Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18.09.2013

Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp tillögu að ramma fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem byggir á síðustu þriggja ára áætlun og þar með óbreyttum forsendum í álagningu fasteignagjalda frá árinu 2013.

Bæjarráð telur einnig rétt að miða við forsendur Sambands ísl. sveitarfélaga. Miða skuli við 4% verðbólgu um 5% hækkun á launalið og 1% launa fari á sérstakan lið til að mæta launum vegna langtíma veikinda. Miða skal við fjárfestingaráætlun til þriggja ára með áorðnum breytingum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Farið yfir fyrstu keyrslu á tillögu að ramma fyrir áætlun 2014.

Bæjarráð felur forstöðumönnum og deildarstjórum að hefja vinnu við gerð launaáætlunar fyrir árið 2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 314. fundur - 10.10.2013

Lagt fram málaflokkayfirlit ársins með útkomuspá ársins.
Farið yfir áætlaðar tekjur ársins 2014 vegna útsvars, jöfnunarsjóðs og lóðarleigu.
Farið yfir áætlaðar fasteignaskattstekjur.
Farið yfir stöðugildabreytingar frá síðustu áramótum til 30. september 2013.

Aukafundir verða haldnir í bæjarráði á næstu vikum vegna fjárhagsáætlunargerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 315. fundur - 18.10.2013

Lögð fram tillaga að ramma fyrir fjárhagsáætlun.

Fram komu ábendingar og er starfsmönnum falið að leggja svo breytta áætlun fyrir fund bæjarráðs, með bæjarfulltrúum n.k. mánudag kl. 12.00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 316. fundur - 21.10.2013

Á fund bæjarráðs mættu bæjarfulltrúarnir, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, Sigurður Hlöðvesson, og S. Guðrún Hauksdóttir.
Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir boðuðu forföll.

Bæjarstjóri kynnti forsendur að fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsramma og forsendum með áorðnum breytingum til umfjöllunar í fagnefndum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25.10.2013

Hafnarstjórn ræddi hugmyndir um viðhaldsverkefni og framkæmdir á næsta fjárhagsári.

Neðanritað var fært til bókar eftir miklar umræður.

Viðhaldsverkefni:
Aðkoma að hafnarsvæðum Ólafsfjarðar

Innri höfnin, aðkoma og umhverfi

Aðkoma að Óskarsbryggu

Viðhald á dekkjum

Endurnýja þarf einn löndunarkrana á Siglufirði


Framkvæmdir

Hafnarstjórn leggur nú sem áður áherslu á endurbyggingu Hafnarbryggju.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28.10.2013

Farið var yfir úthlutaðan ramma fjárhagsáætlunar og tillögur forstöðumanna og deildarstjóra sem fram voru komnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 30.10.2013

Farið yfir helstu lykiltölur fjárhagáætlunar og breytingatillögur á fjárhagsramma.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 30.10.2013

Á fundinn mætti Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Jónína gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans. Hún  lagði fram tillögu að gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar frá 01.01.2014. Einnig lagði Jónína fram ársskýrslu skólans fyrir skólaárið 2012-2013 og starfsáætlun grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014.
Jónína vék af fundi kl. 19:25.

Á fundinn mætti Olga Gísladóttir leikskólastjóri. Olga gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2014. Miklar umræður fóru fram um fjölda stöðugilda og fjölda yngstu barna á leikskólanum. Olga vék af fundi kl. 19:15.

Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Magnús gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónskólans. Hann lagði fram starfsáætlun Tónskólans 2013-2014. Einnig lagði Magnús fram gjaldskrá Tónskólans. Magnús vék af fundi kl. 19:30.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:30.

Á fundinn mætti Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Haukur gerði grein fyrir fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála.

Eftir yfirferð skólastjórnenda og íþrótta- og tómstundafulltrúa fór nefndin yfir helstu helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar og breytingatilögur á fjárhagsramma.
Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 4. nóvember næst komandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 01.11.2013

Farið var yfir samantekt á yfirferð forstöðumanna og deildarstjóra á úthlutuðum ramma.

Bæjarráð fór yfir undirgögn og skýringar og eftir umræðu var ákveðið að vísa málinu til síðari umræðu í fagnefndum.

Bæjarráð beinir því til nefnda að þær haldi sig sem við tillögur að samþykktum ramma eins og kostur er.

