Bæjarráð Fjallabyggðar

321. fundur 08. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Helgi Marteinsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók neðanritað til umfjöllunar.

1. Niðurstöður og ábendingar frá nefndum.

2. Farið var yfir viðhaldsblað frá tæknideild er varðar eignasjóð.

3. Farið var yfir viðhaldsblað er varðar viðhald gatna og gangstétta frá tæknideild.

4. Farið var yfir framkvæmdir eignasjóðs og veitustofnana.

5. Farið var yfir fundargerð hafnarstjórnar.

6. Farið var yfir ábendingar frá endurskoðendum bæjarfélagsins er varðar m.a. kröfur aðalsjóðs á B-hluta fyrirtæki.

Bæjarráð samþykkir að Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar verði A- hluta stofnun frá með næstu áramótum.

Bæjarráð mun fjalla áfram um fjárhagsáætlun á næsta fundi sínum.

2.Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2014

Málsnúmer 1311014Vakta málsnúmer

Stjórn Snorrasjóða óskar eftir stuðningi við Snorraverkefnið á árinu 2014.

Erindinu hafnað.

3.Þjónusta við eldri bæjarbúa næsta haust

Málsnúmer 1306050Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn og forstöðumanni Hornbrekku er varðar þjónustu og dagvist aldraðra í Ólafsfirði.

Bæjarráð telur rétt að fela félagsmálastjóra að ræða við forstöðumann Hornbrekku og vinna tillögu að skipulagi dagvistar aldraðra til framtíðar.

4.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni á Akureyri, dags. 22. október s.l.
Í bréfinu er óskað eftir skriflegum svörum er varðar uppsögn úr starfi íþrótta - og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar 27. júní 2013.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu að höfðu samráði við lögmann Sambands ísl. sveitarfélaga.

5.Styrkumsóknir 2014 - Menningarmál

Málsnúmer 1309009Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá 2. fundi markaðs- og menningarnefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um menningarstyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.

Sótt var um 9.3 m.kr en til úthlutunar voru 4.587 þúsund.

Tvær umsóknir frá Þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð bárust eftir að umsóknarfrestur rann út og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillögu markaðs- og menningarnefndar að styrkjum.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Þjóðlagasetur um 800.000,- og Þjóðlagahátíð um 700.000,-.

6.Styrkumsóknir 2014 - Frístundamál

Málsnúmer 1309010Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá 4. fundi fræðslu- og frístundanefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um frístundastyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.

Afgreiðslu frestað.

7.Niðurstöður foreldrakönnunar

Málsnúmer 1311007Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður er varðar könnun á vegum Grunnskóla Fjallabyggðar, en bæjarstjórn óskaði eftir viðhorfi foreldra til núverandi kennslufyrirkomulags í skólum bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar niðurstöðum könnunar til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

8.Fráveita Siglufirði, stöðuskýrsla.

Málsnúmer 1311013Vakta málsnúmer

VSÓ ráðgjöf hefur tekið saman stöðuskýrslu um endurbætur á fráveitu á Siglufirði.
Ætlunin er að kynning fari fram á niðurstöðum þeirra eftir tvær vikur.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.