Stjórn Hornbrekku

27. fundur 09. apríl 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsemi Hornbrekku 2021

Málsnúmer 2101018Vakta málsnúmer

Heimsóknarreglur Hornbrekku voru hertar 24. mars sl. vegna aukningar á COVID smitum í samfélaginu. Nú eru tveir nánustu ættingjar sem hafa kost á að koma í heimsókn á dag. Börn yngri en 18 ára mega ekki koma í heimsókn á Hornbrekku. Íbúar mega fara í heimsókn til ættingja.
Töluverð veikindi hafa verið hjá íbúum og mikið um sjúkrahúsferðir.
Búið er að ráða í sumarafleysingar og unnið er að sumarskýrslum, og eru þær langt komnar.
Framkvæmdir við breytingar á íbúaherbergjum ganga ágætlega. Haldið verður áfram þar til búið verður að skipta um gólfefni, fataskápa og salerni á öllum herbergjum.
Hjúkrunarforstjóri er að ganga frá undanþágubeiðni frá kröfulýsingu SÍ vegna iðjuþjálfa, matartækni og næringarrekstrarfræðings.
Hjúkrunarforstjóri er langt komin með undirbúningsvinnu vegna útboðs á ræstingu á Hornbrekku, en illa hefur gengið að fá afleysingu í veikindum starfsmanns í ræstingu.

2.Aðalfundur SFV 2021- fundarboð og stjórnarframboð

Málsnúmer 2104014Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður haldinn mánudaginn 12. apríl nk.. Hjúkrunarforstjóri mun sækja fundinn en hann verður haldinn í fjarfundi.

3.Málþing - Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga.

Málsnúmer 2104013Vakta málsnúmer

Málþing fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga verður haldið mánudaginn 12. apríl nk.. Hjúkrunarforstjóri mun sækja fundinn.

Fundi slitið - kl. 13:00.