Útboð akstursþjónustu

Málsnúmer 1004050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 175. fundur - 06.07.2010

Á 49. fundi fræðslunefndar var bókað um útboð akstursþjónustu:

"Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið leggi metnað sinn í það að framkvæmd þessa verkefnis takist vel og hugi að góðu þjónustustigi fyrir alla íbúa Fjallabyggðar.
Nefndin vísar útboði akstursþjónustu til afgreiðslu í bæjarráði".

Á fund bæjarráðs kom Jón Hrói Finnsson og fór yfir gögn um
skólaakstur,aksturstöflu og drög að útboðsgögnum til útskýringar fyrir nefndarmenn.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa útboð og auglýsa hið fyrsta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 179. fundur - 10.08.2010

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð telur rétt að framkomnar athugasemdir vegna útboðs á akstursþjónustu og svör við þeim verði settar á heimasíðu bæjarfélagsins. Allar athugasemdir verða síðan teknar til umfjöllunar eftir að tilboð verða opnuð þann 18. ágúst n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 181. fundur - 24.08.2010

Tilboð í skóla- og frístundaakstur fyrir sveitarfélagið Fjallabyggð 2010 til 2013 voru opnuð 18. ágúst s.l.
Tilboð bárust frá fimm aðilum:
SBA- Norðurleið, sem bauð 17.759.860 kr. fyrir 12 mán. tímabil eða p/ferð 6.978 kr.
Reisum ehf., sem bauð 21.199.850 kr. fyrir 12 mán. tímabil eða p/ferð 8.330 kr.
Bás ehf., sem bauð 16.873.350 kr. fyrir 12 mán. tímabil eða p/ferð 6.630 kr.
Hópferðabílum Akureyrar, sem bauð 15.262.365 kr. fyrir 12 mán. tímabil eða p/ferð 5.997 kr.
Suðurleiðum ehf., sem bauð 14.201.100 kr.  fyrir 12 mán. tímabil eða p/ferð 5.580 kr.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Drög að samningi lögð fram

Bæjarstjóra er heimilt að undirrita samninginn með áorðnum breytingum og framkomnum athugasemdum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 183. fundur - 14.09.2010

Gísli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Suðurleiðir ehf, lægstbjóðandi í verkið "Skóla og frístundaakstur í Fjallabyggð 2010- 2013", óska eftir að eftirfarandi ákvæði í fyrirliggjandi samningsdrögum vegna ofangreinds þjónustuútboðs verði fellt út.  Ákvæðið sem um ræðir er eftirfarandi: "Samningurinn er uppsegjanlegur einu sinni  á ári  eða í janúar ár hvert með sex mánaða fyrirvara í fyrsta skipti í janúar 2012."  Umrætt ákvæði var ekki í útboðsgögnum fyrir verkið og telur hann óheimilt, samkvæmt lögum um framkvæmd útboða nr. 65 frá 1993, grein 19, að  setja það í samning.  Í samningsdrögum er ákvæði um riftun samnings sem byggir á vanefndum og telur hann það eðlilegt og fullnægjandi.

Þar til málið er til lykta leitt munu Suðurleiðir ehf sinna skólaakstri á svæðinu samkvæmt samkomulagi við bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Bæjarráð telur rétt að verða við þessari breytingu en leggur þunga áherslu á gæði þjónustunnar þar sem um er að ræða m.a. flutning á ungum börnum á grunnskólaaldri.

Bæjarstjórn lagði áherslu á, í undirbúningi málsins með foreldrum, að faglega væri staðið að akstri með grunnskólanemendur og var það m.a. forsenda fyrir sameiningu grunnskólanna. Menntun bílstjóra og hæfni í mannlegum samskiptum er því forsenda þessa samnings og er lögð rík áhersla á að bílstjórar uppfylli þau skilyrði sem sett voru í útboðsgögnum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 184. fundur - 21.09.2010

Samþykkt var að fresta þessum dagskrárlið.