Bæjarstjórn Fjallabyggðar

97. fundur 12. febrúar 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingvar Erlingsson forseti
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Margrét Ósk Harðardóttir varabæjarfulltrúi
 • Guðrún Unnsteinsdóttir varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti Ingvar Erlingsson setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Ólafi H. Marteinssyni og Sigurði Hlöðvessyni sem boðuðu forföll. Í þeirra stað mættu Margrét Ósk Harðardóttir og Guðrún Unnsteinsdóttir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014

Málsnúmer 1401006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað eftir verðtilboðum í breytingar á húsnæði bæjarfélagsins - ráðhúsi - að Gránugötu 2 á Siglufirði.
  Áætlaður kostnaður er um 4.5 m.kr.
  Neðantaldir lögðu inn tölur í umrætt verk.
  1. Berg ehf.
  2. Trésmíði ehf.
  3. Andrés Stefánsson rafverktaki.
  4. Raffó ehf.
  5. G.J. smiðir ehf.
  6. ÓHK trésmiðir ehf.
  Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði Bergs og Andrésar sé tekið.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki verði samþykktur, um breytingar á milli framkvæmdaliða og umrædd fjárhæð færð frá áætluðum framkvæmdum ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Á 328. fundi markaðs- og menningarnefndar frá 01.09.2013 var tekið til umræðu mál Brynjars Kristjánssonar.
  Málinu var vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
  Bæjarráð samþykkir umrædda fjárveitingu að upphæð 200 þúsund krónur, enda verði sýnt fram á að verkefnið sé að fullu fjármagnað. Áætlaður kostnaður er um 1200 þúsund krónur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Á 328. fundi markaðs- og menningarnefndar frá 01.09.2013 var tekið fyrir erindi frá Kolbrúnu Reynisdóttur. 
  Málinu var vísað til endalegrar afgreiðslu bæjarráðs og verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs, þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014

  Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar rann út 10. janúar s.l.

  11 umsóknir bárust.

  Eftirtaldir sóttu um:

  Andrea Dan Árnadóttir

  Ásdís Sigurðardóttir

  Einar Örn Stefánsson

  Halldóra Ólafs

  Hrönn Hafþórsdóttir

  Ísabella Ruth Borgþórsdóttir

  Jakob Trausti Arnarsson

  Jón Tryggvi Sveinsson

  Sigrún Gísladóttir

  Sigurður Ásgeir Árnason

  Svava Lóa Stefánsdóttir

  Skrifstofu- og fjármálastjóri ásamt núverandi forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns hafa yfirfarið umsóknir

  og leggja til við bæjarráð að þeir umsækjendur sem lokið hafa námi í tilskyldum prófum í bókasafns- og upplýsingafræði

  verði teknir í starfsviðtal.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagðar fram endurskoðaðar reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki, sem samþykkt var á 4. fundi markaðs- og menningarnefndar þann 9. janúar 2014.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fram komnar tillögur að breytingum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lögð fram starfslýsing deildarstjóra tæknideildar og var hún samþykkt.
  Lögð fram starfslýsing deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og var hún samþykkt.
  Lögð fram starfslýsing deildarstjóra fjölskyldudeildar og var hún samþykkt.
   
  Helga vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarstjórn fól bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins.
  Samþykkt með tveimur atkvæðum.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram bréf frá Steingrími Kristinssyni er varðar upplýsingar og skilgreiningu á þjónustugjöldum í Skálarhlíð.
  Bæjarráð felur deildarstjóra fjölskyldudeildar og fjármála- og stjórnsýsludeildar að svara framkomnum spurningum.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Málið er bókað á trúnaðarsvæði bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lögð fram tillaga um hækkun nefndarlauna á árinu 2014 um 2% í samræmi við fjárhagsáætlun.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar reglur og útfærslur launa verði samþykkt.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti sínum að aukningu á hlutafé í Tækifæri ehf.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  FM. Trölli.is vill kanna hvort áhugi sé fyrir því að útvarpa frá fundum bæjarstjórnar.
  Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram bréf frá stjórn Gnýfara - hestamannafélagsins í Ólafsfirði. Fram kemur m.a. að grunnvatnsstaða við hesthús félagsmanna er mjög há og að bæta þurfi frágang ræsa á svæðinu.
  Bæjarráð vísar málinu til skoðunar og tillögugerðar hjá tæknideild Fjallabyggðar er varða framtíðar afvötnun á svæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Opnuð hafa verið tilboð í framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
  Þrjú tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin og sannreynd.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning við lægstbjóðanda þ.e. við Tréverk ehf. á Dalvík að upphæð 146.843.633.- króna og aukaverk að upphæð 1.170.000.- króna.
  Sólrún sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarráðs.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Rekstraryfirlit fyrstu ellefu mánuðina lagt fram til kynningar.
  Rekstrarniðurstaða er 33 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 5 milljónum lægri, gjöld 28 milljónum lægri og fjárm.liðir 10 milljónum lægri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Niðurstaðan fyrir heildina er 850 m.kr. sem er um 96,1% af áætlun tímabilsins sem var um 884 m.kr.
  Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 39 m.kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Fundargerð frá 10. janúar 2014 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Fundargerð frá 9. janúar 2014 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Fundargerð frá 8. janúar lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21. janúar 2014
  Fundargerð frá 7. janúar 2014 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014

