Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

5. fundur 03. febrúar 2014 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson formaður
  • Ægir Bergsson aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Sæbjörg Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Guðrún Unnsteinsdóttir boðaði forföll og varamaður hafi ekki tök á að mæta.
Arndís Erla Jónsdóttir boðaði forföll og varamaður hafi ekki tök á að mæta.

1.Ráðning forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1312048Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar var til 10. janúar s.l. og sóttu 11 um.
Tveir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði um prófgráðu í bókasafns- og upplýsingarfræðum voru boðaðir í starfsviðtal.  
Annar þeirra afþakkaði boðið.
Starfsviðtal var tekið við Hrönn Hafþórsdóttur 24. janúar.
Fulltrúar sveitarfélagsins í viðtali voru skrifstofu- og fjármálastjóri, Ólafur Þór Ólafsson og forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.

Mæla þau með því að Hrönn Hafþórsdóttir deildarstjóri hjá Bókasafni Hafnarfjarðar, verði ráðin.

Markaðs- og menningarnefnd mælir með því við bæjarráð að Hrönn Hafþórsdóttir verði ráðin sem forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.

2.Gjaldskrár 2014

Málsnúmer 1401116Vakta málsnúmer

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eiga gjaldskrár sveitarfélagsins ekki að hækka að svo stöddu.
Að ósk forstöðumanna á menningarsviði þurfa nýir gjaldskrárliðir að bætast við 2014.

Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, að viðbættum nýjum gjaldskrárliðum:


1.       Dansleikur                                             64.900
fyrir utan stefgjöld (fer eftir gestafjölda)
2.       Tónleikar og dansleikur                             86.600 fyrir utan stefgjöld
3.       *Tónleikar og leiksýningar                         25.000
fyrir utan stefgjöld (m.v. allt að 4 klst.) athuga að æfingar innfaldar í gjaldi eru ca. tveir klukkutímar fyrir viðburð, ef umfram þá er greitt samkvæmt klukkutíma kr. 1.000 á tímann.
4.       Fermingar báðir salir                                 32.500
5.       Neðri salur                                              21.600
6.       Efri salur                                                 10.800
7.       Tónleikar (Skólarnir) 2 klst.                        13.000
8.       *Viðburðir á vegum skóla                           14.000  
miðað er við allt að 4 klukkustundir.
9.       Fundur efri salur                                         6.000  
miðað er við allt að 4 klukkustundir.
10.   Fundur neðri salur                                        12.500  
miðað er við allt að 4 klukkustundir.
11.   *Skjávarpi                                                    6.000
12.   *Leiga á dúkum                                               250
13.   *Ættarmót                                                  98.000  
miðað við föstudag til sunnudag (sérsamn. um þrif ef þess þarf).
14.   *Rafmagn                                                          
Rafmagnsala er samkvæmt taxta rafveitna, m. 20% álagi.
15.   *Myndlistarsýningar                                    
Fer eftir gjaldalið 8 og 9 nema þegar sýnt er á vegum
menningarhússins.
16.   *Sérstök þrif v. hefðbundinna viðburða       12.500
17.   *Ef óskað er eftir TB matar og kaffistellinu,
þá er gerður samningur og leiga greidd, kr. 100 á mann.
18.   *Ef eldhús er notað, þá er þrifið eftir ákvæði í leigusamningi, sérstaklega er tekið fram að hvíta matarstellið sé notað.
19.   *Matarstell Tjarnarborgar (TB) er ekki leigt út nema við sérstaka atburði, samningur er gerður sérstaklega við viðkomandi leiguaðila.
20.   *Þegar viðburðir eru haldnir á vegum menningarhússins, er gert sérstakt samkomulag vegna stefgjalda.
21.   *Gera skal samning við leigutaka um afmæli, ættarmót, fermingar, brúðkaup og ofl. þar sem tilgreint sé um tímasetningar, verð og frágang.  Leigutaki skal greiða tryggingarupphæð til staðfestingar viðburðarpöntun, sem dregst frá endanlegu gjaldi.
Tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef leigutaki hættir við þegar þrír mánuðir eða skemmri tími eru í umsaminn viðburð. Ekki er leyfilegt að gista í húsinu og engin viðvera er leyfð eftir kl. 01.00 eftir miðnætti, nema samkvæmt sérstöku samkomulagi.
22.   *Viðburðir sem styrktir eru af sveitarfélaginu.
Gera skal samning við aðila sem styrktir eru af sveitarfélaginu t.d. Blús hátíð, Berjadaga, 17 júní, sjómannadaginn, jólahald og leiksýningar með hliðsjón af gjaldskrá.

* Nýir liðir í gjaldskrá


Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir bóka- og hérðaðsskjalasafn að viðbættum nýjum gjaldskrárliðum:

Árgjald: Börn og ungingar (0 - 17 ára) 0 kr.
Skírteini fyrir fullorðna (18 - 66) 2.000 kr.
Skírteini fyrir ellilífeyrisþega (67 ára og eldri) og öryrkja 0 kr. Skammtímaskírteini (gildistími 1 mánuður) 1.000 kr.
*Nýtt skírteini, ef skírteini eyðileggst eða glatast 500 kr.
*Leigutekjur:
*Kvikmyndir DVD 300 kr.
*Kvikmyndir DVD, barnaefni 150 kr.
*Kvikmyndir DVD, fræðsluefni 0 kr.
*Myndbönd 0 kr.

