Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014

Málsnúmer 1401010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 12.02.2014

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2013 til og með 27. janúar 2014. Deiliskipulagssvæðið er um fimm þúsund fermetrar að stærð og afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Svæðið er skilgreint sem athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Á auglýsingatíma barst ein athugasemd frá N1 hf.
    Nefndin tekur undir athugasemd N1 og samþykkir að gerðar verði eftirfarandi breytingar: Aðkoma frá Snorragötu að vestan og Vesturtanga að austan, að lóðunum færist sunnar. Hámarkshæð mannvirkja innan byggingarreits A verði 5,5 metrar og að staðsettur verði nýr byggingarreitur, B, á lóðunum fyrir tæknirými.
    Með gerðum breytingum samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og felur tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Börkur Þór Ottósson fyrir hönd Fanneyjar Sigurðardóttur, lóðarhafa Hólkots 17 sækir um leyfi fyrir byggingu 54,5 m2 einbýlishúss á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um leyfi Fiskistofu þar sem fyrirhuguð bygging er innan við 100 metra frá Ólafsfjarðarvatni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Rúnar Marteinsson fyrir hönd Primex ehf sækir um leyfi til útlitsbreytinga á verksmiðju fyrirtækisins við Óskarsgötu 7. Breytingarnar felast í því að hurð á norðurhlið hússins verður lokað og önnur hurð gerð á austurhlið þess.
     
    Sigríður V. Vigfúsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar berist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Lagðir fram lóðarleigusamningar vegna Ránargötu 1b og 3b.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Lagt fram bréf frá Samorku þar sem fram kemur að 19. aðalfundur samtakanna verður haldinn föstudaginn 21. febrúar 2014.
     
    Nefndin samþykkir að deildarstjóri tæknideildar sitji fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun um boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.
     
    Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir 34., 35. og 36. funda Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29. janúar 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.