Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

2. fundur 04. nóvember 2013 kl. 17:00 - 17:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson formaður
  • Arndís Erla Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Unnsteinsdóttir aðalmaður
  • Ægir Bergsson aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Sæbjörg Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
Nefndin gerir athugasemdir við launaliði í bókasafni og upplýsingamiðstöð og óskar eftir því að sá liður sé skoðaður sérstaklega fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gerð var tillaga um leiðréttingu á fjárhagslið Tjarnarborgar.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa svo breyttri tillögu  til bæjarráðs.

Tillaga að gjaldskrá fyrir Tjarnarborg lögð fram.
Tillaga að gjaldskrá fyrir tjaldsvæði í Fjallbyggð lögð fram.

Nefndin samþykkti að auglýsa eftir tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.

2.Styrkumsóknir 2014 - Menningarmál

Málsnúmer 1309009Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.

Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Tjaldsvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1310082Vakta málsnúmer

Farið yfir ábendingar rekstraraðila tjaldsvæðanna í Fjallabyggð.


Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fjármagn verði lagt í endurbætur á tjaldsvæðum í Fjallabyggð við gerð framkvæmdaáætlunar. 

4.Jól og áramót 2013

Málsnúmer 1310076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar um aðkomu þess að menningarviðburðum í kringum jól og áramót.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við þau félög sem hafa átt aðkomu að menningarviðburðum um jól og áramót á forsendum samþykktrar fjárhagsáætlunar.

 

5.Síldarævintýrið 2013

Málsnúmer 1302086Vakta málsnúmer

Skýrsla nefndar Síldarævintýris 2013 lögð fram til kynningar.


Markaðs- og menningarnefnd þakkar Síldarævintýrisnefnd fyrir greinargóða skýrslu og mjög svo óeigingjarnt starf að hátíðarhaldinu og skipulagi þess.

6.Vinnumarkaðs- og íbúatölur

Málsnúmer 1311011Vakta málsnúmer

Íbúatala Fjallabyggðar var 2008 4. nóv. s.l. og hefur íbúum fækkað um 5 síðan 1. des. 2012.
Atvinnulausir í Fjallabyggð í september voru 28, 16 karlar og 12 konur.

7.Rekstraryfirlit september 2013

Málsnúmer 1310081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 9 mánuði ársins.
Fjárhagsstaða menningarmála er undir tímabilsáætlun og svo er einnig um atvinnumál.

Fundi slitið - kl. 17:00.