Bæjarráð Fjallabyggðar

691. fundur 13. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Samstarfssamningur vegna Húss eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 2010088Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um afnot félagsþjónustu Fjallabyggðar af húsi eldri borgara í Ólafsfirði ásamt vinnuskjali deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 26.03.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 nr.11/2021 að upphæð kr. 252.000.- við deild 02430, lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til apríl 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 321.394173. eða 102,50% af tímabilsáætlun.
Lagt fram

3.Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024

Málsnúmer 2103086Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 07.03.2021 þar sem óskað er eftir heimild til útboðs á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar til þriggja skólaára, 2021-2024 með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum um eitt skólaár. Núgildandi samningur við Höllina - veitingahús rennur úr 5 júní nk.
Staðfest
Bæjarráð samþykkir að heimila útboð á skólamáltíðum í samræmi við vinnuskjal og felur deildarstjóra að vinna málið áfram.

4.Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða

Málsnúmer 2102072Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.04.2021 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið „íþróttamiðstöð Siglufirði, endurbætur búningsklefa“ þann 6. apríl sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:

L7 ehf kr. 30.999.445
Berg ehf kr. 27.297.361
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 26.762.000

Deildarstjóri leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Berg ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi og felur deildarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð samþykkir einnig að setja í viðauka nr. 12/2021 við fjárfestingaráætlun 2021 kr. 12.300.000.- og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

5.Bætt framsetning rekstrarupplýsinga.

Málsnúmer 2104016Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fjármála- og stjórnsýsludeildar, dags. 07.04.2021 þar sem lagt er til að sveitarfélagið taki í notkun stjórnendamælaborð sveitarfélaga, viðskiptagreindarlausn frá KPMG. Kostnaður á árinu 2021 er áætlaður kr. 1.407.400 miðað við að taka kerfi í notkun í júní.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við KPMG og vísar kostnaði vegna ársins 2021 til viðauka nr. 13/2021 að upphæð kr. 1.407.400.- við deild 21400 og lykil 4343 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu einnig til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 2103081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) dags. 26.03.2021 þar sem athygli er vakin á að opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga í styrktarsjóð EBÍ. Til úthlutunar eru 5 mkr og er umsóknarfrestur til loka apríl.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn eða tillögum frá bæjarstjóra og deildarstjórum.

7.Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili 2021.

Málsnúmer 2103084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.03.2021 er varðar aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili ásamt yfirliti yfir stöðu verkefna.
Lagt fram

8.Samstarf um verkefni byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 2104008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Katrínar Sigurjónsdóttur fh. Dalvíkurbyggðar, dags. 06.04.2021 þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleika á samstarfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um verkefni byggingarfulltrúa og jafnvel verkefni á sviði byggingar og skipulagsmála.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að eiga fund með bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt.

9.Umsókn um styrk úr bæjarsjóði - Golfklúbbur Siglufjarðar

Málsnúmer 2010028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 08.04.2021 þar sem endurtekin er ósk um rökstuðning fyrir synjun um styrk úr bæjarsjóði auk útskýringa á hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá styrk frá bænum.
Erindi svarað
Bæjarráð ítrekar afgreiðslu 690. fundar við erindi Golfklúbbs Siglufjarðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að bjóða forsvarsmönnum GKS að koma á fund til þess að fara almennt yfir rekstur og styrki til íþróttamála.

10.Beiðni um styrk til greiðslu fasteignagjalda

Málsnúmer 2104012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Félags eldri borgara í Ólafsfirði, dags. 08.04.2021 þar sem óskað er eftir styrk til að greiða fasteignagjöld, önnur en fasteignaskatt af fasteign félagsins að Bylgjubyggð 2b, til þess að létta undir kostnaði við viðhald og starf félagsins.
Erindi svarað
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að frestur til að sækja um styrki úr bæjarsjóði er liðin fyrir fjárhagsárið 2021.

11.Staðfesting á útsvarshlutfalli við álagningu 2021 vegna tekna á árinu 2020.

Málsnúmer 2104015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi ríkisskattstjóra, dags. 06.04.2021 þar sem óskað er eftir staðfestingu á útsvarshlutfalli við álagningu 2021 vegna tekna á árinu 2020.
Erindi svarað
Bæjarráð staðfestir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Lagt fram

13.Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Ríkiskaupa, dags. 08.04.2021 vegna opnunar tilboða í 4. áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði.
Lagt fram

14.Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og náttúrustofa 2021

Málsnúmer 2103072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar, dags. 07.04.2021 þar sem athygli er vakin á að fundurinn sem ber yfirskriftina „Greiðum götu hringrásarhagkerfisins - nýting hráefna úr úrgangi“ verður 28. apríl kl. 9:00-10:30 en ekki 29. apríl eins og auglýst hafði verið.
Lagt fram

15.Drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (Covid-19 og sveitarfélög)

Málsnúmer 2101017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.03.2021. Alþingi samþykkti sl. föstudag frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/31/Breytingar-a-ymsum-logum-tengdum-malefnum-sveitarfelaga-og-koronuveirufaraldrinum/
Lagt fram

16.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags 07.04.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Lagt fram

17.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 26.03.2021.
Lagt fram

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagar fram til kynningar fundargerðir
25. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 26. mars sl.
27. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 25. mars sl.
266. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 7. apríl sl.
267. fundar Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar frá 9. apríl sl.
27. fundar stjórnar Hornbrekku frá 9. apríl sl.
74. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 8.apríl sl..
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:20.