Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

74. fundur 08. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Tjarnarborg - starfið 2020

Málsnúmer 2104005Vakta málsnúmer

Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætti á fundinn og fór yfir starfið í menningarhúsinu á árinu 2020. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu kærlega fyrir yfirferðina en starfið í Tjarnarborg einkenndist af sóttvarnartakmörkunum og því færri viðburðir í húsinu en venjan er.

2.Barnamenningarhátíð 2021

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Vegna sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru vegna heimsfaraldurs er Barnamenningarhátíð í Fjallabyggð frestað til hausts 2021. Barnamenningarhátíð er haldin í samstarfi við skólana og háð þátttöku listamanna í sveitarfélaginu.

3.17. júní 2021

Málsnúmer 2104004Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd vekur athygli á að samkomulag um 17. júní hátíðarhöld sem gert var við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði og undirritað var 15.2.2018 er útrunnið en heimild er til framlengingar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs.

4.Trilludagar 2021

Málsnúmer 2104003Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd telur ekki raunhæft að halda Trilludaga í júlí 2021 með því sniði sem þeir hafa verið haldnir áður. Nefndin leggur því til að Trilludögum 2021 verði aflýst í ár þar sem mikil óvissa er um gildandi sóttvarnarreglur. Mikið er um sameiginlega snertifleti og mannþröng í bátum og á hátíðarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.