Næsti fundur í bæjarráði vegna fjárhagsáætlunar verður á sama tíma í næstu viku.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 04.11.2013

Farið yfir fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
Nefndin gerir athugasemdir við launaliði í bókasafni og upplýsingamiðstöð og óskar eftir því að sá liður sé skoðaður sérstaklega fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gerð var tillaga um leiðréttingu á fjárhagslið Tjarnarborgar.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa svo breyttri tillögu  til bæjarráðs.

Tillaga að gjaldskrá fyrir Tjarnarborg lögð fram.
Tillaga að gjaldskrá fyrir tjaldsvæði í Fjallbyggð lögð fram.

Nefndin samþykkti að auglýsa eftir tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 04.11.2013

Lögð áhersla á umræðu um framkvæmdir 2014 - 2017

Ákveðið var á síðasta fundi að fara yfir tillögur að framkvæmdum og lagfæringum á hafnarsvæðum Fjallabyggðahafna á næsta fjárhagsári.

Fram hafa komið ábendingar um neðanritað, en fundarmenn leggja mikla áherslu á að ráðast þarf í miklar lagfæringar á aðal löndunarhöfn bæjarfélagsins þ.e. hafnarbryggju á Siglufirði.

Er varðar framkvæmdir á Siglufirði komu fram ábendingar um neðanritað;

1. Lagfæringar á þekju og umhverfi suðurhafnar á Siglufirði - áætlaður kostnaður 3.5 m.kr.

2. Kaup á flotbryggju við smábátahöfn á Siglufirði - áætlaður kostnaður 10.0 m.kr.

3. Kaup á nýjum löndunarkrana á Siglufirði - áætlaður kostnaður um 7.0 m.kr.  Ákvörðun frestað sjá lið 4.

4. Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á timburbryggju frá Hafnarbryggju og að togarabryggju, en um er að ræða umþað bil 65 m.


Er varðar framkvæmdir í Ólafsfirði komu ábendingar um neðanritað;

1. Lagfæringar á þekju, götu og umhverfi í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður um 3.0 m.kr.

2. Kaup á flotbryggju í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður á 20 metra bryggju um 10 m.kr.  Ákvörðun frestað.

3. Viðgerðir við og endurbyggja garð í Ólafsfirði og er áætlaður hluti hafnarsjóðs um 3.0 m.kr.- framlag frá ríkinu er tryggt, en það er kr. 9.0 m.kr.

Ofanritað samþykkt einróma.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 05.11.2013

Umræður um fjárhagsáætlun og gjaldskrármál fræðslu, íþrótta-og tómstundamála og leiðréttingar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
Á fundinum komu fram athugasemdir við nokkra gjaldaliði þar sem ekki er gert ráð fyrir 4% hækkun milli ára. Einnig farið yfir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám fræðslu, íþrótta- og tómstundamála. Fræðslu- og frístundanefnd hefur þar með lokið yfirferð sinni á fjárhagsáætlun fyrir fyrri umræðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 06.11.2013

Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 07.11.2013

Farið yfir fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
Félagsmálanefnd leggur til að gjaldskrá félagsþjónustu hækki um 4% í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.
Félagsmálanefnd vekur athygli á að mikil óvissa ríkir um fjármögnun þeirra verkefna sem tilheyra málefnum fatlaðra. Ef að líkum lætur mun framlag til byggðasamlagsins skerðast um 10% á næsta ári.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 08.11.2013

Bæjarráð tók neðanritað til umfjöllunar.

1. Niðurstöður og ábendingar frá nefndum.

2. Farið var yfir viðhaldsblað frá tæknideild er varðar eignasjóð.

3. Farið var yfir viðhaldsblað er varðar viðhald gatna og gangstétta frá tæknideild.

4. Farið var yfir framkvæmdir eignasjóðs og veitustofnana.

5. Farið var yfir fundargerð hafnarstjórnar.

6. Farið var yfir ábendingar frá endurskoðendum bæjarfélagsins er varðar m.a. kröfur aðalsjóðs á B-hluta fyrirtæki.

Bæjarráð samþykkir að Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar verði A- hluta stofnun frá með næstu áramótum.

Bæjarráð mun fjalla áfram um fjárhagsáætlun á næsta fundi sínum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12.11.2013

Farið yfir tillögur sem lagt er til að komi til umræðu við fjárhagsáætlunargerð.
Eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2014 voru samþykktar samhljóða.


Í menningarmálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Berjadaga verði 600 þús.
Styrkur til Þjóðlagahátíðar verði 1 milljón.

Í frístundamálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Hestamannafélagsins Glæsis verði 500 þús.
Styrkur til Hestamannafélagsins Gnýfara verði 500 þús.
Styrkir til hestamannafélaganna eru rekstrarstyrkir sambærilegir við rekstrarstyrki til annarra félaga.

