Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2101016

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 24. fundur - 08.01.2021

Stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. janúar sl. hjá dagvinnufólki. Hjá vaktavinnufólki tekur styttingin gildi 1. maí næstkomandi. Innleiðingarferlið hjá starfsmönnum Hornbrekku gengur að óskum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lögð fram samantekt yfir niðurstöður vinnutímafyrirkomulags stofnana Fjallabyggðar vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Um er að ræða tillögur vegna 16 vinnustaða.

Helga Helgadóttir vék af fundi.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur stofnana/vinnustaða að fyrirkomulagi vinnutímaskipulags vegna styttingar vinnuvikunnar með einni undantekningu og er bæjarstjóra falið að útfæra vinnuskipulag í Ráðhúsi þannig að ekki komi til þjónustuskerðingar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15.01.2021

Stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. janúar sl.. Hjá vaktavinnufólki tekur styttingin gildi 1. maí næstkomandi. Innleiðingarferlið hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar hefur gengið að óskum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26.01.2021

Helga Helgadóttir vék af fundi.

Lögð fram niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsmanna ráðhússins á tillögu bæjarstjóra og vinnutímanefndar á vinnutímafyrirkomulagi vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag til þriggja mánaða líkt og hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins og verður reynslan að fyrirkomulaginu metin að þeim tíma liðnum.


Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 05.02.2021

Hjúkrunarforstjóri fór yfir framvindu við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Vikulegir fundir eru með verkefnastjórn á miðvikudögum, einnig eru fundir með forstöðumönnum hjúkrunarheimila og fundir með smærri hjúkrunarheimilum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 197. fundur - 10.02.2021

Til máls tók Elías Pétursson.

Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn vísar til bókunar í fundargerð þessari, dagskrárliðar 2. liðar númer 4.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12.02.2021

Deildarstjóri gerði grein fyrir innleiðingarferli styttingu vinnuvikunnar hjá starfstöðvum félagsþjónustunnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 198. fundur - 15.02.2021

Til máls tóku Ingibjörg G. Jónsdóttir, Ólafur Stefánsson, Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

Fram er lögð niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsmanna ráðhússins á tillögu bæjarstjóra og vinnutímanefndar á vinnutímafyrirkomulagi vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan felur í sér að vinnuvikan styttist um 110 mínútur, m.v. 100% starf, sem safnað er upp og stytting tekin á föstudögum með þeim hætti að dagvinnu lýkur þann dag kl. 14:10. Styttingin hefur í för með sér breytingu á opnunartíma afgreiðslu sem færist til um klukkutíma.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum breytt fyrirkomulag til þriggja mánaða líkt og hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins og verður reynslan að fyrirkomulaginu metin í lok fyrrgreinds þriggja mánaða tímabils.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 200. fundur - 14.04.2021

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dagsett 12.04.2021, varðandi styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, einnig eru lagðir fram tölvupóstar forstöðumanna sem bárust eftir framlagningu minnisblaðsins. Í framlögðum gögnum kemur fram að allar stofnanir vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi eins og samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 15. janúar sl.

Grunnskóli Fjallabyggðar óskar eftir að vinnufyrirkomulag starfsmanna grunnskólans verði tekið upp aftur í ágúst og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. ágúst.

Bæjarstjórn samþykkir óbreytt fyrirkomulag vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki í öllum stofnunum sveitarfélagsins ásamt og að vinnufyrirkomulag starfsmanna grunnskólans gildi til 1. ágúst í samræmi við ósk Grunnskóla Fjallabyggðar þar um.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 726. fundur - 13.01.2022

Lagt er fram erindi trúnaðarmanns og tengiliðs Einingar Iðju f.h. starfsfólks Grunnskóla Fjallabyggðar sem eru félagsmenn stéttarfélaganna Kjalar og Einingar Iðju dags. 16. desember 2021. Efni erindis er að tilkynna að ofangreint starfsfólk fallist á að stytting vinnuviku fari upp í þá launuðu virku frídaga sem falla innan páskafrís, jólafrís og vetrarfrís.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera skriflegt samkomulag við starfsmannahópinn um ofangreinda útfærslu styttingar vinnuviku.