Málsnúmer 1401008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Stjórn Herhúsfélagsins fer þess á leit við bæjarráð að fasteignagjöld af Gránufélagshúsinu, Tjarnargötu 8 verði felld niður á meðan endurbygging hússins stendur yfir.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði styrkur til að mæta álögðum gjöldum á árinu 2014, að upphæð kr. 164.705.-,  enda fari fyrirhugaðar endurbætur af stað á árinu.
   
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir verkefnið um 5 milljónir króna sem nemur um 55% af kostnaðaráætlun. Sveitarfélög eru hvött til að sýna stuðning við verkefnið.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Lagt fram minnisblað frá fundi Rauðku ehf með fulltrúum bæjarfélagsins þann 17. janúar s.l.
  Tvö mál voru tekin til umræðu. 1. Miðbær Siglufjarðar og uppfylling við innri höfnina.
  Niðurstaða fundarins var að áhersla er lögð á útivistargildi á uppfyllingunni og var ákveðið að fá Edwin Roald og Ármann Viðar til að koma fram með hugmyndir um nýtingu beggja svæðanna sem síðan yrðu til frekari þróunar og útfærslu.
   
  Lagt fram til kynningar. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar telur brýnt að þau sveitarfélög sem aðild eiga að nefndinni, finni nefndinni fastan samastað á sameiginlegum starfsvettvangi sveitarfélaganna.
  Nefndin leggur til að sá vettvangur verði Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. og að skrifstofa þess annist umsýslu vegna nefndarinnar.
   
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Starfsmenn grunnskólans óska eftir styrk til að koma á námskeiði fyrir stúlkur á aldrinum 11 - 16 ára til sjálfstyrkingar.
  Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 65.000.-.
  Bæjarráð leggur áherslu á að sambærilegt námsskeið verði i boði fyrir drengi.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Veðurstofan hefur ráðið nýjan snjóathugunarmann á Ólafsfirði og er það Tómas Atli Einarsson.
  Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun um leið og hún þakkar fyrrum starfsmanni Ara Eðvaldssyni fyrir góð störf fyrir íbúa Fjallabyggðar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Lagðar fram til kynningar undirritaðar og samþykktar lóðarmarkabreytingar vegna Verksmiðjureits 1 á Þormóðseyri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Bréf bæjarstjóra er varðar tilboð í framkvæmdir við Grunnskóla Norðurgötu, lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Lögð fram til kynningar dagskrá stofnfundar Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks, sem haldinn verður á Sauðárkróki miðvikudaginn 29. janúar 2014.
  Lögð var fram tillaga um breytingar í skipan í stjórn samlagsins.
  Ingvar Erlingsson, aðalmaður
  Margrét Ósk Harðardóttir, varamaður

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
  Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur við Tréverk ehf.
  Heildarupphæð samningsins eftir yfirferð og leiðréttingar er 146.843.633.-, en leiðrétt kostnaðaráætlun er 149.187.882.-.
  Fulltrúar meirihluta bæjarráðs fagna undirritun samninga, enda er lögð áhersla á að framkvæmdum verði lokið fyrir næsta skólaár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 331. fundur - 4. febrúar 2014

Málsnúmer 1401014FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Saman-hópurinn óskar eftir styrk fyrir árið 2014.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun býður til samráðs og þátttöku fyrir 10. febrúar n.k. Starfsmenn tæknideildar eru hvattir til að taka þátt í verkefninu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Lagt fram vinnuskjal er varðar lóðarrétt að Brekkugötu 9 og við bæjarlæk á Brimnesi, Ólafsfirði.
  Eftir yfirferð og skoðun samþykkir bæjarráð fram lagða bókun:

  "Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 27. nóvember 2013 er um að ræða mál vegna atburða sem áttu sér stað um miðja síðustu öld. Kröfur vegna þeirra eru fyrst settar fram núna.

