Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð - 2021

Málsnúmer 2104021

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 200. fundur - 14.04.2021

Fram eru lögð drög að endurskoðuðum siðareglum kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð, framlögð drög að siðareglum eru afurð vinnu kjörinna fulltrúa á undanförnum vikum.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar þær því til staðfestingar.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að fela stjórnsýslu Fjallabyggðar að kynna samþykktar siðareglur fyrir fulltrúum í nefndum og ráðum ásamt því að birta siðareglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 699. fundur - 08.06.2021

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.05.2021 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Fjallabyggðar sbr. 29. gr. laga nr. 138/2011.
Lagt fram