Nefndarbreytingar 2014

Málsnúmer 1401045

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 96. fundur - 15.01.2014

Kjör fulltrúa í bráðabirgðastjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra, aðal- og varamaður.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að aðalmaður Fjallabyggðar yrði Ingvar Erlingsson og varamaður yrði Ólafur Þór Ólafsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 97. fundur - 12.02.2014

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að breyta nefndarskipan byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar.
Nefndin verður skipuð eftirfarandi embættismönnum:

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri

Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri og

Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

Markaðs- og menningarnefnd samþykkti á 6. fundi sínum 17. mars 2014 að vísa til bæjarstjórnar, tilnefningu í starfshóp við undirbúning ferðamálastefnu Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að tilnefna í starfshópinn Ægir Bergsson nefndarmann markaðs- og menningarnefndar og Margréti Ósk Harðardóttur varabæjarfulltrúa.