  Sveitarfélagið hefur reynt að afla gagna til að upplýsa málið eins og kostur er, en engar nýjar upplýsingar hafa komið fram. Ógerningur er eftir svo langan tíma að staðreyna málavexti eða fullyrðingar aðila enda flestir sem komu að þessum málum gengnir.

  Sveitarfélagið getur því ekki fallist á að greiða skaðabætur með vísan til minnisblaðs Landslaga, en hvetur málsaðila til að láta reyna á rétt sinn, telji þeir sig eiga kröfur á hendur sveitarfélaginu.

  Varðandi meinta ofgreidda lóðarleigu er lögmanni sveitarfélagsins falið að ræða við lögmann málsaðila og leita samkomulags þar um."

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Inkasso ehf hefur hug á að koma á samstarfi við bæjarráð Fjallabyggðar er varðar innheimtumál fyrir bæjarfélagið.
  Þjónustuver Inkasso er m.a. staðsett á Siglufirði.
  Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að verið sé að útbúa verðkönnun þar sem samningar eru lausir við núverandi innheimtufyrirtæki.
  Bæjarráð fagnar aukinni starfsemi í bæjarfélaginu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að tryggja að Inkasso verði með í umræddri verðkönnun.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.</DIV>
 • 3.5 1401116 Gjaldskrár 2014
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrár ársins 2014, sem eru bundnar vísitölu, verði óbreyttar á árinu og miðist við vísitölu í lok árs 2013.
  Gjaldskrár verða teknar til endurskoðunar ef verðlagsforsendur við gerð áætlunar fyrir árið 2014 ganga ekki eftir.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson. <BR><BR>Eftirfarandi bókun var samþykkt með 9 atkvæðum.<BR>"Í framhaldi af bókun bæjarráðs vill bæjarstjórn árétta að gjaldskrár á árinu 2014 taki mið af samþykktum gjaldskrám í lok árs 2013".<BR><BR>Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Lögð fram tillaga frá markaðs- og menningarnefnd, skrifstofu- og fjármálastjóra og forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns.
  Lagt er til að ráða Hrönn Hafþórsdóttur sem forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns Fjallayggðar.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Lagðar fram tillögur er varðar afslætti af fasteignaskatti, fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að til viðbótar við 2% hækkun á tekjuviðmiðum, hækki hámarksafsláttur frá 46.200 í 55.000 krónur.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Lögð fram fundargerð þjónustumiðstöðvar frá 24.01.2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Í 10. kafla sveitarstjórnarlaga nr.138/2011 er fjallað um samráð sveitarstjórnar við íbúa. Þar kemur m.a. fram að hægt sé að taka ákvörðun um íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélagsins, sbr. 107 gr. og 2. mgr. 108 gr. laganna. Þjóðskrá mun halda sérstakan kynningarfund fyrir sveitarfélög um rafrænar íbúakosningar þann 5. febrúar að Borgartúni 21 Reykjavík.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Lagðar fram til kynningar hugmyndir um endurbætur á Ólafsvegi 4.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 3.11 1401144 Ósk um námsleyfi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 331
  Lögð fram til kynningar ósk skólastjóra GF um launalaust leyfi næsta skólaár.  Erindið er til umfjöllunar í fagnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 331

  Á stofnfundi nýs byggðasamlags sem haldinn var 29. janúar 2014 á Sauðárkróki, undirrituðu fulltrúar níu sveitarfélaga samþykktir nýs byggðasamlags sem fengið hefur nafnið Rætur bs.

  Tilgangur samlagsins er að fara með málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi. Aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins eru; Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 331. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014

