Hafnarstjórn Fjallabyggðar

53. fundur 30. janúar 2014 kl. 17:00 - 20:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Rögnvaldur Ingólfsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Sjávardýragarður á Íslandi - Hafnargarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1401059Vakta málsnúmer

Grunnskóli, vinnuskóli, unglingamiðstöðin Neon og umsjónarmenn þeirra ásamt listamönnum í Fjallabyggð sækja um styrk að upphæð kr. 560.000.-, en ætlunin er að afhjúpa listaverkið  "sjávardýragarður - unnið með skapalónum af dýrum " á sjómannadaginn.

Umsækjendur óska einnig eftir samþykki hafnarstjórnar um að leyfa málun á hafnargarði í Ólafsfirði og koma síðan umræddum skapalónum af sjávardýrum fyrir á hafnargarðinum.

Hafnarstjórn samþykkir fram komna hugmynd og heimilar framkvæmdina. Hafnarstjórn telur eðlilegt að málið fái einnig umfjöllun í markaðs- og menningarnefnd. Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að styrkur frá hafnarstjórn verði tvöhundruð þúsund og vísar afgreiðslu styrkumsóknarinnar að öðru leyti til bæjarráðs til afgreiðslu.

2.Vinnuskjal vegna breytinga á höfninni

Málsnúmer 1401066Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður lagði fram neðanritaðar upplýsingar um starfsmannahald í þremur höfnum.

Hjá Snæfellsbæ.

7206 landanir með 7 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 1029 löndunum og 3964 tonnum.

Í Sandgerðisbæ.

3989 landanir með 4 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 997 löndunum og 3190 tonnum.

Í Fjallabyggð.

3176 landanir með 3 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 1058 löndunum og 7052 tonnum.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn neðanritað undir þessum dagskrárlið.

1.  Starf yfirhafnarvarðar verði auglýst í febrúar.

2.  Nýr starfsmaður verði ráðinn frá og með 1. maí 2014.

3.  Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði yfir starfslýsingu og hæfniskröfur á næsta fundi stjórnar.

4.  Hafnarstjórn telur rétt að vaktafyrirkomulag verði endurskoðað.

5.  Kjarasamningar eru lausir þann 1. mars næstkomandi en taka verður mið af gildandi kjarasamningum.

  

  Nýtt vaktafyrirkomulag verði tekið upp og er lögð áhersla á neðanritað í því sambandi.

1.  Þjónusta hafnarinnar miðist við að höfnin verði opin frá kl. 8.00 - 21.00.

2.  Þjónustan taki mið af þremur starfsmönnum að jafnaði.

3.  Bakvaktir verða um helgar.

4.  Gert verði ráð fyrir bakvöktum í miðri viku.


Ofanritað er samþykkt eftir miklar og fjörugar umræður.

  

3.Flotbryggjur

Málsnúmer 1401114Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um verð í flotbryggjur fyrir Fjallabyggð.

Um er að ræða tvær lengdir 20m og 25m en þær eru báðar 3m á breidd.

1. Kostnaður fyrir 25 m flotbryggju með kantlistum á báðum hliðum, 8.st ryðfríir 3 tonna pollar, með tveimur öryggisstigum, tveimur tenglastólpum, ásamt tengingum, festingum og keðjum er kominn á staðinn með festingum er kr. 10.770.000.- með vsk. Innifalið er landgangur.

2. Endurnýja þarf gömlu flotbryggjuna og tengingar. Áætlaður kostnaðu er um 4.194.496.- með vsk.

3. Kaupa þarf tvö hlið á flotbryggjur bæjarfélagsins að upphæð allt að kr. 1.200.000.-

 

Samþykkt samhljóða.

 

Hafnarstjórn samþykkir því kaup á 25 m flotbryggju og að gamla flotbryggjan verði endurbyggð. Öryggishliðum verði komið fyrir á flotbryggjum bæjarfélagsins.

4.Hafnasambandsþing 2014 í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð

Málsnúmer 1401129Vakta málsnúmer

Á síðasta Hafnarsambandsþingi var samþykkt samhljóða að næsta þing þ.e. nú á árinu 2014 verði haldið í Fjallabyggð og á Dalvíku.

Hafnarstjóri hefur nú þegar hafið undirbúning á umræddri mótttöku, en um er að ræða fundi og skoðunarferðir fyrir um eitt hundrað gesti.

Hafnarstjórn fagnar komu fulltrúa hafna á Íslandi til Fjallabyggðar í september n.k.

5.Vegna framkvæmda við grunnskólann

Málsnúmer 1401115Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur rétt að bóka neðanritað vegna fyrirspurna um reglur og notkun á öryggisgrindum hafnarinnar víða um bæjarfélagið.

 

Hafnarstjórn telur eðlilegt að þeir aðilar sem fá umræddar grindur til afnota greiði fyrir lagfæringar og viðhald, sé um skemmdir að ræða í þeirra umsjá.

Yfirhafnarvörður metur þau tilvik og gerir reikning í samræmi við viðhaldsþörf.

 

6.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2014

Málsnúmer 1401022Vakta málsnúmer

Fundargerð 362. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.