Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

160. fundur 15. október 2013 kl. 16:30 - 16:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ásgrímur Pálmason aðalmaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070Vakta málsnúmer

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir Þormóðseyri var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, frá 8. ágúst til og með 19. september 2013. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha að stærð og tekur yfir norðausturhluta Þormóðseyrar, það svæði sem skilgreint er að mestu sem athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Þar eru skipulagðar fjölbreyttar athafnalóðir sem henta eiga fyrir mismunandi gerðir fyrirtækja með góðum tengingum við höfnina og samgönguæðar. Á auglýsingatíma bárust tvær athugasemdir, ein frá Vegagerðinni og önnur frá Skipulagsstofnun.

 

Nefndin tekur undir athugasemd Skipulagsstofnunar og samþykkir að fyrirhuguð gata meðfram hafnarsvæðinu verði einungis sýnd til skýringar og að eldra deiliskipulag hafnarsvæðisins haldi gildi sínu á þeim svæðum sem liggja utan skipulagsmarka deiliskipulags Þormóðseyrar.

 

Varðandi athugasemd Vegagerðarinnar telur nefndin rétt að ítreka að fyrirhuguð stofnbraut sem liggur utan marka deiliskipulagsins er einungis sýnd til skýringar.

 

Nefndin samþykkir að ónefnd gata í deiliskipulagstillögunni verði nefnd Skipagata. Einnig ítrekar nefndin að í deiliskipulaginu sé einungis heimild til niðurrifs á ákveðnum byggingum en það sé ekki kvöð sem hvíli á húseiganda.

 

Af öllu framansögðu samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar með áorðnum breytingum og felur jafnframt tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.

2.Hugmynd um gerð tröllagerðis

Málsnúmer 1308037Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Shok Han Liu og Anna María Guðlaugsdóttir og kynntu hugmyndir sínar um gerð tröllagerðis við Menntaskólann á Tröllaskaga. Óska þær eftir samstarfi við Fjallabyggð um staðsetningu, skipulag og framkvæmd við gerð téðs tröllagerðis.

 

Nefndin samþykkir staðsetningu fyrir tröllagerði innan lóðarmarka Menntaskólans á Tröllaskaga, en bendir á að staðsetning verði utan við byggingarreit mögulegrar stækkunar menntaskólans.

3.Ósk um úthlutun lóðar fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Með vísan til makaskiptasamnings milli Fjallabyggðar og Skeljungs þann 17. júlí 2008 óskar Skeljungur eftir viðræðum við Fjallabyggð um úthlutun lóðar undir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs við Vesturtanga 18, 20 eða 22 á Siglufirði.

 

Nefndin samþykkir að uppfylla áðurnefndan makaskiptasamning og samþykkir að deiliskipuleggja lóðir fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar á Vesturtanga.

4.Umsókn um byggingarleyfi, spennistöð

Málsnúmer 1307032Vakta málsnúmer

Á 159. fundi nefndarinnar voru athugasemdir vegna grenndarkynningar á spennistöð við Hverfisgötu 38 á Siglufirði lagðar fram til kynningar.

 

Nefndin samþykkir að hafna þeirri tillögu sem var í grenndarkynningu til 28. ágúst síðastliðinn.

 

Eftir að grenndarkynningunni lauk hefur Rarik lagt fram nýja teikningu þar sem búið er að lækka spennistöðina í landinu meir en áður var.

 

Eftir að hafa skoðað nýja teikningu að legu spennistöðvarinnar hafnar nefndin að sú tillaga verði grenndarkynnt og óskar eftir að gerð verði tillaga þar sem spennistöðin er felld inn í landið á öllum hliðum nema framhlið.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1310019Vakta málsnúmer

Ragnar Hjaltason sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð sinni að Vesturgötu 17 í Ólafsfirði.

 

Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi á lóð Vesturgötu 17 og vísar á þar til gert gámasvæði sem staðsett er við Vesturhöfn í Ólafsfirði.

6.Erindi um umhverfismál

Málsnúmer 1310038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Helgi Jóhannsson á fund nefndarinnar og kom á framfæri ábendingum er varðar umhverfismál í Fjallabyggð.

Nefndin þakkar Helga fyrir framkomnar ábendingar.

7.Umsókn um leyfi fyrir listaverk á vegg MTR

Málsnúmer 1310034Vakta málsnúmer

Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga sækir um leyfi til að hengja upp listaverk á vegg skólans. Verkið myndi verða staðsett annað hvort norðan við aðalinngang skólans eða á vesturvegg hans.

 

Erindi samþykkt.

 

8.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1309056Vakta málsnúmer

Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2013 verður haldinn fimmtudaginn 24. október næstkomandi í Garðabæ.

 

Lagt fram til kynningar.

9.Rekstraryfirlit ágúst 2013

Málsnúmer 1310021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.