Á fundi bæjarráðs 4. nóvember var samþykkt að fela hafnarstjóra að gera tillögu til bæjarráðs um vinnufyrirkomulag, með tilliti til þjónustu hafnarinnar.
Lögð fram á fundinum samantekt bæjarstjóra er varðar núverandi vinnutíma starfsmanna sem og tillaga að fyrirkomulagi sem hafnarstjórn þarf að taka til skoðunar.
Einnig lagðar fram upplýsingar frá yfir-hafnarverði um landaðan afla 2013, landaðan afla í Fjallabyggð frá árinu 2008 og þar kemur fram að aflinn tvöfaldast á þessu árabili. Farið úr 11.338 tonnum í 21.157 tonn og landanir aukist frá því að vera 2.468 í 3.176 landanir.
Lagðar fram upplýsingar um landanir í hverjum mánuði og þar kemur fram að fáar landanir eru í Ólafsfirði í nóvember og desember.
Lagðar fram upplýsingar um landanafjölda og landanir í nokkrum höfnum til samanburðar.
Lögð fram vaktatafla til skoðunar fyrir þrjá starfsmenn.
Hafnarstjórn ákvað að funda í næstu viku og er óskað eftir útreikningi á fram komnum hugmyndum sem fram koma á fundinum.
Fundarmenn íhuga framtíðaropnunartíma fyrir Fjallabyggðarhafnir til næsta fundar.
Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.