Bæjarráð Fjallabyggðar

183. fundur 14. september 2010 kl. 17:00 - 17:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Frístundabúskapur á Siglufirði

Málsnúmer 1008097Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar sendir inn erindi dags. 04.08.2010 og 02.09.2010 þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að byggja fjárhús austan fjarðarins, á gamla flugvellinum.
Nefndin vísar til svars á 94. fundi 7. liðar og svars á 96. fundi 2. liðar þar sem nefndin samþykkir að setja svæði við hesthús á Siglufirði í deiliskipulag.

Fullur vilji er hjá skipulags- og umhverfisnefnd að ljúka þessu máli sem fyrst.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar og telur eðlilegt og rétt að hraða vinnslu málsins eins og kostur er.

2.Hafnarbryggja Siglufirði - þekjutjón

Málsnúmer 1009059Vakta málsnúmer

Í sumar þegar verið var að hefja löndun úr rækjuskipi sem lá við austurkant Hafnarbryggju gaf þekjan sig við útkant bryggjunnar þegar kranabíll setti niður jafnvægisfót. Þekjan gaf sig á u.þ.b. 15 metra kafla. Við nánari athugun sást að gat er komið á þilið.

Um er að ræða fjárfreka framkvæmd sem verður hinsvegar að ráðast í að mati hafnarstjóra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í viðgerðir á þessu fjárhagsári en óskar eftir áætluðum kostnaði við lagfæringarnar og hvaða fjármagn þarf að bæta við núverandi fjárheimildir er snúa að viðhaldi hafnarinnar.

3.Samráðsfundur sveitarfélaga og Skipulagsstofnun

Málsnúmer 1009015Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun stendur fyrir samráðsfundi sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn hefst eftir hádegi 16. september og lýkur um hádegisbil 17. september í Reykholti í Borgarbyggð.
Skipulagsstofnun telur mikilvægt að formenn skipulags- og byggingarnefnda, aðrir nefndarmenn og starfsmenn nefndanna, mæti á fundinn til að hlusta á sjónarmið og skiptast á skoðunum.

Bæjarráð leggur áherslu á að formaður Skipulags- og byggingarnefndar og starfsmaður fagráðsins fari á umræddan samráðsfund. Ákvörðun bæjarráðs byggir m.a. á tillögu skipulags og umhverfisnefndar.

4.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 1008145Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jónínu Magnúsdóttur, skólastjóra og Soffíu Eggertsdóttur, deildarstjóra sérkennslu dagsett 30.08.2010.

Í bréfinu er fjallað um sérfræðiþjónustu fyrir grunnskóla bæjarfélagsins. Skorað er á bæjarráð að taka málið til alvarlegrar athugunar svo börnin fái þjónustu sem þau þarfnast og eiga rétt á.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir samningi sem búið er að gera og þeim úrræðum sem unnið er að. Fundur var í fræðslunefnd í gær og lagði bæjarstjóri fram fundargerð nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla skólastjórnendur og fræðslu- og menningarfulltrúa til fundar og leggja tillögu í framhaldi fyrir bæjarráð.

5.Skipun fulltrúa í stjórn Seyru

Málsnúmer 1009062Vakta málsnúmer

Bæjarstjóra hefur borist ósk um að skipa nýjan fulltrúa í stjórn Seyru fyrir fyrrum starfsmann bæjarfélagsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Marteinsson, formaður bæjarráðs taki verkefnið að sér.

6.Útboð akstursþjónustu

Málsnúmer 1004050Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Suðurleiðir ehf, lægstbjóðandi í verkið "Skóla og frístundaakstur í Fjallabyggð 2010- 2013", óska eftir að eftirfarandi ákvæði í fyrirliggjandi samningsdrögum vegna ofangreinds þjónustuútboðs verði fellt út.  Ákvæðið sem um ræðir er eftirfarandi: "Samningurinn er uppsegjanlegur einu sinni  á ári  eða í janúar ár hvert með sex mánaða fyrirvara í fyrsta skipti í janúar 2012."  Umrætt ákvæði var ekki í útboðsgögnum fyrir verkið og telur hann óheimilt, samkvæmt lögum um framkvæmd útboða nr. 65 frá 1993, grein 19, að  setja það í samning.  Í samningsdrögum er ákvæði um riftun samnings sem byggir á vanefndum og telur hann það eðlilegt og fullnægjandi.

