Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

17. fundur 17. mars 2021 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Guðrún Helga Kjartansdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2020

Málsnúmer 2010053Vakta málsnúmer

Fjallabyggð hefur fengið úthlutuðum styrk úr Lýðheilsusjóði kr. 300.000- vegna heilsueflandi samfélags.

2.Handbók fyrir grunnskólamötuneyti

Málsnúmer 2103035Vakta málsnúmer

Handbók fyrir grunnskólamötuneyti hefur verið endurútgefin. Hún hefur þegar verið send á þjónustuaðila skólamötuneytis grunnskólans.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Ákveðið að birta auglýsingu með hvatningarorðum til fyrirtækja og vinnustaða í Fjallabyggð um að hlúa að heilsueflingu starfsmanna sinna. Einnig ákvað stýrihópurinn að leita til íbúa Fjallabyggðar eftir hugmyndum um heilsueflingu sem stýrihópurinn gæti unnið út frá.
Stýrihópurinn hefur mikinn áhuga á að leita leiða til að koma upp skautasvellum í sveitarfélaginu næsta haust.

4.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Stýrihópurinn lauk vinnu við að meta gátlistann Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi.

Fundi slitið - kl. 16:00.