Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014

Málsnúmer 1401008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 12.02.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Stjórn Herhúsfélagsins fer þess á leit við bæjarráð að fasteignagjöld af Gránufélagshúsinu, Tjarnargötu 8 verði felld niður á meðan endurbygging hússins stendur yfir.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði styrkur til að mæta álögðum gjöldum á árinu 2014, að upphæð kr. 164.705.-,  enda fari fyrirhugaðar endurbætur af stað á árinu.
     
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir verkefnið um 5 milljónir króna sem nemur um 55% af kostnaðaráætlun. Sveitarfélög eru hvött til að sýna stuðning við verkefnið.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Lagt fram minnisblað frá fundi Rauðku ehf með fulltrúum bæjarfélagsins þann 17. janúar s.l.
    Tvö mál voru tekin til umræðu. 1. Miðbær Siglufjarðar og uppfylling við innri höfnina.
    Niðurstaða fundarins var að áhersla er lögð á útivistargildi á uppfyllingunni og var ákveðið að fá Edwin Roald og Ármann Viðar til að koma fram með hugmyndir um nýtingu beggja svæðanna sem síðan yrðu til frekari þróunar og útfærslu.
     
    Lagt fram til kynningar. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar telur brýnt að þau sveitarfélög sem aðild eiga að nefndinni, finni nefndinni fastan samastað á sameiginlegum starfsvettvangi sveitarfélaganna.
    Nefndin leggur til að sá vettvangur verði Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. og að skrifstofa þess annist umsýslu vegna nefndarinnar.
     
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Starfsmenn grunnskólans óska eftir styrk til að koma á námskeiði fyrir stúlkur á aldrinum 11 - 16 ára til sjálfstyrkingar.
    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 65.000.-.
    Bæjarráð leggur áherslu á að sambærilegt námsskeið verði i boði fyrir drengi.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Veðurstofan hefur ráðið nýjan snjóathugunarmann á Ólafsfirði og er það Tómas Atli Einarsson.
    Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun um leið og hún þakkar fyrrum starfsmanni Ara Eðvaldssyni fyrir góð störf fyrir íbúa Fjallabyggðar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Lagðar fram til kynningar undirritaðar og samþykktar lóðarmarkabreytingar vegna Verksmiðjureits 1 á Þormóðseyri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Bréf bæjarstjóra er varðar tilboð í framkvæmdir við Grunnskóla Norðurgötu, lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Lögð fram til kynningar dagskrá stofnfundar Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks, sem haldinn verður á Sauðárkróki miðvikudaginn 29. janúar 2014.
    Lögð var fram tillaga um breytingar í skipan í stjórn samlagsins.
    Ingvar Erlingsson, aðalmaður
    Margrét Ósk Harðardóttir, varamaður

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28. janúar 2014
    Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur við Tréverk ehf.
    Heildarupphæð samningsins eftir yfirferð og leiðréttingar er 146.843.633.-, en leiðrétt kostnaðaráætlun er 149.187.882.-.
    Fulltrúar meirihluta bæjarráðs fagna undirritun samninga, enda er lögð áhersla á að framkvæmdum verði lokið fyrir næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar bæjarráðs staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.