Bæjarráð Fjallabyggðar

331. fundur 04. febrúar 2014 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2014

Málsnúmer 1401127Vakta málsnúmer

Saman-hópurinn óskar eftir styrk fyrir árið 2014.

Bæjarráð hafnar erindinu.

2.Boð um þáttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskiplagsstefnu 2015 - 2016

Málsnúmer 1401093Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun býður til samráðs og þátttöku fyrir 10. febrúar n.k. Starfsmenn tæknideildar eru hvattir til að taka þátt í verkefninu.

3.Lóðarréttur að Brekkugötu 9 og lóðar við bæjarlæk á Brimnesi

Málsnúmer 1103022Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal er varðar lóðarrétt að Brekkugötu 9 og við bæjarlæk á Brimnesi, Ólafsfirði.

Eftir yfirferð og skoðun samþykkir bæjarráð fram lagða bókun:

"Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 27. nóvember 2013 er um að ræða mál vegna atburða sem áttu sér stað um miðja síðustu öld. Kröfur vegna þeirra eru fyrst settar fram núna.

Sveitarfélagið hefur reynt að afla gagna til að upplýsa málið eins og kostur er, en engar nýjar upplýsingar hafa komið fram. Ógerningur er eftir svo langan tíma að staðreyna málavexti eða fullyrðingar aðila enda flestir sem komu að þessum málum gengnir.

Sveitarfélagið getur því ekki fallist á að greiða skaðabætur með vísan til minnisblaðs Landslaga, en hvetur málsaðila til að láta reyna á rétt sinn, telji þeir sig eiga kröfur á hendur sveitarfélaginu.

Varðandi meinta ofgreidda lóðarleigu er lögmanni sveitarfélagsins falið að ræða við lögmann málsaðila og leita samkomulags þar um."

Samþykkt samhljóða.

4.Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 1401143Vakta málsnúmer

Inkasso ehf hefur hug á að koma á samstarfi við bæjarráð Fjallabyggðar er varðar innheimtumál fyrir bæjarfélagið.

Þjónustuver Inkasso er m.a. staðsett á Siglufirði.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að verið sé að útbúa verðkönnun þar sem samningar eru lausir við núverandi innheimtufyrirtæki.

Bæjarráð fagnar aukinni starfsemi í bæjarfélaginu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að tryggja að Inkasso verði með í umræddri verðkönnun.

5.Gjaldskrár 2014

Málsnúmer 1401116Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrár ársins 2014, sem eru bundnar vísitölu, verði óbreyttar á árinu og miðist við vísitölu í lok árs 2013.

Gjaldskrár verða teknar til endurskoðunar ef verðlagsforsendur við gerð áætlunar fyrir árið 2014 ganga ekki eftir.

6.Ráðning forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1312048Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá markaðs- og menningarnefnd, skrifstofu- og fjármálastjóra og forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns.

Lagt er til að ráða Hrönn Hafþórsdóttur sem forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns Fjallayggðar.

Samþykkt samhljóða.

7.Reglur um afslætti og styrki af fasteignaskatti

Málsnúmer 1401145Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur er varðar afslætti af fasteignaskatti, fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að til viðbótar við 2% hækkun á tekjuviðmiðum, hækki hámarksafsláttur frá 46.200 í 55.000 krónur.

Samþykkt samhljóða.

8.Fundargerðir - Þjónustumiðstöð 2014

Málsnúmer 1401032Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð þjónustumiðstöðvar frá 24.01.2014.

9.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Málsnúmer 1401118Vakta málsnúmer

Í 10. kafla sveitarstjórnarlaga nr.138/2011 er fjallað um samráð sveitarstjórnar við íbúa. Þar kemur m.a. fram að hægt sé að taka ákvörðun um íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélagsins, sbr. 107 gr. og 2. mgr. 108 gr. laganna. Þjóðskrá mun halda sérstakan kynningarfund fyrir sveitarfélög um rafrænar íbúakosningar þann 5. febrúar að Borgartúni 21 Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

10.Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

Málsnúmer 1401133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar hugmyndir um endurbætur á Ólafsvegi 4.

11.Ósk um námsleyfi

Málsnúmer 1401144Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ósk skólastjóra GF um launalaust leyfi næsta skólaár.  Erindið er til umfjöllunar í fagnefnd.

12.Byggðasamlag um málefni fatlaðra

Málsnúmer 1312030Vakta málsnúmer

Á stofnfundi nýs byggðasamlags sem haldinn var 29. janúar 2014 á Sauðárkróki, undirrituðu fulltrúar níu sveitarfélaga samþykktir nýs byggðasamlags sem fengið hefur nafnið Rætur bs.

Tilgangur samlagsins er að fara með málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi. Aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins eru; Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.