Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021.

Málsnúmer 2104001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 200. fundur - 14.04.2021

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætti á fundinn og fór yfir starfið í menningarhúsinu á árinu 2020. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu kærlega fyrir yfirferðina en starfið í Tjarnarborg einkenndist af sóttvarnartakmörkunum og því færri viðburðir í húsinu en venjan er. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Vegna sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru vegna heimsfaraldurs er Barnamenningarhátíð í Fjallabyggð frestað til hausts 2021. Barnamenningarhátíð er haldin í samstarfi við skólana og háð þátttöku listamanna í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 2104004 17. júní 2021
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Markaðs- og menningarnefnd vekur athygli á að samkomulag um 17. júní hátíðarhöld sem gert var við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði og undirritað var 15.2.2018 er útrunnið en heimild er til framlengingar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 74. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 2104003 Trilludagar 2021
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 8. apríl 2021. Markaðs- og menningarnefnd telur ekki raunhæft að halda Trilludaga í júlí 2021 með því sniði sem þeir hafa verið haldnir áður. Nefndin leggur því til að Trilludögum 2021 verði aflýst í ár þar sem mikil óvissa er um gildandi sóttvarnarreglur. Mikið er um sameiginlega snertifleti og mannþröng í bátum og á hátíðarsvæðinu. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

    Jón Valgeir Baldursson H-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með það í huga að bæjarráð skoði hvort mögulegt sé að halda hátíðina til dæmis síðar í sumar.

    Samþykkt samhljóma með 7 atkvæðum.