Styrkur til Golfklúbbs Ólafsfjarðar verði 1,6 milljón.
Styrkur til Golfklúbbs Siglufjarðar verði 1,6 milljón.
Styrkur til KF vegna æfingaferða í Bogann 370 þús.
Styrkur til Kjarna stuðningsfélags 65 þús.
Styrkur til Skíðafélags Ólafsfjarðar vegna unglingameistaramóts 400 þúsund.

Í umhverfismálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Skógræktarfélags Siglufjarðar verði 250 þús. í tengslum við samstarfssamning 2014.

Varðandi ábendingu Alberts Gunnlaugssonar um framlög til framboða við næstu sveitarstjórnarkosningar, samþykkir bæjarráð óbreytt fyrirkomulag á styrkjum til framboða.

Varðandi framkvæmdir var samþykkt að heildarupphæð til framkvæmda hækki úr 245 milljónum í 285 milljónir á árinu 2014.
Eignasjóður 235 milljónir.

Hafnarsjóður 25 milljónir.

Veitustofnun 25 milljónir.


Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 13.11.2013

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu.
Bæjarstjóri flutti stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2014 og 2015-2017.
Þar kom m.a. fram að:
1. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 3,6% á árinu 2014.
2. Rekstrarniðurstaðan verður jákvæð öll árin til 2017.
3. Veltufé frá rekstri er 14,8% árið 2014.
4. Veltufé frá rekstri er jákvætt öll árin til 2017 eða yfir 16%.
5. Skuldir verða greiddar niður um 68 m.kr. öll árin.
6. Til fjárfestinga verði varið um 285 m.kr. á árinu 2014.
7. Til fjárfestinga verði varið um og yfir 200 m.kr. á árunum 2015 - 2017.
8. Lántaka verði engin á árunum 2014 - 2017.
9. Handbært fé verði á árinu 2017 eins og það var árið 2012 eða 100 m.kr.
10. Samtala rekstrarniðurstöðu verði öll árin jákvæð.
2014 verður rekstrarniðurstaðan um 68 m.kr.
2015 verður rekstrarniðurstaðan um 106 m.kr.
2016 verður rekstrarniðurstaðan um 107 m.kr.
2017 verður rekstrarniðurstaðan um 102 m.kr.

Álagning fasteignaskatts er óbreytt á milli ára.
Lóðarleiga vegna atvinnurekstrar verður óbreytt eða 3,5%.
Sorphirðugjöld hækka um verðlagsforsendur eða um 4% og verða  32.700 kr.
Þjónustugjöld hækki um 4% en lögð er áhersla á að halda í við verðlagsbreytingar.
Lögð er áhersla á að aðhalds sé gætt á öllum sviðum, þar með talin yfirstjórn.

Bæjarstjórn óskaði að skráðar yrðu þakkir til bæjarstjóra og starfsmanna sveitarfélagsins sem komið hafa að undirbúningi fjárhagsáætlunar.


Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26.11.2013

Undir þessum lið sat forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson fund bæjarráðs.
Farið var yfir athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið eftir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar.
Búið er að breyta uppsetningu fjárhagsáætlunar á þann veg að þjónustumiðstöð er orðin sjálfstæð A-hluta stofnun og ekki lengur hluti af veitustofnun.
Við umfjöllun um gjaldskrár samþykkir bæjarráð að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem liggja fyrir í drögum að fjárhagsáætlun 2014.
Með þessari ákvörðun vill bæjarráð leggja sitt af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga.
Samþykkt samhljóða.

Í tengslum við bókun hafnarstjórnar 4. nóvember s.l. um starfsmannahald, lagði Egill Rögnvaldsson fram tillögu um að hætt verði við að fækka hafnarvörðum.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela hafnarstjóra að gera tillögu til bæjarráðs um breytt vinnufyrirkomulag með tilliti til þjónustu hafnarinnar.
Ólafur H. Marteinsson sat hjá.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27.11.2013

1.Farið yfir tillögu til fyrri umræðu bæjarstjórnar, sem vísað var til bæjarráðs milli funda bæjarstjórnar.

Bæjarráð hefur fjallað um þær styrkumsóknir sem bárust eftir að umsóknarfrestur rann út.
2. Ábendingar og athugasemdir frá forstöðumönnum/deildarstjórum.
Fostöðumaður bóka- og héraðsskjalasafn sendi inn ábendingar og var farið yfir þær.
3. Gjaldskrár.