Málsnúmer 1312008FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
  Lagt fram rekstraryfirlit fyrir nóvember 2013.
  Þar kemur fram að tekjur eru hærri um 4.2 m.kr. og launaliðir lægri um 1.1 m.kr.
  Annar rekstrarkostnaður er hærri um 1.6 m.kr., að teknu tilliti til eignabreytinga.
  Fjármagnsliðir eru hærri á tímabilinu um sem nemur 0.8 m.kr.
  Hafnarstjórn vill taka fram að ánægja er með stöðu mála í lok nóvember.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
  Lögð fram samþykkt áætlun fyrir árið 2014 og er hún í fullu samræmi við tillögur hafnarstjórnar.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að Hafnarbryggja komist sem fyrst til umræðu og er ætlun hafnarstjórnar að leggja fram bókun um málið þegar Alþingi hefur samþykkt að fyrir liggur frumvarp til laga um breytingar á hafnarlögum.
  Hafnarstjórn fagnar framlagningu áætlunar fyrir árið 2014.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
  Á fundi bæjarráðs 4. nóvember var samþykkt að fela hafnarstjóra að gera tillögu til bæjarráðs um vinnufyrirkomulag, með tilliti til þjónustu hafnarinnar.
  Lögð fram á fundinum samantekt bæjarstjóra er varðar núverandi vinnutíma starfsmanna sem og tillaga að fyrirkomulagi sem hafnarstjórn þarf að taka til skoðunar.
  Einnig lagðar fram upplýsingar frá yfir-hafnarverði um landaðan afla 2013, landaðan afla í Fjallabyggð frá árinu 2008 og þar kemur fram að aflinn tvöfaldast á þessu árabili. Farið úr 11.338 tonnum í 21.157 tonn og landanir aukist frá því að vera 2.468 í 3.176 landanir.
  Lagðar fram upplýsingar um landanir í hverjum mánuði og þar kemur fram að fáar landanir eru í Ólafsfirði í nóvember og desember.
  Lagðar fram upplýsingar um landanafjölda og landanir í nokkrum höfnum til samanburðar.
  Lögð fram vaktatafla til skoðunar fyrir þrjá starfsmenn.
  Hafnarstjórn ákvað að funda í næstu viku og er óskað eftir útreikningi á fram komnum hugmyndum sem fram koma á fundinum.
  Fundarmenn íhuga framtíðaropnunartíma fyrir Fjallabyggðarhafnir til næsta fundar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
  Formaður hafnarstjórnar óskaði eftir umræðu um neðantalin mál.
  1. Lagt fram bréf bæjarstjóra til fiskverkenda og þau svör sem borist hafa.
  2. Lagt fram bréf ráðuneytis um úthlutun byggðakvóta.
  Formaður fór yfir skoðanir sínar á þessum málum og leggur áherslu á, að reglur um úthlutun byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár verði tekið til endurskoðunar og að lögð verði mun meiri áhersla á vinnslu í landi.
  Hann segist vera tilbúinn til að leggja fram tillögur er þetta varðar fyrir næsta fiskveiðiár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 30. janúar 2014

Málsnúmer 1401009FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53
  Grunnskóli, vinnuskóli, unglingamiðstöðin Neon og umsjónarmenn þeirra ásamt listamönnum í Fjallabyggð sækja um styrk að upphæð kr. 560.000.-, en ætlunin er að afhjúpa listaverkið  "sjávardýragarður - unnið með skapalónum af dýrum " á sjómannadaginn.
  Umsækjendur óska einnig eftir samþykki hafnarstjórnar um að leyfa málun á hafnargarði í Ólafsfirði og koma síðan umræddum skapalónum af sjávardýrum fyrir á hafnargarðinum.
  Hafnarstjórn samþykkir fram komna hugmynd og heimilar framkvæmdina. Hafnarstjórn telur eðlilegt að málið fái einnig umfjöllun í markaðs- og menningarnefnd. Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að styrkur frá hafnarstjórn verði tvöhundruð þúsund og vísar afgreiðslu styrkumsóknarinnar að öðru leyti til bæjarráðs til afgreiðslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53

  Yfirhafnarvörður lagði fram neðanritaðar upplýsingar um starfsmannahald í þremur höfnum.

  Hjá Snæfellsbæ.

  7206 landanir með 7 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 1029 löndunum og 3964 tonnum.

  Í Sandgerðisbæ.

  3989 landanir með 4 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 997 löndunum og 3190 tonnum.

  Í Fjallabyggð.

  3176 landanir með 3 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 1058 löndunum og 7052 tonnum.

  Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn neðanritað undir þessum dagskrárlið.

  1.  Starf yfirhafnarvarðar verði auglýst í febrúar.

  2.  Nýr starfsmaður verði ráðinn frá og með 1. maí 2014.

  3.  Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði yfir starfslýsingu og hæfniskröfur á næsta fundi stjórnar.

  4.  Hafnarstjórn telur rétt að vaktafyrirkomulag verði endurskoðað.

  5.  Kjarasamningar eru lausir þann 1. mars næstkomandi en taka verður mið af gildandi kjarasamningum.

    

    Nýtt vaktafyrirkomulag verði tekið upp og er lögð áhersla á neðanritað í því sambandi.

  1.  Þjónusta hafnarinnar miðist við að höfnin verði opin frá kl. 8.00 - 21.00.

  2.  Þjónustan taki mið af þremur starfsmönnum að jafnaði.

  3.  Bakvaktir verða um helgar.

  4.  Gert verði ráð fyrir bakvöktum í miðri viku.


  Ofanritað er samþykkt eftir miklar og fjörugar umræður.

