Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014

Málsnúmer 1312008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 12.02.2014

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir nóvember 2013.
    Þar kemur fram að tekjur eru hærri um 4.2 m.kr. og launaliðir lægri um 1.1 m.kr.
    Annar rekstrarkostnaður er hærri um 1.6 m.kr., að teknu tilliti til eignabreytinga.
    Fjármagnsliðir eru hærri á tímabilinu um sem nemur 0.8 m.kr.
    Hafnarstjórn vill taka fram að ánægja er með stöðu mála í lok nóvember.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
    Lögð fram samþykkt áætlun fyrir árið 2014 og er hún í fullu samræmi við tillögur hafnarstjórnar.
    Hafnarstjórn leggur áherslu á að Hafnarbryggja komist sem fyrst til umræðu og er ætlun hafnarstjórnar að leggja fram bókun um málið þegar Alþingi hefur samþykkt að fyrir liggur frumvarp til laga um breytingar á hafnarlögum.
    Hafnarstjórn fagnar framlagningu áætlunar fyrir árið 2014.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
    Á fundi bæjarráðs 4. nóvember var samþykkt að fela hafnarstjóra að gera tillögu til bæjarráðs um vinnufyrirkomulag, með tilliti til þjónustu hafnarinnar.
    Lögð fram á fundinum samantekt bæjarstjóra er varðar núverandi vinnutíma starfsmanna sem og tillaga að fyrirkomulagi sem hafnarstjórn þarf að taka til skoðunar.
    Einnig lagðar fram upplýsingar frá yfir-hafnarverði um landaðan afla 2013, landaðan afla í Fjallabyggð frá árinu 2008 og þar kemur fram að aflinn tvöfaldast á þessu árabili. Farið úr 11.338 tonnum í 21.157 tonn og landanir aukist frá því að vera 2.468 í 3.176 landanir.
    Lagðar fram upplýsingar um landanir í hverjum mánuði og þar kemur fram að fáar landanir eru í Ólafsfirði í nóvember og desember.
    Lagðar fram upplýsingar um landanafjölda og landanir í nokkrum höfnum til samanburðar.
    Lögð fram vaktatafla til skoðunar fyrir þrjá starfsmenn.
    Hafnarstjórn ákvað að funda í næstu viku og er óskað eftir útreikningi á fram komnum hugmyndum sem fram koma á fundinum.
    Fundarmenn íhuga framtíðaropnunartíma fyrir Fjallabyggðarhafnir til næsta fundar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. janúar 2014
    Formaður hafnarstjórnar óskaði eftir umræðu um neðantalin mál.
    1. Lagt fram bréf bæjarstjóra til fiskverkenda og þau svör sem borist hafa.
    2. Lagt fram bréf ráðuneytis um úthlutun byggðakvóta.
    Formaður fór yfir skoðanir sínar á þessum málum og leggur áherslu á, að reglur um úthlutun byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár verði tekið til endurskoðunar og að lögð verði mun meiri áhersla á vinnslu í landi.
    Hann segist vera tilbúinn til að leggja fram tillögur er þetta varðar fyrir næsta fiskveiðiár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar hafnarstjórnar staðfest á 97. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.