Deiliskipulag hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 04.03.2021

Íris Stefánsdóttir og Helga Íris Ingólfsdóttir mættu á fund hafnarstjórnar og fóru yfir vinnu vegna deiliskipulags á hafnarsvæðinu í Ólafsfirði. Einnig lögð fram skipulagslýsing fyrir verkefnið.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna og vísar henni til umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.
Einnig samþykkir hafnarstjórn að halda vinnufund eftir þrjár vikur þar sem drög að deiliskipulagstillögu verða kynnt fyrir stjórninni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 200. fundur - 14.04.2021

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.

Til máls tók Tómas Atli Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að skipulagslýsingin verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 05.05.2021

Lagðar fram umsagnir vegna skipulagslýsingar deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að drög að deiliskipulagi verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með opnu húsi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem nefndir eru í ábendingum umsagnaraðila og því sem fram fór á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lagðar fram umsagnir vegna skipulagslýsingar deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að drög að deiliskipulagi verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með opnu húsi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem nefndir eru í ábendingum umsagnaraðila.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði dagsett 25. júní 2021, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 27. maí sl.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 01.07.2021

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði dagsett 25. júní 2021, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 27. maí sl.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á hafnar- og athafnasvæði í Ólafsfirði.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 125. fundur - 10.01.2022

Lögð eru fram drög að greinargerð og umhverfisskýrslu ásamt teikningu vegna deiliskipulags á athafna- og hafnarsvæði í Ólafsfirði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 280. fundur - 31.01.2022

Lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi og greinargerð.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við uppfærð drög og greinargerð.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 216. fundur - 02.06.2022

Á 280. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar voru lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi og greinargerð. Nefndin gerði ekki athugasemdir við uppfærð drög og greinargerð.

Lagt fram til staðfestingar deiliskipulag hafnar- og athafnarsvæðis í Ólafsfirði í kjölfar auglýsingar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagt deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.