    

  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><P>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR><BR>Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 8 atkvæðum.<BR>"Hafnarstjóra er falið að leggja fram nýtt vaktafyrirkomulag fyrir hafnarstjórn til samþykktar eða synjunar sem taka á gildi frá og með 1. maí 2014."</P><P>Afgreiðsla 53. fundar hafnarstjórnar með áorðnum breytingum, staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.<BR>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.</P></DIV></DIV></DIV></DIV>
 • 5.3 1401114 Flotbryggjur
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53
  Lagðar fram upplýsingar um verð í flotbryggjur fyrir Fjallabyggð.
  Um er að ræða tvær lengdir 20m og 25m en þær eru báðar 3m á breidd.
  1. Kostnaður fyrir 25 m flotbryggju með kantlistum á báðum hliðum, 8.st ryðfríir 3 tonna pollar, með tveimur öryggisstigum, tveimur tenglastólpum, ásamt tengingum, festingum og keðjum er kominn á staðinn með festingum er kr. 10.770.000.- með vsk. Innifalið er landgangur.
  2. Endurnýja þarf gömlu flotbryggjuna og tengingar. Áætlaður kostnaðu er um 4.194.496.- með vsk.
  3. Kaupa þarf tvö hlið á flotbryggjur bæjarfélagsins að upphæð allt að kr. 1.200.000.-
   
  Samþykkt samhljóða.
   
  Hafnarstjórn samþykkir því kaup á 25 m flotbryggju og að gamla flotbryggjan verði endurbyggð. Öryggishliðum verði komið fyrir á flotbryggjum bæjarfélagsins.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson.<BR>Afgreiðsla 53. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53
  Á síðasta Hafnarsambandsþingi var samþykkt samhljóða að næsta þing þ.e. nú á árinu 2014 verði haldið í Fjallabyggð og á Dalvíku.
  Hafnarstjóri hefur nú þegar hafið undirbúning á umræddri mótttöku, en um er að ræða fundi og skoðunarferðir fyrir um eitt hundrað gesti.
  Hafnarstjórn fagnar komu fulltrúa hafna á Íslandi til Fjallabyggðar í september n.k.
  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53
  Hafnarstjórn telur rétt að bóka neðanritað vegna fyrirspurna um reglur og notkun á öryggisgrindum hafnarinnar víða um bæjarfélagið.
   
  Hafnarstjórn telur eðlilegt að þeir aðilar sem fá umræddar grindur til afnota greiði fyrir lagfæringar og viðhald, sé um skemmdir að ræða í þeirra umsjá.
  Yfirhafnarvörður metur þau tilvik og gerir reikning í samræmi við viðhaldsþörf.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 53. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 53
  Fundargerð 362. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014

Málsnúmer 1401010FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2013 til og með 27. janúar 2014. Deiliskipulagssvæðið er um fimm þúsund fermetrar að stærð og afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Svæðið er skilgreint sem athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Á auglýsingatíma barst ein athugasemd frá N1 hf.
  Nefndin tekur undir athugasemd N1 og samþykkir að gerðar verði eftirfarandi breytingar: Aðkoma frá Snorragötu að vestan og Vesturtanga að austan, að lóðunum færist sunnar. Hámarkshæð mannvirkja innan byggingarreits A verði 5,5 metrar og að staðsettur verði nýr byggingarreitur, B, á lóðunum fyrir tæknirými.
  Með gerðum breytingum samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og felur tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Börkur Þór Ottósson fyrir hönd Fanneyjar Sigurðardóttur, lóðarhafa Hólkots 17 sækir um leyfi fyrir byggingu 54,5 m2 einbýlishúss á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
   
  Erindi samþykkt með fyrirvara um leyfi Fiskistofu þar sem fyrirhuguð bygging er innan við 100 metra frá Ólafsfjarðarvatni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Rúnar Marteinsson fyrir hönd Primex ehf sækir um leyfi til útlitsbreytinga á verksmiðju fyrirtækisins við Óskarsgötu 7. Breytingarnar felast í því að hurð á norðurhlið hússins verður lokað og önnur hurð gerð á austurhlið þess.
   
  Sigríður V. Vigfúsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
   
  Erindi samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar berist.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Lagðir fram lóðarleigusamningar vegna Ránargötu 1b og 3b.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Lagt fram bréf frá Samorku þar sem fram kemur að 19. aðalfundur samtakanna verður haldinn föstudaginn 21. febrúar 2014.
   
  Nefndin samþykkir að deildarstjóri tæknideildar sitji fundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun um boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.
   
  Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Lagðar fram til kynningar fundargerðir 34., 35. og 36. funda Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014

Málsnúmer 1401011FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Lögð fram tillaga deildarstjóra um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 3,6% frá og með 1. mars nk. Gert var ráð fyrir þessari hækkun í fjárhagsáætlun ársins. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Deildarstjóri gerði félagsmálanefnd grein fyrir vinnu þjónustuhóps vegna rekstraráætlunar málefna fatlaðra fyrir árið 2014. Eins og áður hefur komið fram er byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks að glíma við verulegan samdrátt í tekjuframlagi frá Jöfnunarsjóði fyrir árið 2014. Þrátt fyrir skert framlag er ekki gert ráð fyrir skerðingu á grunnþjónustu á árinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Erindi synjað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Lagðar fram til kynningar fundargerðir úthlutunarhóps um úthlutun leiguíbúða frá 14.janúar og 29. janúar síðast liðinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 30. janúar 2014
  Velferðarráðuneytið hefur tilkynnt að uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta er kr. 6.927.000.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar félagsmálanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 3. febrúar 2014

Málsnúmer 1401013FVakta málsnúmer

Formaður markaðs- og menningarnefndar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar var til 10. janúar s.l. og sóttu 11 um.
  Tveir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði um prófgráðu í bókasafns- og upplýsingarfræðum voru boðaðir í starfsviðtal.  
  Annar þeirra afþakkaði boðið.
  Starfsviðtal var tekið við Hrönn Hafþórsdóttur 24. janúar.
  Fulltrúar sveitarfélagsins í viðtali voru skrifstofu- og fjármálastjóri, Ólafur Þór Ólafsson og forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.
  Mæla þau með því að Hrönn Hafþórsdóttir deildarstjóri hjá Bókasafni Hafnarfjarðar, verði ráðin.

  Markaðs- og menningarnefnd mælir með því við bæjarráð að Hrönn Hafþórsdóttir verði ráðin sem forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.2 1401116 Gjaldskrár 2014
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eiga gjaldskrár sveitarfélagsins ekki að hækka að svo stöddu.
  Að ósk forstöðumanna á menningarsviði þurfa nýir gjaldskrárliðir að bætast við 2014.
  Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, að viðbættum nýjum gjaldskrárliðum:

  1.       Dansleikur                                             64.900
  fyrir utan stefgjöld (fer eftir gestafjölda)
  2.       Tónleikar og dansleikur                             86.600 fyrir utan stefgjöld
  3.       *Tónleikar og leiksýningar                         25.000
  fyrir utan stefgjöld (m.v. allt að 4 klst.) athuga að æfingar innfaldar í gjaldi eru ca. tveir klukkutímar fyrir viðburð, ef umfram þá er greitt samkvæmt klukkutíma kr. 1.000 á tímann.
  4.       Fermingar báðir salir                                 32.500
  5.       Neðri salur                                              21.600
  6.       Efri salur                                                 10.800
  7.       Tónleikar (Skólarnir) 2 klst.                        13.000
  8.       *Viðburðir á vegum skóla                           14.000  
  miðað er við allt að 4 klukkustundir.
  9.       Fundur efri salur                                         6.000  
  miðað er við allt að 4 klukkustundir.
  10.   Fundur neðri salur                                        12.500  
  miðað er við allt að 4 klukkustundir.
  11.   *Skjávarpi                                                    6.000
  12.   *Leiga á dúkum                                               250
  13.   *Ættarmót                                                  98.000  
  miðað við föstudag til sunnudag (sérsamn. um þrif ef þess þarf).
  14.   *Rafmagn                                                          
  Rafmagnsala er samkvæmt taxta rafveitna, m. 20% álagi.
  15.   *Myndlistarsýningar                                    
  Fer eftir gjaldalið 8 og 9 nema þegar sýnt er á vegum
  menningarhússins.
  16.   *Sérstök þrif v. hefðbundinna viðburða       12.500
  17.   *Ef óskað er eftir TB matar og kaffistellinu,
  þá er gerður samningur og leiga greidd, kr. 100 á mann.
  18.   *Ef eldhús er notað, þá er þrifið eftir ákvæði í leigusamningi, sérstaklega er tekið fram að hvíta matarstellið sé notað.
  19.   *Matarstell Tjarnarborgar (TB) er ekki leigt út nema við sérstaka atburði, samningur er gerður sérstaklega við viðkomandi leiguaðila.
  20.   *Þegar viðburðir eru haldnir á vegum menningarhússins, er gert sérstakt samkomulag vegna stefgjalda.
  21.   *Gera skal samning við leigutaka um afmæli, ættarmót, fermingar, brúðkaup og ofl. þar sem tilgreint sé um tímasetningar, verð og frágang.  Leigutaki skal greiða tryggingarupphæð til staðfestingar viðburðarpöntun, sem dregst frá endanlegu gjaldi.
  Tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef leigutaki hættir við þegar þrír mánuðir eða skemmri tími eru í umsaminn viðburð. Ekki er leyfilegt að gista í húsinu og engin viðvera er leyfð eftir kl. 01.00 eftir miðnætti, nema samkvæmt sérstöku samkomulagi.
  22.   *Viðburðir sem styrktir eru af sveitarfélaginu.
  Gera skal samning við aðila sem styrktir eru af sveitarfélaginu t.d. Blús hátíð, Berjadaga, 17 júní, sjómannadaginn, jólahald og leiksýningar með hliðsjón af gjaldskrá.