Þar til málið er til lykta leitt munu Suðurleiðir ehf sinna skólaakstri á svæðinu samkvæmt samkomulagi við bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Bæjarráð telur rétt að verða við þessari breytingu en leggur þunga áherslu á gæði þjónustunnar þar sem um er að ræða m.a. flutning á ungum börnum á grunnskólaaldri.

Bæjarstjórn lagði áherslu á, í undirbúningi málsins með foreldrum, að faglega væri staðið að akstri með grunnskólanemendur og var það m.a. forsenda fyrir sameiningu grunnskólanna. Menntun bílstjóra og hæfni í mannlegum samskiptum er því forsenda þessa samnings og er lögð rík áhersla á að bílstjórar uppfylli þau skilyrði sem sett voru í útboðsgögnum.

7.Launayfirlit janúar - ágúst

Málsnúmer 1009039Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um launakostnað frá 1.01.2010 til 31.08.2010. Fram kom að heildarlaunakostnaður þessa tímabils er um 65% af launakostnaði ársins.

Nokkrir liðir eru komnir fram úr áætlun og verða þeir liðir skoðaðir sérstaklega á seinni hluta ársins.

Bæjarráð telur rétt að árétta aðhald í rekstri bæjarfélagsins á seinni hluta ársins í ljósi upplýsinga um töluverðar breytingar á áætlun 2010.

8.Lánayfirlit 31. ágúst 2010

Málsnúmer 1009068Vakta málsnúmer

Í ágústlok er nettó staða skulda sveitarfélagsins 955 milljónir.
Skuld við Lánasjóð sveitarfélaga er 329 milljónir, við Íbúðalánasjóð 471 milljónir og við aðrar lánastofnanir 158 milljónir.
Skuldaviðurkenningar eignasjóðs, hafnarsjóðs og veitustofnunar við aðalsjóð eru samtals 1.821 milljónir.
Heildarskuldir bæjarfélagsins eru 2.779 milljónir.
Þar af staða lána í erlendri mynt 13 milljónir.

Eignamegin eru bréf á eigin sjóði að upphæð 1.821 milljónir og til viðbótar gatnagerðarbréf að upphæð 3 milljónir.
Heildareignabréf bæjarfélagsins eru 824 milljónir.
Mismunur 955 milljónir.


Á sama tíma fyrir ári var staðan 1.010 milljónir.

Í árslok 2009 voru heildarskuldir Fjallabyggðar samkvæmt ársreikningi 993 milljónir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra að bera saman vaxtakjör á inneignum bæjarfélagsins og lánasafni.

9.Samantekt erinda er vísað hefur verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1004032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. 

10.Fréttatilkynning frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 2/9 2010

Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fundur sveitastjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2010

Málsnúmer 1009060Vakta málsnúmer

Fulltrúum sveitarfélaga er boðið til viðtals hjá fjárlaganefnd vegna verkefna heima í héraði.
Áætlaðir fundardagar eru 27. til 29. september.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og formaður bæjarráðs sæki fund fjárlaganefndar.
Jafnframt var bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að erindum þeim sem bera á upp við fjárlaganefnd.  
Bjarkey Gunnarsdóttir óskar að bókað sé að hún telji að bæjarráð eigi að nýta sér þann kost að ræða við fjárlaganefnd í fjarfundi.

12.Fundargerð 776. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2010

Málsnúmer 1009006Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð og ályktun 18. ársþings SSNV á Blönduósi 27.-28.ágúst 2010

Málsnúmer 1009024Vakta málsnúmer

Fundargerð og ályktanir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.