Stjórn Hornbrekku

26. fundur 19. mars 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir formaður I lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Stofnanasamningur milli FÍH og Hornbrekku

Málsnúmer 2102044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku Ólafsfirði. Bæjarstjóri leggur til að samningum verði vísað til umsagnar starfs- og kjaranefndar. Stjórn Hornbrekku samþykkir einróma tillögu bæjarstjóra.

2.Starfsemi Hornbrekku 2021

Málsnúmer 2101018Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi, s.s. eins og framkvæmd stytting vinnuvikunnar, sumarafleysingar, framkvæmdir við breytingar innanhúss, og væntanlegum fundi stjórnanda Hornbrekku með bæjarstjóra. Hjúkrunarforstjóri sagði frá því því að starfsmannafélag Hornbrekku hefði ákveðið að færa stofnuninni sjónvarp að Gjöf og færir stjórnin starfsmannafélaginu bestu þakkir fyrir.

3.Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - Ályktun

Málsnúmer 2103038Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), dags. 16. mars 2021, þar sem stjórnin lýsir yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð stjórnvalda í fjármögnun á rekstri hjúkrunarheimila. Í ályktuninni segir að flest hjúkrunarheimili landsins eru komin í rekstrar- og greiðsluerfiðleika. Undir þessum kringumstæðum hafa mörg sveitarfélög verið að greiða með rekstri hjúkrunarheimila í sinni heimabyggð og þær greiðslur hafa farið hækkandi með auknum rekstrarerfiðleikum heimilanna. Eru þessar greiðslur farnar að sliga mörg sveitarfélög og hafa leitt til þess að sum þeirra hafa talið nauðsynlegt að segja sig frá þessum rekstri, enda hvílir ábyrgðin á rekstrinum samkvæmt lögum á ríkinu.
Stjórn Hornbrekku tekur undir ályktun stjórnar SFV.

Fundi slitið - kl. 13:00.