  * Nýir liðir í gjaldskrá

  Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir bóka- og hérðaðsskjalasafn að viðbættum nýjum gjaldskrárliðum:
  Árgjald: Börn og ungingar (0 - 17 ára) 0 kr.
  Skírteini fyrir fullorðna (18 - 66) 2.000 kr.
  Skírteini fyrir ellilífeyrisþega (67 ára og eldri) og öryrkja 0 kr. Skammtímaskírteini (gildistími 1 mánuður) 1.000 kr.
  *Nýtt skírteini, ef skírteini eyðileggst eða glatast 500 kr.
  *Leigutekjur:
  *Kvikmyndir DVD 300 kr.
  *Kvikmyndir DVD, barnaefni 150 kr.
  *Kvikmyndir DVD, fræðsluefni 0 kr.
  *Myndbönd 0 kr.

  Dagsektir:
  Dagsektir fyrir hvert eintak 25 kr.
  *Hámarkssektir:
  *Hámarkssektir á eintak / safngagn 600 kr.
  *Hámarkssektir á einstakling (hvert skipti) 5.000 kr.
  Annað:
  Frátektir / pantanir, hvert eintak / safngagn 50 kr.
  Millisafnalán (greiðist fyrirfram) 600 kr.
  *Plöstun kortastærð 250 kr.
  *Plöstun A5 / A4 / A3 300 / 400 / 500 kr.
  Prentun / ljósritun, stærð A4 svart/hvítt 30 kr.
  *Prentun / ljósritun, stærð A4 litur 60 kr.
  *Taupoki 1.000 kr.
  *Lestrardagbók 400 kr. Internet: 30 mínútur 100 kr. Aðgangur að þráðlausu neti (wi-fi) 0 kr. Handhafar bókasafnsskírteinis hafa aðgang að tölvu í 30 mínútur á dag, án gjalds.
  *Glatað eða skemmt safngagn:
  *Fyrir týnt eða skemmt eintak / safngagn skal lánþegi greiða skaðabætur, auk dagsekta ef þær eru til staðar.
  *Lágmarks viðmiðunargjald:
  *Bækur og hljóðbækur 3.000 kr.
  *DVD-diskar, geisladiskar, myndbönd 2.500 kr.
  *Tímarit 1.000 kr.
  *Heimilt er að útvega bókasafninu sömu útgáfu af eintaki / safngagni en ávallt skal greiða dagsektir ef þær eru til staðar.
  *Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára) gildir innkaupsverð.
  *Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir telst safnefnið glatað og skal viðkomandi lánþegi þá bæta bókasafninu skaðann.

  * Nýir gjaldskrárliðir
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lagt fram til umsagnar, erindi frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur, um hugmynd að samvinnuverkefni grunnskóla, vinnuskóla og listamanna í Ólafsfirði, þar sem hafnargarðurinn í Ólafsfirði yrði málaður og skapalón af sjávardýrum komið þar fyrir.
  Ætlunin er að afhjúpa verkið á sjómannadaginn.
  Markaðs- og menningarnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og vísar styrkbeiðni til afgreiðslu í bæjarráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lagt fram erindi frá Leikfélagi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir afnotum af Menningarhúsinu Tjarnarborg á æfingatímabili leikfélagsins, sambærilegu samkomulagi og var við Leikfélag Ólafsfjarðar.
  Í erindi koma fram ábendingar er varðar búningaaðstöðu.  
  Leikfélagið óskar einnig eftir afnotum af bíl sveitarfélagsins til að ferja leikfélaga á æfingar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og til baka.
  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að gerður skuli afnotasamningur við Leikfélag Fjallabyggðar vegna aðstöðu í Tjarnarborg.
  Nefndin telur ekki rétt að ráðstafa bíl sveitarfélagins fyrir leikæfingar.
  Nefndin vísar beiðni um lagfæringu á búningaaðstöðu til deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.5 1401147 Síldarævintýrið
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Á fund nefndarinnar kom fulltrúi félags um Síldarævintýri,  Guðmundur Skarphéðinsson til að ræða stöðu og framtíð hátíðarinnar.