Dagsektir:
Dagsektir fyrir hvert eintak 25 kr.
*Hámarkssektir:
*Hámarkssektir á eintak / safngagn 600 kr.
*Hámarkssektir á einstakling (hvert skipti) 5.000 kr.
Annað:
Frátektir / pantanir, hvert eintak / safngagn 50 kr.
Millisafnalán (greiðist fyrirfram) 600 kr.
*Plöstun kortastærð 250 kr.
*Plöstun A5 / A4 / A3 300 / 400 / 500 kr.
Prentun / ljósritun, stærð A4 svart/hvítt 30 kr.
*Prentun / ljósritun, stærð A4 litur 60 kr.
*Taupoki 1.000 kr.
*Lestrardagbók 400 kr. Internet: 30 mínútur 100 kr. Aðgangur að þráðlausu neti (wi-fi) 0 kr. Handhafar bókasafnsskírteinis hafa aðgang að tölvu í 30 mínútur á dag, án gjalds.
*Glatað eða skemmt safngagn:
*Fyrir týnt eða skemmt eintak / safngagn skal lánþegi greiða skaðabætur, auk dagsekta ef þær eru til staðar.
*Lágmarks viðmiðunargjald:
*Bækur og hljóðbækur 3.000 kr.
*DVD-diskar, geisladiskar, myndbönd 2.500 kr.
*Tímarit 1.000 kr.
*Heimilt er að útvega bókasafninu sömu útgáfu af eintaki / safngagni en ávallt skal greiða dagsektir ef þær eru til staðar.
*Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára) gildir innkaupsverð.
*Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir telst safnefnið glatað og skal viðkomandi lánþegi þá bæta bókasafninu skaðann.

* Nýir gjaldskrárliðir

3.Sjávardýragarður á Íslandi - Hafnargarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1401059Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar, erindi frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur, um hugmynd að samvinnuverkefni grunnskóla, vinnuskóla og listamanna í Ólafsfirði, þar sem hafnargarðurinn í Ólafsfirði yrði málaður og skapalón af sjávardýrum komið þar fyrir.
Ætlunin er að afhjúpa verkið á sjómannadaginn.

Markaðs- og menningarnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og vísar styrkbeiðni til afgreiðslu í bæjarráði.

4.Samkomulag um afnot af húsnæði Tjarnarborgar

Málsnúmer 1401134Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Leikfélagi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir afnotum af Menningarhúsinu Tjarnarborg á æfingatímabili leikfélagsins, sambærilegu samkomulagi og var við Leikfélag Ólafsfjarðar.
Í erindi koma fram ábendingar er varðar búningaaðstöðu.  
Leikfélagið óskar einnig eftir afnotum af bíl sveitarfélagsins til að ferja leikfélaga á æfingar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og til baka.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að gerður skuli afnotasamningur við Leikfélag Fjallabyggðar vegna aðstöðu í Tjarnarborg.
Nefndin telur ekki rétt að ráðstafa bíl sveitarfélagins fyrir leikæfingar.
Nefndin vísar beiðni um lagfæringu á búningaaðstöðu til deildarstjóra tæknideildar.

5.Síldarævintýrið

Málsnúmer 1401147Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar kom fulltrúi félags um Síldarævintýri,  Guðmundur Skarphéðinsson til að ræða stöðu og framtíð hátíðarinnar.


Fram kom hjá fulltrúa félagsins að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum í næstu viku vegna Síldarævintýris 2014.

Við fjárhagsáætlun 2014 var samþykkt að beint fjárframlag Fjallabyggðar yrði 2.073.000, en auk þess kemur sveitarfélagið að auglýsingum og fleiru samkvæmt samningi.

6.Rekstraryfirlit nóvember 2013

Málsnúmer 1401041Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.
Niðurstaða fyrir menningarmál fyrstu 11 mánuði ársins er 51,4 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 54,7 millj. kr. Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál fyrstu 11 mánuði ársins er 10,1 millj. kr. sem er 79% af áætlun tímabilsins sem var 12,8 millj. kr.

7.Menningar- og atvinnumál - fundir deildarstjóra með forstöðumönnum og markaðs- og menningarfulltrúa.

Málsnúmer 1401111Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 30. janúar 2014

8.Ársskýrsla 2013 - Bókasafn, héraðsskjalasafn og upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 1401146Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar greinargóða skýrslu.

9.Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

Málsnúmer 1401133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur um endurbætur á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

10.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401009Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi upplýsti fundarmenn um fyrirhugaðan fund með hagsmunaaðilum 20. febrúar n.k.

11.Atvinnuleysistölur

Málsnúmer 1401135Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í Fjallabyggð 2013.
Samkvæmt þeim eru 39 á skrá í desember 2013, sem eru 5 færri en á sama tíma fyrir ári.

12.Viðburðardagatal í Fjallabyggð 2014

Málsnúmer 1401136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, viðburðardagatal í Fjallabyggð 2014, tekið saman af markaðs- og menningarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:00.