsfirði.
Synjað
Erindi hafnað og umsækjanda gert að fjarlægja steinabeðið fyrir 1.nóvember nk.

9.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Ragnhildi Stefánsdóttur, dagsett 9. október 2017, þar sem fram kemur stærð og útlit fyrirhugaðrar styttu af Gústa guðsmanni og hugmynd að staðsetningu og útfærslu styttunnar á torginu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að stytta af Gústa guðsmanni verði sett á torgið í NA horni þess þar sem Gústi var vanur að standa.

10.Fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 1707061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Magnúsar Þorgeirssonar, dagsett 1. október 2017, þar sem spurt er hvort hægt væri að reisa iðnaðarhúsnæði á svæði vestan Pálsbergsgötu 1, Ólafsfirði skv. meðfylgjandi mynd.
Erindi svarað
Nefndin tekur vel í erindið.

11.Athugasemd vegna gróðurs á Hlíðarvegi 35 Siglufirði

Málsnúmer 1709076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Erlu Svanbergsdóttur, dagsett 22. september 2017, þar sem lýst er yfir áhyggjum af gróðri við Hlíðarveg 35 sem ekki hefur verið klipptur og vaxinn langt yfir og í gegnum girðingu sem snýr að Hlíðarvegi.
Erindi svarað
Tæknideild falið að senda bréf á eiganda með ósk um úrbætur.

12.Umferð á Aðalgötu, Siglufirði

Málsnúmer 1709086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi íbúa, dagsett 21. júlí 2017, þar sem lýst er yfir áhyggjum af umferð á Aðalgötu Siglufirði.
Erindi svarað
Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og leggur til að sett verði stöðvunarskyldumerki í stað biðskyldu á gatnamótum Norðurgötu - Aðalgötu.

13.Leyfi til búfjárhalds - sauðfé í Fjallabyggð

Málsnúmer 1709084Vakta málsnúmer

Til umræðu leyfi til sauðfjárhalds í Fjallabyggð.
Erindi svarað
Leyfi til búfjárhalds sem gefin hafa verið út í Fjallabyggð eru öll útrunnin. Tæknideild falið að senda fjáreigendum í Fjallabyggð bréf þess efnis að þeir þurfa að endurnýja leyfi sín til búfjárhalds.

14.Strætóskýli við Múlaveg

Málsnúmer 1710033Vakta málsnúmer

Til umræðu uppsetning strætóskýlis við Múlaveg.
Staðfest
Nefndin leggur til að sett verði strætóskýli við Múlaveg.

15.Númerslausir bílar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1710049Vakta málsnúmer

Til umræðu númerslausir bílar í Fjallabyggð. Í nýjum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar sem kveðinn var upp þann 3. október sl. kemur skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hefur heimild til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um væri að ræða lýti á umhverfinu.
Lagt fram

16.Fráveitukerfi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1710061Vakta málsnúmer

Til umræðu fráveitukerfi Fjallabyggðar eftir vatnsveður helgarinnar 13. - 14. október sl.
Vísað til umsagnar
Deildarstjóra tæknideildar falið að skrifa umsögn vegna málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.