  Fram kom hjá fulltrúa félagsins að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum í næstu viku vegna Síldarævintýris 2014.

  Við fjárhagsáætlun 2014 var samþykkt að beint fjárframlag Fjallabyggðar yrði 2.073.000, en auk þess kemur sveitarfélagið að auglýsingum og fleiru samkvæmt samningi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.
  Niðurstaða fyrir menningarmál fyrstu 11 mánuði ársins er 51,4 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 54,7 millj. kr. Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál fyrstu 11 mánuði ársins er 10,1 millj. kr. sem er 79% af áætlun tímabilsins sem var 12,8 millj. kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lögð fram fundargerð frá 30. janúar 2014
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lögð fram til kynningar ársskýrsla forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
  Markaðs- og menningarnefnd þakkar greinargóða skýrslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lagðar fram til kynningar tillögur um endurbætur á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Markaðs- og menningarfulltrúi upplýsti fundarmenn um fyrirhugaðan fund með hagsmunaaðilum 20. febrúar n.k.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.11 1401135 Atvinnuleysistölur
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lagðar fram til kynningar upplýsingar Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í Fjallabyggð 2013.
  Samkvæmt þeim eru 39 á skrá í desember 2013, sem eru 5 færri en á sama tíma fyrir ári.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5
  Lagt fram til kynningar, viðburðardagatal í Fjallabyggð 2014, tekið saman af markaðs- og menningarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

Málsnúmer 1401015FVakta málsnúmer

Formaður fræðslu- og frístundanefndar S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
  Jónína gerði grein fyrir starfsáætlun Grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014. Í starfsáætluninni er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Í starfsáætluninni eru einnig birtar upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í skólanámskrá á heimasíðu skólans http://grunnskoli.fjallabyggd.is

  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
  Magnús gerði grein fyrir ársskýrslu Tónskólans fyrir skólaárið 2012-2013. Á starfstímanum ber hæst flutningur skólans í varanlegt húsnæði í Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði. Skólastjóri segir að komin sé góð reynsla af nýju húsnæði og ljóst að húsnæðið hefur verið mikil lyftistöng fyrir alla starfsemi Tónskólans.

  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
  Megin markmið Tónskólans er að veita öllum þeim sem óska eftir, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun.
  Tónskólinn starfar í náinni samvinnu við Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga og eru frídagar þeir sömu um jól og páska. Tónskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna og allir þeir sem áhuga hafa á tónlist geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
  Skólastjóri gerði jafnframt grein fyrir starfsamannahaldi, gjaldskrármálum og innra starfi skólans. Einnig gerði skólastjóri grein fyrir samstarfi milli Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, en Magnús var fyrir ármót ráðinn skólastjóri beggja skólanna. Telur skólastjóri margvíslegan faglegan og fjárhagslegan ávinning að samstarfi skólanna.

  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Lögð fram greinargerð skólastjóra leikskólans um tilfærslu 5 ára barna af leikskólum í neðra skólahús. Nýja leikskóladeildin flytur í húsnæði grunnskólans 4. febrúar og mun verða þar fram að sumarlokun.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson.<BR>Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Deildarstjóri gerði fræðslu- og frístundanefnd grein fyrir vinnu við endurnýjun á þjónustu- og rekstrarsamningum íþróttafélaganna fyrir árið 2014.

  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.7 1401144 Ósk um námsleyfi
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónínu Magnúsdóttur, þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi frá störfum næsta skólaár, til þess að sinna endurmenntu. Meðfylgjandi er bréf frá Skólastjórafélagi Íslands, þar sem staðfest er að félagið hefur veitt Jónínu námslaun næsta skólaár.
  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Jónína fái leyfi frá störfum til að sinna endurmenntun skólaárið 2014-2015.

  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 4. febrúar 2014

  Nefndarmaður, Brynja Hafsteinsdóttir, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
  Borist hefur erindi frá formanni Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, þar sem óskað er eftir styrk vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls.
  Nefndin samþykkir að boða formann UÍF á fund nefndarinnar til að fara yfir styrkbeiðnina.

  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Nefndarbreytingar 2014

Málsnúmer 1401045Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að breyta nefndarskipan byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar.
Nefndin verður skipuð eftirfarandi embættismönnum:

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri

Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri og

Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Fundi slitið - kl. 19:00.