Bæjarráð ákvað á fundi sínum 26. nóvember 2013 að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem liggja fyrir í drögum að fjárhagsáætlun 2014.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrá fyrir bókasafn og menningarhúsið Tjarnarborg til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Bæjarráð samþykkir neðanritaðar breytingar á tillögu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - fyrir síðari umræðu.

1.       Útsvar verði óbreytt þ.e. 14.48%

2.       Verðbólga miðist við 2.5%

3.       Launahækkanir miðist við 2.0%

4.       Lækkun á tekjum frá Jöfnunarsjóði um 7 m.kr.

5.       Handbært fé taki mið af um 60 m.kr. í áætlun 2014 -2017. Annað er fært í framkvæmdir.

6.       Veltufé frá rekstri verði um 350 m.kr. á árunum 2016 og 2017.  

7.       Lífeyris -  skuldbyndingar, meðferð þeirra í reikningum um áramót til skoðunar.  

8.       Hækkun á gjaldskrá miðast einungis við hækkun á sorphirðugjöldum.

9.       Lækka þarf framkvæmdarliði um lækkun á framlagi frá Jöfnunarsjóði. Rétt er að miða handbært fé við um 60 m.kr.

10.    Aðrar breytingar - Skoðast á næsta fundi bæjarráðs - þriðjudag.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10.12.2013

Lögð fram millikeyrsla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - 2017.
Þar kemur fram að búið er að setja inn ábendingar og tillögur frá síðustu tveimur fundum bæjarráðs.

Fram komu neðantaldar ábendingar um lagfæringar fyrir lokakeyrslu.

1. Athuga þarf íbúatölu Fjallabyggðar fyrsta desember.

2. Athuga þarf betur hækkun á lífeyrisskuldbindingum frá útkomuspá, miða skal við 2.5% verðb.markmið og 2% lífaldurshækkun í stað 10%.

3. Fara þarf yfir launabreytingar er varðar heildarlaun hafnarvarða. Gera skal ráð fyrir þremur störfum í áætlun. Fram kom að bæjarfulltrúar leggja áherslu á að hugmyndir hafnarstjóra verði tilbúnar fyrir 1.febrúar 2014.

4. Lögð er áhersla á að skoða beri rekstrarkostnað á Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árin 2015 - 2017 sérstaklega.

Bæjarráð samþykkir með ofanrituðum áherslum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu fimmtudaginn 12.12.2013.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og 2015-2017.
Stefnuræðuna má nálgast á heimasíðu Fjallabyggðar.
http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/1386931626-stefnuraeda_fjarhagsaaetlun_2014_sidari_umr.pdf

Helstu stærðir í milljónum króna eru sem hér segir:

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta:
2014 kr.   91,9 jákvæð.
2015 kr. 127,7 jákvæð.
2016 kr. 127,9 jákvæð.
2017 kr. 122,2 jákvæð.

Veltufé frá rekstri samstæðu:
2014 kr. 272,4
2015 kr. 307,6
2016 kr. 308,1
2017 kr. 309,4

Handbært fé í árslok:
2014 kr. 60,9
2015 kr. 60,2
2016 kr. 60,0
2017 kr. 60,8

Fjárfestingar samstæðu:
2014 kr. 269,0
2015 kr. 242,0
2016 kr. 242,0
2017 kr. 242,0

Lántaka samstæðu:
2014 kr. 0
2015 kr. 0
2016 kr. 0
2017 kr. 0

Afborganir lána samstæðu:
2014 kr. 67,6
2015 kr. 66,2
2016 kr. 66,3
2017 kr. 60,6

Skuldir og skuldbindingar samstæðu:
2014 kr. 1.744,2
2015 kr. 1.733,0
2016 kr. 1.720,6
2017 kr. 1.712,7

Tekjur samstæðu:
2014 kr. 1.720,6
2015 kr. 1.689,9
2016 kr. 1.691,4
2017 kr. 1.701,9

Til máls tóku:
Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Hlöðvesson, Helga Helgadóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20.01.2014

Lögð fram samþykkt áætlun fyrir árið 2014 og er hún í fullu samræmi við tillögur hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að Hafnarbryggja komist sem fyrst til umræðu og er ætlun hafnarstjórnar að leggja fram bókun um málið þegar Alþingi hefur samþykkt að fyrir liggur frumvarp til laga um breytingar á hafnarlögum.

Hafnarstjórn fagnar framlagningu áætlunar fyrir árið 2014.